Morgunblaðið - 02.08.2008, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 2008 35
✝ Sigurbjörg BóelMalmquist Jó-
hannsdóttir fæddist
í Borgargerði við
Reyðarfjörð 17.
nóvember 1915.
Hún lést 20. júlí síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Krist-
rún Bóasdóttir ljós-
móðir, f. 23. des.
1882, d. 30. des.
1927 og Jóhann Pét-
ur Malmquist Jó-
hannsson, bóndi í
Borgargerði f. 26.
okt. 1877, d. 16. mars 1936.
Systkini Sigurbjargar voru Jó-
hanna Sigurbjörg, f. 3. nóv.1904,
d. 13. des.1986. Bóas, f. 21. jan.
1906 d. 4. mars 1925. Jóhann Eð-
vald, f. 11. jan. 1907, d. 8. nóv.
1977, Gunnar, f. 9. feb. 1908, d. 4.
mars 1925. Margrét f. 7. maí 1909,
d. 1910. Anna Lovísa, f. 25. des.
1910, d. 10. des. 2006. Hildur Em-
ilía, f. 10. sept. 1912, d. 19. des.
2006. Margrét, f. 20. feb. 1914, d.
22. des. 1920. Stúlka f. 17. júlí
1917, dó í fæðingu. Eðvald Bruns-
ted, f. 24. feb. 1919, d. 17. mars
f. 24. jan. 1964, og eiga þau þrjú
börn. 2) Guðrún Bóel, f. 9. mars
1939, gift Viðari Hjartarsyni, f. 28.
okt. 1937. Börn þeirra eru a)
Harpa, f. 5. júlí 1965, gift Önundi
S. Björnssyni, f. 15. júlí 1950, og
eiga þau þrjú börn. b) Heimir, f. 8.
des. 1971.
Hinn 2. sept. 1951 giftist Sig-
urbjörg Axel Jóhannessyni, kenn-
ara, frá Gunnarsstöðum í Þist-
ilfirði, f. 30. apríl 1918, d. 12.
nóv.1999. Dóttir þeirra er Kristín
Margrét, f. 17. ágúst 1951, gift
Árna Árnasyni frá Höskuldarnesi
v/ Raufarhöfn, f. 9. jan. 1953.
Börn þeirra: a) Árni, f. 23. júlí
1975, í sambúð með Kolbrúnu
Björnsdóttir, f. 9. feb. 1974. Árni á
eina dóttur. b) Axel, f. 24. ágúst
1979. Hann á eina dóttur. c) Jó-
hannes, f. 18. mars 1983. d) Hel-
ena, f. 27 okt. 1984.
Sigurbjörg hlaut þeirra tíma
barnafræðslu á Reyðarfirði og fór
síðan í Húsmæðraskólann á Hall-
ormsstað, einnig stundaði hún
nám í fatasaumi. Eftir að Guðjón
dó vann Sigurbjörg við ýmis þjón-
ustustörf á sumrin, en við sauma á
veturna. Í nokkur ár starfaði hún
við hótelið í Reykjaskóla í Hrúta-
firði. Umhyggja fyrir börnum sín-
um og velferð þeirra var henni
efst í huga enda oft erfitt á þessum
árum.
Að ósk Sigurbjargar fór útför
hennar fram í kyrrþey.
1985. Kristín Petra,
f. 26. okt. 1920, d. 1.
jan. 1922. Unnur Sig-
ríður, f. 29. sept.
1922, d. 4. maí 2007.
Rakel Kristín, f. 22.
mars 1924. Guðlaug
Ingibjörg, f. 22 mars
1924. Kristrún, f. 19.
maí 1926.
Hinn 18. nóv. 1933
giftist Sigurbjörg
Guðjóni Jónssyni,
járnsmið frá Þorpum
í Steingrímsfirði, f. 1.
maí 1904, d. 19. apríl
1940. Foreldrar hans voru El-
inborg Benediktsdóttir, húsfreyja
og Jón Guðmundsson, bóndi í
Þorpum. Sigurbjörg og Guðjón
bjuggu í Reykjavík. Börn þeirra
eru: 1) Jón Ellert, f. 23. mars 1936,
kvæntur Sólveigu S. Guðbjarts-
dóttur, f. 8. apríl 1940, d. 4. nóv.
2000. Börn þeirra eru a) Guðjón
Axel, f. 18. apríl 1962, kvæntur
Bjarneyju H. Hilmarsdóttur, og
eiga þau tvö börn. b) Guðbjartur
Ellert, f. 15. júní 1963, og á hann
þrjú börn. c) Sigurbjörg Rún, f. 29.
maí 1968, gift Leonard Birgissyni,
Ég kynntist Sigurbjörgu, sem í
kunningjahópi og innan fjölskyld-
unnar var ævinlega kölluð Bogga,
veturinn 1947–1948 í Reykjaskóla í
Hrútafirði. Ég var nemandi en hún
vann í eldhúsi og borðstofu. Bróðir
minn Axel var kennari við skólann.
Felldu þau hugi saman og giftust.
Fluttust til Reykjavíkur og gerðist
Axel kennari við Laugarnesskólann.
Þau keyptu sér hús við Barðavog 21.
Svo kom lítil stúlka, sólargeisli, inn í
líf þeirra. Hún var skírð Kristín
Margrét – Stína Magga. Aðalbjörg
dóttir mín var jafngömul henni og
jók það á samgang milli heimilanna.
Bogga og Axel voru ákaflega gest-
risin og eru mér í minni afmælin
hennar Stínu Möggu, sem voru fjöl-
mennar og mjög skemmtilegar sam-
komur. Einnig hafði Bogga heimboð
á afmælum Axels. Um jól sendum
við eina jólagjöf í Barðavoginn, til
baka komu ein til fimm eftir því sem
börnunum fjölgaði hjá okkur. Kom
Axel með gjafirnar á aðfangadag
klæddur viðeigandi einkennisbún-
ingi í tilefni dagsins. Við hjónin spil-
uðum oft bridds við Boggu og Axel.
Bogga var góður og vandvirkur spil-
ari. Axel hafði líka gaman af að spila
en átti til kæruleysi, sagði stundum
þrjú grönd jafnvel þó einn litinn
vantaði. Hlaut að launum hvasst
augnatillit eiginkonunnar. Oftast
þegar við sátum að spjalli eða við
spilaborðið hafði hún yfir sér fallegt
prjónasjal. Þetta sjal hafði Þuríður
föðursystir mín gefið henni fyrir
mörgum árum í heimsókn Boggu í
Gunnarsstaði. Ég sat hjá henni fyrir
nokkru á Vífilsstöðum, vorum við að
rifja upp gamlar endurminningar.
Biður hún mig að rétta sér sjalið frá
Þuríði frænku því sér sé hálf-kalt.
Ég kveð nú, eftir sextíu ára kynni,
mágkonu mína með kærri þökk. Ég
og fjölskylda mín sendum Ellert,
Guðrúnu, Stínu Möggu og öðrum
ættingjum innilegar samúðarkveðj-
ur.
Arnþrúður Margrét
Jóhannesdóttir (Dúa).
Amma mín, Sigurbjörg Bóel, var
svo lánsöm að lifa löngu lífi við góða
heilsu. Þótt hún hafi verið ferðbúin
og jafnvel farin að bíða eftir því að
kallið kæmi fyllast augu mín tárum
og hjartað söknuði þegar kemur að
kveðjustund.
Alla tíð var ég mikið með ömmu
og afa. Ég hafði jafngaman af hest-
um og þau og fékk alltaf að vera
með. Amma mín var kjarkmikill,
laginn og öruggur reiðmaður sem
notaði hyggindi fremur en hörku á
hrossin sín. Áreiðanlega drauma-
knapi hvers hests, létt í hnakki og
létt á taumum, enda gengu öll hross
undir henni og báru sig vel. Reynd-
ar bar hún langt en fíngert ör á enn-
inu eftir ævintýrin á hestbaki og
þegar langömmubörnin áttuðu sig á
því var hún strax talin skyld Harry
Potter enda gat hún beitt ýmsum
töfrum og verið mjög leyndardóms-
full.
Amma missti fyrri mann sinn að-
eins 24 ára gömul, var þá orðin
ekkja með 2 ung börn. Höfðu þau
einnig tekið að sér yngstu systur
ömmu, Dúnu, þegar hún var 7 ára.
Hún hefur eflaust reynst ömmu
jafnvel þá og hún átti eftir að gera
síðar þegar líða tók á seinni hlutann.
Amma lærði kjólasaum og sá fyrir
sér og sínum með saumaskap. Hún
gat töfrað fram fegurstu flíkur úr
engu, að því er virtist. Eitt sinn þeg-
ar ég kom í heimsókn hafði hún
saumað náttkjól sem var svo falleg-
ur að við lá að ég færi að skæla.
Barbífötin voru líka mjög flott,
barbíbuxurnar voru meira að segja
með vösum. Hún prjónaði lopapeys-
ur og lagði varla frá sér prjónana,
prjónaði alltaf þegar hún sat í bíl og
ef lopinn kláraðist tilkynnti hún
mæðulega að nú væri hún orðin at-
vinnulaus. Þá átti hún það til að fara
að syngja rútusöngva, okkur barna-
börnunum til ánægju en uppkomn-
um börnum sínum heldur til ama.
Þessir tónleikar urðu til þess að við
lærðum þó nokkuð af söngtextum.
Ömmu fannst gaman að lyfta sér
upp, sérstaklega með systrum sín-
um en þær voru allar afar nánar og
nutu þess að eiga hver aðra að.
Amma og afi spiluðu mikið bridge
og amma hélt því áfram eftir að afi
var dáinn og alltaf var verið að
spyrja eftir henni til spilamennsku
þar sem hún bjó á Aflagranda. Hún
hafði yfirleitt betur í spilunum, enda
bráðgáfuð. Reyndar finnst mér hún
alltaf hafa orðið hálf sambandslaus
og detta í einhvers konar trans við
spilaborðið. Ekki gat ég lært þessa
íþrótt. Ömmu tókst bara að kenna
mér að leggja kapal, hvort það var
vegna lítilla kennsluhæfileika henn-
ar eða hæfileikaskorts nemandans
skal ósagt látið.
Amma reið út til 82 ára aldurs og
sagði stundum: „Úr því að þú hættir
ekki, hætti ég ekki“. Við brölluðum
margt í hestamennskunni í gegnum
tíðina, böðuðum hestana í volga
læknum í Blesugrófinni, riðum á
Skógarhóla, upp að Kolviðarhóli og
út í hafsauga á fjörunni í Leirvog-
inum, vorum sammála, ósammála og
áttavilltar, fórum í sólbað í hvamm-
inum við Leirvogsá og drukkum kók
og kaffi sem afi færði okkur.
Nú eru amma og afi bæði horfin
frá okkur og efst í huga mér er
þakklæti til þeirra beggja
fyrir þolinmæðina, umhyggjuna
og skemmtunina á ferð okkar í
gegnum lífið.
Harpa Viðarsdóttir.
Sigurbjörg Malmquist
Jóhannsdóttir
✝
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og
útför elskulegrar systur okkar,
VALBORGAR ELÍSABETAR ÞÓRÐARDÓTTUR.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Droplaugar-
staða fyrir góða umönnun undanfarin ár.
Systkinin frá Hergilsey.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför móður okkar, tengdamóður,
ömmu, langömmu og langalangömmu,
MAGNÞÓRU J. ÞÓRARINSDÓTTUR,
Kirkjuvegi 1,
Keflavík,
áður Húsatóftum Garði.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunar
Suðurnesja fyrir góða og alúðlega hjúkrun og umönnun.
Þórarinn S. Guðbergsson, Ingunn Pálsdóttir,
Bergþóra Guðbergsdóttir, Ólafur Sigurjónsson,
Jens Sævar Guðbergsson, Ólöf Hallsdóttir,
Theodór Guðbergsson, Jóna Halla Hallsdóttir,
Rafn Guðbergsson, Rósbjörg S. Olsen,
Reynir Guðbergsson, Salvör Gunnarsdóttir,
Anna Guðbergsdóttir, Kristján Gestsson,
Ævar Ingi Guðbergsson, Svava G. Sigurðardóttir,
ömmu-, langömmu- og langalangömmubörn.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og
hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
SIGRÍÐAR INGIBJARGAR SVEINSDÓTTUR
frá Deplum.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk Heilbrigðisstofnunar
Siglufjarðar fyrir góða umönnun.
Haukur Ástvaldsson, Sigurlína K. Kristinsdóttir,
Sveinn Ástvaldsson, Sigríður K. Skarphéðinsdóttir,
Annetta M. Norbertsdóttir,
Reynir Ástvaldsson,
Lilja Ástvaldsdóttir, Pétur S. Bjarnason,
Sigurjóna Ástvaldsdóttir, Bjarni K. Stefánsson,
Kristján Ástvaldsson, Sylvía D. Eðvaldsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar
móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
HALLDÓRU RÖGNU HANSEN,
Lautasmára 3,
Kópavogi.
Einnig kærar þakkir til starfsfólks á lungnadeild
Landspítalans Fossvogi fyrir góða umönnun.
Arnbjörg Anna Guðmundsdóttir, Gunnar H. Sigurðsson,
Guðný María Guðmundsdóttir, Magnús Árnason,
Guðjón Rúdolf Guðmundsson, Vigdís Sveinsdóttir,
Guðmundur Gils Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð
og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu
minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
RAGNHILDAR SMITH,
Furugerði 1,
Reykjavík.
Birgir Breiðdal,
Sif Ragnhildardóttir,
Guðmundur Breiðdal, Elín María Ingólfsdóttir,
Laufey Ásta Breiðdal,
Birgir Breiðdal, Ása Heiður Rúnarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg fóstra mín og systir,
GUÐRÚN BERGRÓS TRYGGVADÓTTIR,
Svertingsstöðum I,
Eyjafjarðarsveit,
lést á dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, aðfaranótt
föstudagsins 1. ágúst.
Jarðarförin auglýst síðar.
Fyrir hönd vandamanna,
Hansína María Haraldsdóttir,
Haraldur Tryggvason.
✝
Þökkum innilega samúð, vináttu og hlýhug við
andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður
okkar, tengdaföður, afa og langafa,
ODDS GUÐJÓNS ÖRNÓLFSSONAR,
Hlíf II,
Ísafirði.
Guð blessi ykkur öll.
Kristín Guðrún Jónsdóttir,
Þórhildur Oddsdóttir, Jónatan Hermannsson,
Margrét Oddsdóttir, Ólafur G. Jónsson,
Örnólfur Oddsson, Védís Ármannsdóttir,
Jón Halldór Oddsson, Martha Ernstdóttir,
Gunnar Oddsson, Sólveig Guðnadóttir,
Bára Elíasdóttir, Óskar Ármannsson,
barnabörn og barnabarnabarn.