Morgunblaðið - 02.08.2008, Síða 26
Eftir Guðrúnu Huldu Pálsdóttur
gudrunhulda@mbl.is
Við gult og rautt hlið stendurhvítur og rauður póstkassi,mjólkurtunnur og máluðhjól með blómakörfum á
stýri. Dularfullur kúreki vaktar hlið-
ið. Það lætur ekki mikið yfir sér frá
veginum en þegar keyrt er að bæj-
arstæðinu blasir við þeim sem þang-
að rata reisulegt hús og umhverfis
það fallegur garður sem skreyttur er
með ýmsum munum – arni, garðkörl-
um og kerlingum, gömlum heyvélum,
tréhjólbörum, blómum og enn fleiri
blómum sem brosa í átt til himins.
Vallarhjáleiga hafði verið í eyði í
16 ár þegar Sigurður P. Þorleifsson
og Valgerður Elíasdóttir komu þar
við í hestaferð og ætluðu að tjalda yf-
ir nótt. Tjaldsúlurnar gleymdust
heima og leituðu hjónin því inn í hús
og höfðu þar næturdvöl. Síðan þá
vöndu þau komur sínar að Vall-
arhjáleigu ár eftir ár og fóru smám
saman að dytta að húsnæðinu. Sonur
þeirra og tengdadóttir, Þorleifur Sig-
urðsson og Brynja Dagbjartsdóttir,
voru oft með í för og varð uppbygg-
ing og varðveisla Vallarhjáleigu þeim
öllum hjartans mál. Árið 1979 keyptu
Sigurður og Valgerður húsnæðið en í
dag hafa Tolli, eins og Þorleifur er
jafnan kallaður, og Brynja tekið við
búinu. „Þetta er sumarhúsið okkar
en hér erum við flestar helgar á vet-
urna og lungann úr sumrinu. Við
hættum að vinna nú í vor og höfum
eyttum það bil öllum okkar stundum
hér síðan,“ segir Brynja.
Smekkleg söfnunarárátta
Ekki er annað að sjá en að Tolli og
Brynja hafi sýnt hjáleigunni sömu al-
úð og Sigurður og Valgerður en þau
eru safnarar af guðs náð. „Við söfn-
um öllu sem aðrir henda.“ Enda er
Vallarhjáleiga umvafin söfn-
unargripum af ýmsu
tagi. Gamlar mynda-
vélar standa stoltar í
glerskáp, það gera
einnig leikfangabílar í
hundraðatali. Derhúf-
ur þekja heilu veggina,
ófáar kaffikönnur prýða eldhússkáp-
ana, ótal óróar hanga niður úr loft-
inu, erlendir minjagripir, hengilásar
og litríkar dósir gleðja augað. Trakt-
orar í fullri stærð standa úti á túni,
ýmis umferðarskilti prýða útveggi
hlöðunnar og fjöldi rósa er í góðri
rækt í gróðurhúsinu. Upptalningin
er alls ekki tæmandi.
Þau segja að hlutir eigi það til að
finna þau og Brynja tekur dæmi um
disk sem hún fann á antiksölu í
Bandaríkjunum. „Ég fann máðan
disk með litlu dagatali fyrir árið 1954
– árið sem ég er fædd. Þetta skilur
maður ekki eftir í einhverri búð og
auðvitað keypti ég hann,“ segir hún.
Nýlega luku Brynja og Tolli við að
gera upp upprunalega eldhúsið í
Vallarhjáleigu. Í því eru allar innrétt-
ingar og vélar samkvæmt gömlum
tíma. Hillu fyrir ofan eldavélina
smíðaði Tolli nákvæmlega eftir
breidd á spænskri punteldavél sem
situr milli teketils og kerta. „Þegar
ég sé hluti sem mig langar í hef ég
alltaf nákvæman stað í huga. Þarna
átti litla eldavélin að vera,“ segir
Brynja.
Brynja er auk þess mikill föndrari.
