Morgunblaðið - 02.08.2008, Síða 44
44 LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ
www.hi.is
Háskóli Íslands leitar eftir
öflugum leiðtogum
Forsetar fræðasviða við Háskóla Íslands
Háskóli Íslands hefur sett sér metnaðarfullt markmið
um að komast í hóp fremstu háskóla í heimi. Í þágu
þessa markmiðs hefur Háskóli Íslands nú tekið upp
nýtt stjórnkerfi og skipulag sem skipar honum í fimm
fræðasvið sem hvert um sig skiptist í 3-6 deildir.
Fræðasviðin eru:
» Félagsvísindasvið
» Heilbrigðisvísindasvið
» Hugvísindasvið
» Menntavísindasvið
» Verkfræði- og náttúruvísindasvið
Forseti fræðasviðs ber m.a. ábyrgð á:
» Útfærslu stefnu Háskóla Íslands á vettvangi fræðasviðs
» Öflugri liðsheild og faglegu samstarfi
» Tengslum við innlenda og erlenda samstarfsaðila
» Fjármálum og rekstri fræðasviðs og stofnana sem undir það heyra
» Starfsmannamálum
» Gæðum kennslu, rannsókna og þjónustu
» Stjórnsýslu og stoðþjónustu fræðasviðsins
Umsækjendur skulu hafa:
» Prófessorshæfi eða jafngilda hæfni
að mati valnefndar
» Leiðtogahæfileika og metnaðarfulla
og skýra framtíðarsýn
» Ríka samskiptahæfni
» Víðtæka reynslu af stjórnun
og stefnumótun
Ráðið verður í störfin til fimm ára frá 1. september nk. eða samkvæmt samkomulagi. Heimilt er að framlengja ráðningar-
tímann til allt að fimm ára til viðbótar án auglýsingar og í samræmi við reglur sem háskólaráð setur. Forsetar fræðasviða eru
ráðnir af rektor að fenginni umsögn valnefndar. Við ráðningu í störf við Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans.
Umsóknarfrestur er til 11. ágúst nk. Umsóknir skulu berast í rafrænu formi á netfangið: starfsumsoknir@hi.is.
Umsóknargögn sem ekki eru send í rafrænu formi skulu berast til starfsmannasviðs Háskóla Íslands, Sæmundargötu 6,
101 Reykjavík. Öllum umsækjendum verður svarað og þeim tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin.
Nánari upplýsingar um umsóknargögn, starfið og ráðningarferlið er að finna á slóðinni: http://www.hi.is/page/forseti.
Frekari upplýsingar um starfið og starfskjör veitir starfsmannastjóri Háskóla Íslands, netfang gjg@hi.is, sími 525 4355
eða 699 3554.
Forseti fræðasviðs starfar í umboði rektors. Hann er æðsti yfirmaður og akademískur leiðtogi fræðasviðsins og stjórnar
daglegri starfsemi þess. Með forseta fræðasviðs starfar öflugt teymi stjórnenda og sérfræðinga.
Háskóli Íslands leitar að öflugum stjórnanda og leiðtoga fyrir hvert þessara fimm fræðasviða.
Hoffell SU 80
1. vélstjóra vantar á
Hoffell SU 80
Skipið stundar uppsjávarveiðar í nót og flot-
troll.
Starfið er laust frá 1. október og þarf
viðkomandi helst að hafa VF3 í réttindi.
Minni réttindi koma þó til greina ef vantar sigl-
ingatíma.
Upplýsingar gefur Kjartan Reynisson
útgerðarstjóri Loðnuvinnslunnar hf.,
s. 470 5000, GSM 893 3009 kjartan@lvf.is
Við leitum að:
• Leikskólakennurum
• Þroskaþjálfum
• Leiðbeinendum
Í skólanum er samhentur og skemmtilegur
starfsmannahópur sem tekur vel á móti þér.
Að vinna með börnum er gefandi og
skemmtilegt starf.
Upplýsingar gefur Sveinbjörg Davíðsdóttir
leikskólastjóri í símum 566 6351 eða 861 3529.
Kjör eru skv. samningum FL og LN.
www.mos.is
Þverholti 2 • 270 Mosfellsbæ • Sími 525 6700 • Fax 525 6729 Fræðslu- og menningarsvið
Leikskólinn Hlaðhamrar
Vertu með í öflugum hópi starfsmanna þar sem ríkir góður starfsandi og vilji til góðra verka
Hlaðhamrar er fjögra deilda leikskóli sem er unnið er í anda hugmynda “Reggio Emilia”
með áherslu á skapandi starf.
Sérfræðingur
á sviði skipulagsmála
Skipulagsstofnun óskar eftir að ráða til starfa
sérfræðing á sviði skipulags- og byggingar-
mála. Um er að ræða fullt starf og æskilegt að
viðkomandi geti hafið störf 1. október 2008.
Meginverkefni
Yfirferð deiliskipulagsáætlana
Umhverfismat áætlana
Ráðgjöf og leiðbeiningar vegna deili-
skipulags
Önnur störf á sviði skipulags- og byggingar-
mála
Menntunar- og hæfniskröfur
Meistarapróf í arkitektúr, borgarskipu-
lagsfræðum eða skyldri grein
Reynsla á sviði skipulags- og byggingarmála
Frumkvæði og áhugi á skipulagsmálum
Sjálfstæði í starfi, samskiptahæfileikar og
metnaður til vandaðra vinnubragða.
Nánari upplýsingar um starfið veita Stefán
Thors (stefan@skipulag.is) og Hafdís Hafliða-
dóttir (hafdis@skipulag.is) eða í síma 595 4100.
Umsóknir um starfið þurfa að berast Skipu-
lagsstofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík eigi
síðar en föstudaginn 15. ágúst 2008.
Starfsmaður í blindraletursdeild
Blindrabókasafns Íslands
Deildin sér um að framleiða blindraletur, stækkað letur og
þreifibækur fyrir blinda og sjónskerta einstaklinga. Starfið
felur í sér að aðlaga bækur að þörfum notenda.
Leitað er að einstaklingi sem:
• Hefur almenna tölvukunnáttu auk þess að hafa reynslu
af Office pakkanum, einhver kunnátta í Photoshop og
Illustrator er kostur.
• Talar og ritar góða íslensku.
• Er lipur í mannlegum samskiptum.
• Er stundvís og reyklaus í vinnutíma.
Starfsmaður í útlánadeild
Deildin sér um alla almenna bókasafnsþjónustu. Samskipti
við lánþega, ráðleggingar um bókaval, pantanir, útsendingar
og fleira.
Leitað er að einstaklingi sem:
• Býr yfir mikilli færni í mannlegum samskiptum, er
þolinmóður og hefur áhuga á fólki.
• Hefur almenna tölvukunnáttu.
• Er mjög áhugasamur um bækur.
• Er stundvísi og reyklaus í vinnutíma.
Umsóknir sendist til Blindrabókasafns Íslands, merkt „umsókn",
Digranesvegi 5, 200 Kópavogi fyrir 10. ágúst 2008
Tvær stöður lausar til umsóknar
á Blindrabókasafni Íslands: