Morgunblaðið - 02.08.2008, Síða 29

Morgunblaðið - 02.08.2008, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 2008 29 ER HÆGT að hætta að vera ást- fanginn af eigin landi? Í tvö ár hef ég eins og margir aðrir Banda- ríkjamenn einbeitt mér að því að skrásetja, afhjúpa og benda þjóð- inni á glæpamennsku Bush- stjórnarinnar og árás hennar á stjórnarskrána og réttarríkið – málefni sem heima fyrir hefur iðu- lega verið gert að jaðarfrétt. Ég var viss um að þegar Bandaríkja- menn kæmust af því hvað væri ver- ið að gera í þeirra nafni myndu þeir fyllast hryllingi og reiði. Fyrir þremur mánuðum hélt Bush-stjórnin enn dauðahaldi í orðalagið „Við beitum ekki pynt- ingum“. Nú hafa samtökin Læknar án landamæra gefið út skýrslu sína þar sem áföll fanga í haldi Banda- ríkjamanna eru rakin og jafnvel próf í lygamæli staðfesta að þeir hafa verið pyntaðir. Skýrslu Rauða krossins var lekið: pyntingar og stríðsglæpir. Óaðfinnanlega unnin bók Jane Mayer, The Dark Side, var að koma í búðir. Þar er sýnt fram á að pyntingar hafi átt sér stað og þær hafi verið skipulagðar og þeim stjórnað frá æðstu stöðum. The Washington Post veitti les- endum sínum aðgang að mynd- skeiði, sem sýndi harðræði, sem Omar Khadr, kanadískur karl- maður undir lögaldri, hafði verið beittur. Þar sýndi hann þeim, sem höfðu hann í haldi, sár á kviði sínum og grátbændi þá um miskunn. Sannleikurinn er því kominn fram og frjáls að- gangur að honum. En Bandríkjamenn sofa enn, fullir af áhyggjum af aukakílóunum og spóka sig í verslunarmiðstöðvunum. Ég hefði haldið að eftir allar þessar afhjúpanir myndu þúsundir Bandaríkjamanna fara í mót- mælavökur við þingið, að trúarleiðtogar myndu biðja guð fyrirgefningar og hryllingurinn myndi kalla fram almenn viðbrögð líkt og þegar hreyf- ingin gegn þrælahaldi myndaðist á nítjándu öld- inni. Svo að við umorðum ummæli Abrahams Lin- colns; ef ekki er rangt að beita pyntingum, er ekkert rangt. Samt hefur ekkert slíkt gerst. Það er ekkert uppnám í kirkjum og bænahúsum gyðinga í Bandaríkjunum, hvorki leiðtogar kristinna manna né gyðinga hrópa eftir réttlæti í nafni Jesú, sem var pólitískur fangi og beittur pyntingum, eða Jahve, sem krefst réttlætis. Ég spurði kunningja, sem þekkir til samstarfs trúarhreyf- inga, hvernig á þessu stæði. Hann svaraði: „Hefðbundnum kirkjum stendur á sama af því að þær eru á bandi repúblikana. Og í bænahúsum gyðinga stendur mönnum á sama af því að fangarnir eru arabar.“ Það var þá, sem ég gerði mér grein fyrir því að ég gæti ekki elskað land mitt eins og nú stendur á. Hvernig getur mér staðið á sama um örlög svona fólks? Ef Bandaríkjamenn hugsa svona, ef við erum svona, eigum við stjórnarskrána og réttindaskrá okkar ekki skilið. Meira að segja hinu rómaða dóms- kerfi okkar hefur mistekist að koma í veg fyrir augljós brot. Alríkisdómstóll hefur komist að þeirri niðurstöðu að herdómstólakerfið geti áfram notað gögn, sem fengin eru fram með pynt- ingum, gegn hinum ákærðu. Annar dómstóll dæmdi nýlega að forsetinn gæti kallað hvern sem er, hvar sem er „óvinveittan vígamann“ og sett hann eða hana í varðhald án tímamarka. Bandaríkjamenn standa því með glæpastjórn. Við erum orðin að út- lagaþjóð – þjóðarétti og stöðugleika í heiminum stafar skýr og bráð hætta af okkur – á meðal siðmenntaðra þjóða, sem hafa verið bandamenn okk- ar. Við erum – með réttu – á lista Kan- ada yfir skálkaríki, sem beita pynt- ingum. Evrópa er enn í vímu eftir nýlega heimsókn Baracks Obama. Margir Bandaríkja- menn vona einnig að sigur Obama í nóvember muni binda enda á þessa martröð. En nú er ekki tíminn til að falla fyrir ímyndunum. Jafnvel þótt Obama sigri gæti staða hans verið verulega veik. Bush-stjórnin hefur búið til kerfi lögleysu, sem nær langt út fyrir landamærin og án alþjóðlegrar íhlutunar getur hann einn hvorki stöðvað né stjórnað því. Einkarekin öryggisfyrirtæki á borð við Blackwater verða enn til staðar og þurfa hvorki að standa honum né þinginu reikningsskil. Þau hafa einnig haldið fram að þau séu ekki heldur bundin af alþjóðlegum sáttmálum. Vopnaframleiðendur og samskiptaiðnaðurinn eiga milljarða dollara undir því að áfram verði „stríðið gegn hryðjuverk- um“ magnað upp og nýi, hnattræni eftirlitsmark- aðurinn mun beita hálaunuðum her almanna- tengla sinna til að verja sína hagsmuni. Þess utan verður Obama – verði hann kjörinn – heftur af eigin flokki. Stjórnmálaflokkarnir í Bandaríkjunum líkjast í fáu öguðum hreyfingum eins og þær þekkjast í þingræðisríkjum í Evrópu og víðar. Demókratar á þingi verða jafnvel enn klofnari eftir kosningarnar í nóvember ef íhalds- samir frambjóðendur þeirra sigrast á sitjandi re- públikönum, sem eru laskaðir vegna tengsla sinna við Bush. Vissulega hafa tilteknir demókratar hleypt af stokkunum yfirheyrslum á þingi vegna misbeit- ingar Bush-stjórnarinnar á valdi sínu. Því miður er lítill þrýstingur á að auka umfang opinberra rannsókna og tryggja að menn verði dregnir til ábyrgðar, meðal annars vegna þess að umfjöllun fjölmiðla er nánast engin. En þótt þrýstingur í grasrótinni hafi ekki virk- að, hafa peningar enn áhrif. Við þurfum á því að halda siðmenntaðar þjóðir beiti Bandaríkin þrýst- ingi, meðal annars með því að beina fjárfestingum annað. Margar kannanir hafa sýnt að það hefur áhrif í þróunarríkjum að tengja fjárfestingar lýð- ræði, mannréttindum og umbótum. Það er engin ástæða fyrir því að það geti ekki haft áhrif gegn risaveldi heimsins. Við þurfum einnig alþjóðlega samþætta leið til að sækja til saka stríðsglæpamenn úr öllum þrep- um valdastigans – einstök ríki hafa sett fram ásakanir, til dæmis Ítalía og Frakkland. Þótt Bandaríkin hafi ekki undirritað stofnsáttmála al- þjóða glæpadómstólsins eru brot á þriðju grein Genfarsáttmálans stríðsglæpir og hægt er að lög- sækja hvern þann, sem þau fremur – meira að segja forseta Bandaríkjanna – í hverju þeirra 193 ríkja, sem einnig hafa undirritað hann. Allur heimurinn getur lagst gegn þessum glæpamönn- um. Bandarískt útlagaríki er alheimsvandamál, sem alþjóðasamfélaginu stafar hætta af. Ef þessi rík- isstjórn kemst upp með að virða þjóðarétt vettugi, hvað á þá að koma í veg fyrir að næsta stjórn – eða þessi stjórn reyni hún að halda völdum áfram í skjóli neyðarástands – gangi lengra og beini spjót- um sínum að pólitískum andstæðingum heima fyr- ir og erlendis? Við Bandaríkjamenn erum ófærir um að hjálpa okkur sjálfir eins og staðan er nú. Við erum eins og fíklar eða sjúklingar, sem vilja ekki lækningu og þurfum á vinum að halda til að skerast í leikinn. Minnist okkar eins og við vorum þegar við vorum upp á okkar besta og grípið til aðgerða til að bjarga okkur – og heiminum – frá sjálfum okkur. Þá get ég kannski orðið ástfangin af landinu mínu á ný. Kæri heimur, vinsamlegast komdu vitinu fyrir Bandaríkin Eftir Naomi Wolf »Ef þessi rík- isstjórn kemst upp með að virða þjóða- rétt að vettugi, hvað á þá að koma í veg fyrir að næsta stjórn – eða þessi stjórn reyni hún að halda völdum áfram í skjóli neyðarástands – gangi lengra...? Naomi Wolf Höfundur er meðstofnandi bandarísku lýðræð- issamtakanna American Freedom Campaign og nýj- asta bók hennar er The End of America: Letter of Warning to a Young Patriot og bókin Give me Li- berty: How to Become an American Revolutionary er væntanleg. ©Project Syndicate, 2008. Heiðursmenn Geir Jón Þórisson og Ólafur Ragnar Grímsson voru klæddir í sitt fínasta púss í tilefni gærdagsins. Þá sór Ólafur Ragnar embættiseið í fjórða sinn. Glæsibifreiðin setur punktinn yfir i-ið. Frikki Blog.is Kristinn Petursson | 1. ágúst Þorskurinn getur bjarg- að fjárhagslegu sjálf- stæði þjóðarinnar Nú þegar allt bendir til frekari tafa – eða óvissu um álver á Bakka og í Helguvík, þá verða allir að taka höndum saman og ræða möguleika á aukinni þorskveiði – með endurnýjuðu hugrekki. … Í stað þess að „taka lán til að efla gjald- eyrisforðann“ … aukum við þorskkvótann til að efla gjaldeyrisforðann … Þorskurinn er undirstaðan að velmegun þjóðarinnar og getur nú enn – og aftur – bjargað fjárhagslegu sjálfstæði okkar. Meira: kristinnp.blog.is Gestur Guðjónsson | 1. ágúst Landsbyggðarstyrkur fer á Reykjanesið … Á eftir að kynna mér sjálf- an úrskurð umhverf- isráðherra, en nú er ljóst að ráðherra iðnaðarmála, sem er um leið ráðherra byggðamála hefur engan annan möguleika en að úthluta Helgu- víkurálverinu þeim losunarheimildum sem eftir er að úthluta. Kapphlaupinu milli Húsavíkur og Helguvíkur er nær örugglega lokið með úrskurði Þórunnar Sveinbjarnardóttur. Meira: gesturgudjonsson.blog.is Jens Guð | 1. ágúst Hver uppreisti æru Árna Johnsen? Í umræðunni um kæru Árna Johnsen á hendur Agnesi Bragadóttur er ítrekað talað og skrifað um að sjálfur forseti Ís- lands hafi uppreist æru Árna og fjarlægt allt ljótt sem skráð var á sakavottorð hans. Þetta er rangt. Margt má gagnrýna forsetann fyrir. En hann er saklaus af því að hafa uppreist æru Árna. Sá gjörningur var gerður í skjóli nætur að forsetanum fjarstöddum. Forsetinn brá sér út fyrir landsteinana til 2-3 daga. Hann var rétt nýbúinn að spenna á sig beltið í flugvélinni þegar Björn Bjarnason og félagar, svokallaðir handhafar forseta- valds, brugðu skjótt við og uppreistu æru vinarins. Meira: jensgud.blog.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.