„Ég sauma, mála, föndra og móta úr
leir svo eitthvað sé nefnt. Því er rosa-
lega mikið eftir mig hér í húsinu og
þannig vil ég hafa það. Ég hef þörf
fyrir að búa til muni og föndra hluti í
stað þess að kaupa þá. Til dæmis
málaði ég innréttingarnar og ég mála
jafnvel á skóflur og sagir mér til
dundurs,“ segir Brynja. „Mér finnst
heimili afar snauð þegar ég sé enga
handavinnu. Þótt hlutirnir séu dauðir
eru þeir hluti af okkur. Hér er allt
umvafið af okkar stíl og sögu og við
viljum skilja brot af okkur eftir á
staðnum.“
Lá við stórbruna
Í fyrrahaust máttu Brynja og Tolli
prísa sig sæl með röð tilviljana sem
kom í veg fyrir stórbruna í Vall-
arhjáleigu. „Ég hafði skilið eftir log-
andi kerti í eldhúsinu. Sama kvöld
gleymdi ég opinni mjólkurfernu á
sama stað, en ég skil aldrei eftir mat
á borðum.“ Loginn af kertinu læsti
sig í plaststjakann sem hann sat í og
hefði það getað verið upphaf bruna.
„Nema hvað, þaðan fór loginn í
mjólkurfernuna og þegar hún brann
niður helltist mjólkin sem í henni var
á eldinn og slökkti hann.“
Brynja segist sannfærð um að góð-
ar vættir hafi verndað húsið.
Hún bætir hins vegar við að lukk-
an hafi ekki verið jafn
hliðholl hreingerning-
armönnunum sem
fórnuðu höndum yfir
þeim fjölda muna sem
nauðsynlegt var að
þrífa eftir eldinn enda
þurfti að taka hvern einasta hlut í
eldhúsinu og pússa af honum sótið.
Enda spyrja gestir ósjálfrátt
hvernig þau fari að því að þrífa alla
þessa hluti í gríðarstóru húsinu. „Við
fengum góða jólagjöf frá börnum
okkar,“ segir Brynja sposk og sýnir
myndabók sem börnin þeirra fjögur
höfðu búið til. „Yfirskrift bókarinnar
er: Hvað á að gefa fólki sem á allt?“
Hvað skyldi þeim hafa dottið í hug?
„Þau gáfu okkur vinnuhelgi og komu
hérna öll í vinnugöllunum og tóku til,
þrifu, máluðu, rifu niður veggi og
byggðu nýja. Það var dásamlegt.“
Hugmyndaflug Brynja og Tolli eiga fjögur börn og ellefu barnabörn sem venja að sjálfsögðu komur sínar í Vallarhjáleigu, enda er staðurinn eins og stór leikvöllur fyrir börnin. „Hér eru smíðakofar, nóg
af leikföngum og hjól í öllum stærðum,“ segir Tolli. „Ef hjólin verða ónothæf mála ég þau og hef þau sem punt,“ segir Brynja enda finnst henni óþarfi að henda hlutum ef þeir geta verið til skrauts.
„Þetta er
stíllinn okkar“
Eldhúsið Rauður ofn á miðju
eldhúsgólfi er aðalkynding
hússins. Eldhúsinnréttinguna
skreytti Brynja.
Nýuppgert Það er eins og upprunalega eldhúsið hafi litið svona út í áratugi.
Eldavélin fékkst í Góða Hirðinu á 2.500 krónur og virkar vel.
Falin furðuveröld Tolli og Brynja eru hláturmild og jákvæð hjón. Þau hafa
ásamt fjölskyldu sinni gert Vallarhjáleigu að sannkölluðu ævintýralandi.
Að aka upp heimreiðina að Vallarhjáleigu er eins og
að keyra inn í furðuveröld. Innan um þéttan trjá-
gróður leynist töfrandi og kannski örlítið skrítinn stað-
ur sem ber karaktereinkenni eigenda sinna afar vel.
Þegar ég sé hluti
sem mig langar í
hef ég alltaf ná-
kvæman stað fyrir
hann í huga
lifun
26 LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