Morgunblaðið - 02.08.2008, Side 28
28 LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ
ÁkvörðunÞórunnarSveinbjarn-
ardóttur umhverf-
isráðherra um að
meta skuli umhverfisáhrif ál-
vers Alcoa á Bakka við Húsavík
og tengdra virkjana í samein-
ingu hefur valdið uppnámi. En
er raunverulega ástæða til að
hafa áhyggjur af því að gert
verði heildarmat á umhverfis-
áhrifum álvers á Bakka og
tengdum framkvæmdum?
Viðhorf almennings til um-
hverfismála hafa breyst á und-
anförnum árum. Umræðan og
deilurnar um Kárahnjúkavirkj-
un og álverið á Reyðarfirði báru
því vitni.
Það er nauðsynlegt að fagleg-
ur undirbúningur jafn umfangs-
mikillar framkvæmdar standist
ýtrustu kröfur.
Ljóst er að meta þarf um-
hverfisáhrif hvers hluta fram-
kvæmdarinnar fyrir sig, hvort
sem um er að ræða álverið,
virkjanir eða rafmagnslínur. Er
ekki skynsamlegast að meta
umhverfisáhrif allra þessara
þátta í einu? Er ekki full ástæða
til þess að fyrir liggi vitneskja
um heildaráhrifin áður en farið
er af stað?
Ísland er opið samfélag og á
að vera upplýst. Forsenda þess
að borgararnir geti metið
ákvarðanir, sem skipta alla
þjóðina máli, er aðgangur að
upplýsingum.
Nefnt hefur verið að ekki hafi
verið farið fram á heildarmat á
fyrirhuguðu álveri í Helguvík
og eðlilegt væri að álykta sem
svo að þar væri komið fordæmi.
Á móti má spyrja
hvort þar hafi verið
komið fordæmi til
eftirbreytni. Er
kannski frekar
ástæða til að sýta að ekki skuli
hafa verið gert heildarmat á
þeirri framkvæmd? Eins og
fram kemur í máli umhverfis-
ráðherra í Morgunblaðinu í gær
hefði ákvörðun um sameiginlegt
mat á framkvæmdum í Helgu-
vík talist of íþyngjandi vegna
þess hvað undirbúningur var
langt kominn. Hins vegar eigi
það ekki við nú og það megi
rekja til þess að stjórnsýslu-
kæran, sem Landvernd lagði
fram vegna úrskurðar Skipu-
lagsstofnunar, kom fram á rétt-
um tíma.
Þórunn segir að það muni
taka nokkrar vikur að gera
heildarmat. Er ástæða til að
ætla að þessar vikur muni
skipta sköpum varðandi álver,
sem gert er ráð fyrir að taki til
starfa í lok árs 2012?
Gagnrýnendur ákvörðunar
umhverfisráðherra hljóta að
gera sér grein fyrir því að heild-
armat snýst ekki um það hvort
eigi að banna eða leyfa, heldur
að átta sig á því hvaða áhrif
framkvæmdin í heild sinni gæti
haft á umhverfið. Heildarmat
veldur ef til vill einhverjum töf-
um nú, en það gæti líka orðið til
þess að greiða fyrir fram-
kvæmdum síðar meir. Í opnu
samfélagi eiga upplýsingar um
framkvæmdir, sem varða þjóð-
arhag, að liggja fyrir og vera
öllum aðgengilegar. Það er öll-
um í hag að framkvæmdin hafi
verið metin í heild sinni.
Skynsamlegt að
krefjast heildarmats}Áhrifin öll
L
yginni er líkast hvað ferðalög inn-
fæddra hafa færst í aukana inn-
anlands. Af fréttum að dæma eru
sex af hverjum tíu ferðamönnum
hérlendis landsmenn sjálfir. Hér
er það sem landsbyggðin á leik. Nú er ekki
þorp með þorpum nema státað geti af sögu-
frægum minjum. Menn hlaupa í skrápana og
gera upp timburhjallinn sem fórst fyrir að rífa
– eða endurreisa, ef því hafði verið komið í
verk. Og þær byggðir sem eru svo heppnar að
vera sögusvið einhverrar Íslendingasögu slá
því upp. Eða menn sviðsetja tiltekinn þátt Ís-
landssögunnar, samanber Vesturfarasetrið á
Hofsósi.
Og nú síðast eru fornleifarnar mættar til
leiks. Einhver mestu tíðindi sem orðið hafa á
Íslandi á undanförnum árum er hin ævintýra-
lega gróska sem hlaupin er í uppgröft og rannsóknir á
fornminjum. Upp úr moldinni rísa heilu klaustrin,
kirkjur allt aftur til fyrstu kristni, fornmenn vakna upp í
kumlum sínum og miðaldaþjóðin gengur í endurnýjun
lífdaga í síðbúinni læknisskoðun og lífskjaramælingu.
