Morgunblaðið - 02.08.2008, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 02.08.2008, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 2008 41 MESSUR Á MORGUN AKUREYRARKIRKJA | Helgistund kl. 11. Prestur sr. Sólveig Halla Kristjánsdóttir. Heimir Bjarni Ingimarsson, söngvari, syng- ur og leikur undir söng. ÁBÆJARKIRKJA í Austurdal | Árleg messa kl. 14.30. Sóknarpresturinn sr. Ólafur Hallgrímsson þjónar fyrir altari og predikar. Einsöng syngur Jóhann Már Jó- hannsson, organisti er Rögnvaldur Val- bergsson. Að lokinni messu er kirkjugest- um boðið í kaffi heim að Merkigili og er það í boði systkina Helga heitins Jóns- sonar sem var síðasti ábúandi á Merkigili ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Tónlist, hugleiðing um lífið og tilveruna. Sr. Þórir þjónar fyrir altari og prédikar. Tækfæri að spjalla við sr. Þóri og fleira fólk til að spjalla við. ÁSKIRKJA | Messa kl. 11, sú fyrsta að af- loknu sumarleyfi starfsfólks Áskirkju. Sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir alt- ari ásamt Margréti Svavarsdóttur djákna. Kór Áskirkju syngur, organisti Magnús Ragnarsson. BORGARNESKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 20. Ritningarlestrar, hugleiðing, org- anleikur, bænagjörð. Organisti Steinunn Árnadóttir. Velkomin til kyrrðarstundar í helgidóminum á verslunarmannahelgi. Guðsþjónusta á Dvalarheimili aldraðra kl. 15.30. BÚSTAÐAKIRKJA | Ekki verður messa 3. ágúst. Starfsfólk kirkjunnar hefur frí þessa einu helgi ársins. Bent er á þjón- ustu í öðrum kirkjum borgarinnar. DIGRANESKIRKJA | Hjallakirkja/ Digraneskirkja/Kópavogskirkja/ Lindakirkja hafa sameiginlegt helgihald í sumar í söfnuðum Kópavogs. Helgistund kl. 11 í Digraneskirkju, prestur sr. Yrsa Þórðardóttir. digraneskirkja.is DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Sr. Hjálmar Jónsson prédikar, sönghópur úr Dómkórn- um syngur, organisti er Marteinn Frið- riksson. EFRA-Núpskirkja Miðfirði | Hefðbundin sumarmessa verður í dag, laugardag, kl. 14. Sagnamaður af Grettishátíð verður gestur. Organisti Pálína F. Skúladóttir, prestur sr. Guðni Þór Ólafsson. FRÍKIRKJAN KEFAS | Samkoma fellur nið- ur í dag vegna Verslunarmannahelgar. Samkoma næsta sunnudag kl. 20. GARÐAKIRKJA | Stutt helgistund kl. 20. Beðið fyrir þjóð á ferð og slysalausri um- ferð. Sr. Friðrik J. Hjartar leiðir stundina, Jón Ólafur Sigurðsson, organisti, og fé- lagar úr Kór Vídalínskirkju annast tónlist- ina. Rúta fer frá Vídalínskirkju kl. 19.30, Jónshúsi kl. 19.35 og frá Hleinum kl. 19.40. Ekið til baka að stundinni lokinni. GRAFARVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Guðrún Karlsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari, kór Grafarvogskirkju syngur, organisti er Helga Þórdís Guð- mundsdóttir. GRENSÁSKIRKJA | Messa fellur niður um verslunarmannahelgina. GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili | Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Hjálmar Jónsson. Organisti Sólborg Valdimars- dóttir. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Org- anisti Arngerður María Árnadóttir. HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Organisti Douglas A. Brotchie, prestur Tómas Sveinsson. HJALLAKIRKJA | Sameiginlegt helgihald í sumar í söfnuðum Kópavogs. Helgistund kl. 11 í Digraneskirkju. Sr. Yrsa Þórð- ardóttir þjónar. Sjá nánar á heimasíðum kirknanna. HJÁLPRÆÐISHERINN Reykjavík | Sam- koma kl. 20 í umsjón Anne Marie Rein- holdtsen. Ferðamannakirkja er opin mánudaga til laugardaga kl. 8-11 og kl. 19-22, sunnudaga kl. 18-20. Morg- unstund alla daga kl. 10.30 og „Hour of power“ (máttartími) kl. 21. Dagsetrið á Eyjarslóð 7 er opið alla daga kl. 14-17. Nytjamarkaður á Eyjarslóð 7 og fatabúð í Garðastræti 6 eru opin alla virka daga kl. 13-18. HÓLADÓMKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur sr. Gísli Gunnarsson. Organisti Jóhann Bjarnason. Tónleikar kl. 14. Hallfríður Ólafsdóttir og Magnea Árnadóttir flautu- leikarar segja sögu flautunnar í tali og tón- um. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía | Sam- komur falla niður vegna Kotmóts í Kirkju- lækjarkoti, Fljótshlíð. Dagskrá er að finna á www.123.is/kotmot Ath. beinar útsend- ingar af samkomunum á útvarpsstöðinni Lindin. KAÞÓLSKA KIRKJAN Péturskirkja, Akureyri | Messa kl. 11 og laugardag kl. 18. Kapúsínaklaustrið á Kollaleiru Reyðarf. | Messa kl. 11. Jósefskirkja, Hafnarfirði | Messa kl. 10.30 og virka daga kl. 18.30. Karmelklaustur, Hafnarfirði | Messa kl. 8.30 og virka daga kl. 8. Barbörukapella, Keflavík | Messa kl. 14. Kristskirkja, Landakoti | Messa kl. 10.30 og á ensku kl. 18. Virka daga er messa kl. 18. Mánudaga, miðvikudaga og föstu- daga er messa á latínu kl. 8.10. Laug- ardaga er barnamessa kl. 14 að trú- fræðslu lokinni. Stykkishólmur | Messa kl. 10 og virka daga kl. 18.30. Ísafjörður | Messa kl. 11. Flateyri | Messa 2. og 3. sunnudag í mán- uði kl. 16. Suðureyri | Messa 1. og 4. sunnudag í mánuði kl. 16. Maríukirkja við Raufarsel, Rvk | Messa kl. 11 og virka daga kl. 18.30. Laug- ardaga er messa á ensku kl. 18.30. Riftún í Ölfusi | Messa kl. 16, miðviku- daga kl. 20. KÓPAVOGSKIRKJA | Sóknarprestur er í sumarleyfi en kirkjan er opin á opn- unartímum. Næsta guðsþjónusta verður 10. ágúst. Sjá helgihald í öðrum kirkjum Kópavogs. LANDSPÍTALI | Guðsþjónusta í Fossvogi kl. 10.30 á stigapalli á 4. hæð. Rósa Kristjánsdóttir djákni og Helgi Bragason organisti. LANGHOLTSKIRKJA | Messa kl. 11. Finnskur kór, Porin Laulajat frá Björneborg í Finnlandi, syngur við messuna sálma frá Finnlandi og Íslandi. Hjörtur Pálsson, guð- fræðingur og skáld, flytur ávarp og þjónar ásamt sóknarpresti, sr. Jóni Helga Þór- arinssyni. Organisti Bjartur Logi Guðna- son. Kaffisopi eftir stundina. LAUGARNESKIRKJA | Helgistund kl. 20. Umsjón hefur Ragnheiður Sverrisdóttir djákni. Nánari upplýsingar á heimasíðunni laugarneskirkja.is LINDASÓKN í Kópavogi | Líkt og und- anfarin sumur eru söfnuðirnir í Kópavogi með sameiginlegt helgihald yfir sum- armánuðina. 3. ágúst kl. 11 er messa í Digraneskirkju. Sr. Yrsa Þórðardóttir . NESKIRKJA | Messa kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédirkar og þjónar fyrir altari. Kaffii og spjall eftir messu á Torginu. ÓLAFSVALLAKIRKJA á Skeiðum | Messa kl. 21. Prestur sr. Axel Árnason. REYNIVALLAKIRKJA í Kjós | Messa helg- uð útivist er kl. 14. Heitt á könnunni eftir messu. Góð aðstaða fyrir hross. Prestur Gunnar Kristjánsson. SALT kristið samfélag | Háaleitisbraut 58- 60, 3. hæð. Samkoma kl. 17. Vitn- isburðar - og samfélagsstund. SELJAKIRKJA | Messa fellur niður í dag, 3. ágúst. Messa kl. 20 sunnudaginn 10. ágúst. Sr. Bolli P. Bollason og Aase Gunn Gutt- ormsen þjóna, kór Seljakirkju leiðir söng- inn, organisti Jón Bjarnason. Alt- arisganga. SELTJARNARNESKIRKJA | Kyrrðarstund kl. 11 í umsjón sr. Sigurðar Grétars Helga- sonar. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa kl. 17. Prestur sr. Egill Hallgrímsson sókn- arprestur, organisti Glúmur Gylfason. Flutt verður tónlist frá sumartónleikum helg- arinnar. STÓRA Núpskirkja | Messa kl. 14. Messukaffi við kirkjuna. Fólk er hvatt til að koma ríðandi til kirkjunnar að þessu sinni en við Stóra-Núpskirkju er forn hestarétt. ÞINGEYRAKIRKJA Húnavatnsprófasts- dæmi | Messa kl. 14. Prestur sr. Guðni Þór Ólafsson. Kirkjan er opin virka daga kl. 10-17 til 31. ágúst. ÞINGVALLAKIRKJA | Messa kl. 14. Ef veð- ur leyfir verður messað útifyrir kirkjunni. Blásarakvartett leikur undir stjórn Guð- mundar Vilhjálmssonar organista. Krist- ján Valur Ingólfsson predikar og þjónar fyr- ir altari. Orð dagsins: Farísei og tollheimtu- maður. Morgunblaðið/Sigurður ÆgissonÁbæjarkirkja, Austurdal í Skagafirði. (Lúk. 18) Magnús Carlsen missti af sigrinum SKÆRASTA stjarna skákarinnar í dag, Magnús Carlsen, lenti óvænt í mótbyr á skákmótinu í Biel sem lauk sl. fimmtudag. Hann var búinn að tryggja sér goða eftir sex umferðir en í þeirri sjöundu tapaði hann með hvítu fyrir Rússanum Evgení Alek- seev. Óhætt er að fullyrða að Magnús hafi teygt sig of langt í þeirri skák en hann gat margsinnis tekið jafntefli en hélt áfram að tefla til sigurs þó að staðan á borðinu gæfi alls ekki tilefni til þess. Svo fór að lokum að Alekssev náði að sigra eftir maraþon-viður- eign. Þetta opnaði mótið upp á gátt, sér- staklega þó fyrir Kúbverjann Dom- inguez sem hafði fengið „gjöf“ í 6. umferð er hann vann Onitsjúk í stein- dauðri og alþekktri jafnteflisstöðu með hrók, riddara og kóng gegn kóngi og hrók. Það er athyglisvert að annað veifið tapa menn þessari stöðu og er frægt þegar Judit Polgar lék sig í mát gegn Kasparov á einu af Linares-mótunum. Staðan sem kom upp eftir 88 leiki var þessi: Biel 2008; 6. umferð: (Sjá stöðumynd) Alexander Onitsjúk – Peres Dominguez 88. Hd7?? Eftir þennan slaka leik sem er þó rökréttur – leppar riddarann – verð- ur stöðu hvíts ekki bjargað. 88. … Kc2! 89. Ka3 eða 89. Ha7 Hb2+ og mátar eða vinnur hrókinn 89. … Rc6 90. Ka4 Hb4+ 91. Ka3 Hb5 – hvítur á enga viðunandi vörn við máthótuninni á a5 og gefst því upp. Magnús náði sér ekki á strik á loka- sprettinum og gerði jafntefli í öllum skákum sínum en Dominguez virtist vera með pálmann í höndum og þurfti aðeins jafntefli í lokaumferð- inni gegn Bacrot. Hann tapaði hins- vegar og Alekseev komst upp við hliðina á honum með sigri yfir heimamanninum Pelletier. Loka- staðan varð því þessi: 1.-2. Evgení Alekseev (Rússland) og Peres Dominguez (Kúba) 6½ v. (af 10) 3. Magnús Carlsen (Noregur) 6 v. 4. Etienne Bacrot (Frakkland) 5½ v. 5. Alexander Onitsjúk (Banda- ríkin) 4 v. 6. Yannick Pelletier (Sviss) 1½ v. Ekki var látið staðar numið við lokaúrslitin því til þess að fá fram sigurvegara urðu Alekseev og Dom- inguez að heyja einvígi. Fyrst tefldu þeir tvær 15 mínútna skákir sem lauk báðum með jafntefli. Þá var tefld hraðskák, 5 2 sem lauk með jafntefli en í seinni hraðskákinni vann Alekseev og er því sigurvegari stórmeistaraflokksins í Biel. Ólympíulið karla og kvennavalið Stjórn Skáksambands Íslands hef- ur valið lið karla og kvenna sem taka þátt í Ólympíumótinu í skák í Dresden 12.-25. nóvember næsta haust. Mótið verður með breyttu fyrirkomulagi því einungis verða tefldar 11 umferðir og hvert lið getur einungis sent fimm keppendur, fjóra aðalmenn og einn varamann. Við val á karlaliðinu er m.a. stuðst við nýja reglugerð SÍ sem sam- þykkt var á aðalfundi SÍ sl. vor og kveður á um lágmarksfjölda skáka á ákveðnu tímabili til þess að menn geti verið gjaldgengir í landslið. Í kvennaliðinu fá tvær ungar skák- konur, þær Hallgerður Helga Þor- steindóttir og Elsa María Kristínar- dóttir, sitt fyrsta tækifæri á Ólymp- íumóti en þær eru í broddi fylkingar ungra stúlkna sem mjög hafa látið að sér kveða að undanförnu. Lið Íslands í opna flokknum sem svo er kallaður er skipað Hannesi Hlífari Stefáns- syni, Héðni Steingrímssyni, Henrik Danielsen, Stefáni Kristjánssyni og Þresti Þórhallssyni. Ekki hefur verið skipaður liðsstjóri en vonir munu standa til að Hellismaðurinn Gunnar Björnsson geti tekið það hlutverk að sér. Stórmeistari kvenna, Lenka Ptácníková, leiðir lið Íslands í kvennaflokki en aðrir liðsmenn eru Guðlaug Þorsteinsdóttir, Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir, Sigurlaug R. Friðþjófsdóttir og Elsa María Krist- ínardóttir. SKÁK 19. júlí-1. ágúst 2008 Skákhátíðin í Biel Morgunblaðið/ÞÖK Á 3. borði í Dresden Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir. Morgunblaðið/SÍ Nýr liðsmaður Elsa María Kristínardóttir Helgi Ólafsson helol@simnet.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.