Sumsstaðar hafa rannsóknirnar getið af sér vísi að
söfnum, t.d. á Sauðárkróki þar sem gerð er grein fyrir
hinum makalausa fundi sem varð í Keldudal í Hegranesi
þar sem sakleysileg fyrsta vélskóflustunga að ferðaþjón-
ustuhúsi afhjúpaði heilan kirkjugarð frá miðöldum og í
framhaldinu kumlateig frá því í heiðni. Og fyrirsjáanlegt
er að varanleg söfn muni rísa á Hólum og í Skálholti sem
ótaldar þúsundir muni sækja heim á komandi árum.
Sömuleiðis í Reykholti með samfellda kirkju-
röð aftur til ársins þúsund, á Kirkjubæjar-
klaustri þar sem moðað er úr gripafjölda sem
þar hefur komið á daginn og enn frekar á
Skriðuklaustri þar sem langt er komið að
leiða í ljós fullbúið evrópskt klaustur sem
fengið hafði að dorma óhreyft í moldinni síð-
an um siðaskipti – með manni og mús!
Hvað hefur valdið þessari byltingu og af
hverju núna? Svarið er menntun. Ungmenni
sem lögðu stund á að því er virtist gersam-
lega óhagnýt vísindi („ætlarðu í forn-
leifafræði?“). Og eldhugar sem lögðu út í það
tímafrekasta og stirfnasta: að særa pening út
úr hinu opinbera og einkageiranum. Uns
undrið mikla gerðist: hið opinbera lagði 500
milljónir í púkk í tilefni af þúsund ára kristni í
landinu, fjárframlag sem deildist á fimm ár
og dreifðist á milli fræða og fornleifarannsókna.
Hefur fjárveiting í annan tíma borið jafn-ríkulegan
ávöxt?
Mikið sem væri nú gaman ef sjónvarp allra lands-
manna segði okkur frá þessu ævintýri (erlendar sjón-
varpsstöðvar eru þegar búnar að gera því skil að hluta).
Mér er að vísu ljóst að þetta myndi flokkast undir „ís-
lenskt efni“, og ekki að vita nema þjóðin hrykki við ef
hún færi allt í einu að sjá sjálfa sig í sjónvarpinu. En það
ætti að vera óhætt að gera undantekningu þegar allra
stærstu atburðir gerast. Þáttaröðin gæti til dæmis heit-
ið: „Sagan, hið svarta gull Íslendinga.“
peturgun@centrum.is
Pétur
Gunnarsson
Pistill
Fundið fé
FRÉTTASKÝRING
Eftir Halldór Armand Ásgeirsson
haa@mbl.is
D
júpstæð ferðaþrá til
framandi landa hefur
löngum fylgt Íslend-
ingum. Landið var
enda upphaflega num-
ið af ferðaglöðum mönnum sem hér
eygðu betra og náðugra líf en fyrr
og síðar streymdu afkomendur
þeirra frá Íslandi til vesturs í sama
augnamiði.
Seinni ár hefur þessi þrá þó ef til
vill að mestu helgast af land-
fræðilegri einangrun, veðurfari og
ekki síst hagstæðu gengi krónu
gagnvart erlendum gjaldmiðlum. Í
lagi sínu Á Spáni greindu Stuðmenn
þessa viðteknu hugsun – að allt sé
ódýrara erlendis: „Á Spáni get ég
skemmt mér fyrir lítið fé / Á Spáni
kostar sjússinn ekki neitt.“
En nú er öldin önnur og Íslend-
ingar horfast í augu við nýjan veru-
leika. Uppsveiflunni er lokið og lífs-
hættir þjóðarinnar breytast um leið.
Gengi íslensku krónunnar er í
sumar um það bil 40% lægra en fyr-
ir ári síðan.
Verðlag hækkar í Evrópu
Reikningsdæmið er auðvelt. Við
getum séð fyrir okkur vöðvastæltan
og útitekinn íslenskan karlmann
stika ákveðið inn í tröllaukna fata-
verslun í Barcelona í sumarhitunum
í júlí. Markmiðið er skýrt – að njóta
loftkælingarinnar og fjárfesta í
snoturri skyrtuflík á sanngjörnu
verði. 50 evru skyrtan sem mað-
urinn velur sér hefði kostað hann
4.150 krónur í júlí í fyrra. Nú kostar
hún 6.250 krónur, sem verður að
teljast öllu þjóðlegra verð.
En með gengisfallinu er ekki öll
sagan sögð. Á sama tíma og stoðir
krónunnar hafa hrunið hér á landi
hefur verðlag á Evrópska efnahags-
svæðinu hækkað. Verð á hvers kyns
ferðaþjónustu þar hefur hækkað
um 7,2% á einu ári. Hótelgistingar
og kvöldstundir á veitingastöðum
hafa hækkað að meðaltali um 3,9%
og matvælaverð hefur rokið upp um
að meðaltali 7%.
Sé tillit tekið til þessara stað-
reynda er ekki öldungis fjarri lagi
að halda því fram að hefðbundin
ferðalög út fyrir landsteinana séu
nú allt að því helmingi dýrari en
fyrir ári síðan.
Áhrifin eru þó fjarri því að vera
öll komin fram. „Pakkaferðirnar
hafa ekki enn hækkað mikið enda
eru þar inni alls konar vetrarferðir
og ferðir sem fólk hefur pantað fyr-
ir margt löngu síðan. Við munum
væntanlega sjá hækkanir þar á
næstu mánuðum. Flugfargjöld hafa
þó hækkað um 18,5% frá sama tíma
í fyrra,“ segir Guðrún Ragnheiður
Jónsdóttir, deildarstjóri á vísitölu-
deild Hagstofunnar.
Deilt með 125 en ekki 85
Á meðan Íslendingar gnísta tönn-
um og stappa niður fótum þegar
þeir borga 8 evrur (1000 íslenskar
krónur) fyrir kaffibolla og magakút
í miðborg Parísar, liggur straumur
brosmildra ferðamanna hingað til
lands. Á fyrstu sex mánuðum ársins
komu hingað 189.500 útlendingar og
það er 6% aukning frá því á sama
tíma í fyrra. Aukningin er þó minni
en síðustu ár. Fjöldi þeirra ferða-
manna sem heimsækja Ísland hefur
aukist mikið ár frá ári en slæmt
efnahagsástand um víða veröld er
ef til vill ástæða þess að dregið hef-
ur úr ásókninni hingað til lands.
Þeir sem þó hingað koma njóta
góðs af gríðarlegu falli krónu síð-
ustu mánuði.
„Það munar geysimiklu fyrir þá
sem hingað koma frá evru-
löndunum að deila með 125 en ekki
85 eins og áður. Skyndilega erum
við farin að heyra frásagnir útlend-
inga sem segja Ísland ekki vera svo
dýrt land. Það eru nýmæli,“ segir
Guðrún.
Er Ísland ekki
lengur dýrt land?
()*
(+*
((*
(**
,*
-*
.*
/*
0*
K
1'
'
1'
#!
#"
MORGUNBLAÐIÐ heyrði af fjöl-
skyldu einni sem skellti sér í sum-
arferð til Parísar í júlí. Eftir að
hafa drukkið í sig menninguna í
miðborginni var komið að því að
neyta efnislegra drykkja. Fjögur
kókglös voru keypt á 4 evrur stykk-
ið eða samtals 2000 krónur.
Morgunblaðið/Þorkell
HELGI Egilsson, 22 ára stærð-
fræðikennari úr Hafnarfirði,var
nýlega staddur á danskri grund.
Þar gekk hann í sumarblíðunni upp
Strikið og settist á kaffihús á Ama-
ger-torgi. Þar keypti hann sér bjór-
glas á 75 danskar krónur eða litlar
1275 íslenskar krónur.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Einar Sigurðsson.
Ólafur Þ. Stephensen.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Útlitsritstjóri:
Árni Jörgensen.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Ólafur RagnarGrímsson var
settur inn í emb-
ætti forseta í
fjórða sinn í gær.
Í innsetning-
arræðu sinni sló hann tón
bjartsýni og ítrekaði að þótt á
móti blési um þessar mundir
hefði Ísland „aldrei fyrr haft
slíka kjörstöðu í veröldinni né
búið að jafn öflugum auðlind-
um“. Ólafur Ragnar dró fram
sjö þætti, sem hann nefndi
efnivið í þjóðarheill: „Fjölþætt
menntun, gróskurík menning,
fiskistofnar, búskapur í eigin
landi, orkulindir, forðabúr
neysluvatns og sköpunarverk
náttúrunnar eru verðmæti
sem aðrir myndu fagna að
eiga í sínum ranni, auðlindir
og eiginleikar sem geta gert
okkur alla vegi færa.“
Ólafur Ragnar var kjörinn
forseti árið 1996 og hlaut þá
41% atkvæða. Að þessu sinni
var hann sjálfkjörinn. Forset-
inn stendur fyrir utan hið
pólitíska valdakerfi á Íslandi.
Hann er sameiningartákn
þjóðarinnar. Ólafur Ragnar
hefur gert embættið póli-
tískara en for-
verar hans og því
ekki setið óum-
deildur á Bessa-
stöðum. Það er
hins vegar mik-
ilvægt að forsetinn sitji í sátt
við alla þjóðina og Ólafur
Ragnar kom inn á það í ræðu
sinni: „Samband forseta við
almenning, alþýðu til sjávar
og sveita, er sú kjölfesta sem
mestu ræður um fararheill,
hin sterka taug sem tryggir
lifandi tengsl, gæðir ákvæði
stjórnarskrár frjóum anda.“ Í
lok ræðunnar biðlaði hann til
þjóðarinnar: „Forsetinn ber á
sínum herðum ríkar skyldur,
mikla ábyrgð. Vonandi tekst
mér með hjálp ykkar allra að
sinna þeim verkum á farsælan
hátt.“
Tveir forsetar aðrir, Ásgeir
Ásgeirsson og Vigdís Finn-
bogadóttir, hafa setið fjögur
kjörtímabil. Ólafur Ragnar
hefur sinnt forsetaembættinu
af metnaði og eljusemi. Í við-
tali í Morgunblaðinu í dag úti-
lokar hann ekki að hann muni
sækjast eftir því að sitja eitt
kjörtímabil til viðbótar.
Ólafur Ragnar
Grímsson settur í
embætti }
Allir vegir færir