Morgunblaðið - 02.08.2008, Síða 50

Morgunblaðið - 02.08.2008, Síða 50
50 LAUGARDAGUR 2. ÁGÚST 2008 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLESIÐ EFNI Á miðviku-daginn var hlýjasti dagurinn á Íslandi í mörg ár. Hvert hita-metið á fætur öðru var slegið, en hitinn mældist mestur á Þing-völlum eða 29,7 stig. Það er hæsti hiti sem mælst hefur á staðl-aðri sjálf-virkri stöð á Íslandi, að því er segir á vef Veður-stofunnar. Þetta er aðeins 0,8°C lægra en lands-metið frá Teigar-horni árið 1939 (30,5°C). Lands-menn kunnu vel að meta hlýindin enda ekki oft sem þeir fá að upp-lifa daga sem þennan. Fullt var í Nauthóls-vík og í sund-laugum landsins. Alls voru um 10 hita-met slegin, flest frá ágúst-mánuði ársins 2004. Það gerðist m.a. í Reykjavík þar sem hitinn komst upp í 25 gráður. Elsta hita-metið sem féll var á Stór-höfða í Vestmanna-eyjum en það hafði staðið síðan 1924. Þá var ekki aðeins heitt við sjávar-málið heldur líka upp til fjalla. Efst á Skála-felli, í 700 metra hæð, mældist hitinn 23,1 gráða. Mörg hita-met slegin á landinu Morgunblaðið/Ómar Radovan Karadzic, fyrrverandi leið-togi Bosníu-Serba, kom fyrir Alþjóða- -sakamála- -dómstólinn fyrir Júgó- slavíu (ICTY) fyrr-verandi í Haag á fimmtu-dag. Hann var fluttur með flugi til Hollands á miðviku-dag. Fyrir dómnum neitaði Karadzic að lýsa yfir sekt eða sak-leysi. Hann sagði að Bandaríkja-stjórn hefði lofað því að hann kæmist hjá réttar-höldum Alþjóð-lega stríðsglæpa-dómstólsins í Haag ef hann léti sig hverfa. Hann sagði að Richard Holbrooke, þá-verandi samninga-maður Bandaríkja-stjórnar, hafi gert honum þetta til-boð árið 1996. Holbrooke neitar þessum ásökunum. Karadzic kom fyrir dóm-stóla Radovan Karadzic Mest verð-bólga á Íslandi Verð-bólga var mest á Íslandi í júní-mánuði af aðildar-ríkjum Efnahags- og framfara-stofnunarinnar, OECD. Tólf mánaða verð-bólga mældist 12,8% í júní á Íslandi. Næst-mest var verð-bólgan í Tyrklandi, 10,6% og þar á eftir kom Ungverja-land með 6,7%. Or-sakir geð-klofa fundnar? Vísinda-menn Íslenskrar erfða-greiningar greindu í tíma-ritinu Nature frá upp-götvun úr-fellinga í erfða-mengi manna sem tengjast geð-klofa. Slíkt tengsl hafa hingað til verið óþekkt. Kári Stefánson segist vonast til að þessi upp-götvun leiði til þess að hægt verði að greina ein-staklinga og hefja með-ferð við geð-klofa fyrr en áður. Vinnings-tillaga að LHÍ Mikið hefur verið deilt um ágæti vinnings-tillögu í sam-keppni um hönnun Lista-háskóla Íslands á Frakkastígs-reitnum. Eftir mikla um-fjöllun fjöl-miðla um sjónar-mið borgar-yfirvalda og að-standenda var fundað um málið á þriðju-dag. Ákveðið var að vinna til-löguna áfram en hún verður lögð fyrir skipu-lagsráð í næstu viku. Stutt Sam-kvæmt nýrri rann-sókn sem unnin var við Long Island-háskóla í Banda-ríkjunum eru lífs-gæði í heiminum mest hér á landi. Náði rann-sóknin til 120 landa víðs vegar um heiminn. Ísland kom einnig best út hvað varðaði efnahags-leg tæki-færi. Í rann-sókninni eru Ísland og önnur lönd sem komu vel út sögð hafa blandað sér gott „hana-stél“ efnahags-frelsis, menntunar, almanna-heilsu og alþjóða-væðingar. Ekki er sama að segja um Simbabve, Eþíópíu og Tsjad en þeim er lýst sem harðstjórnar-ríkjum og inn-viðir þeirra þykja letj-andi fyrir þjóðir þeirra. Mestu lífs-gæðin Alþjóða-viðskipta-stofnunin stóð fyrir við-ræðum um Doha-samn-ingana í Genf. Þessar við-ræður stóðu í níu daga en þá fóru þær út um þúfur. Mark-mið þeirra var að auð-velda alþjóða-viðskipti með landbúnaðar-vörur með tolla-lækkunum og auð-velda að-gang annarra vara á alþjóða-markað. Haraldur Benediktsson for-maður Bænda-samtaka Íslands segir enga sér-staka gleði í því að upp úr við-ræðunum hafi slitnað. Hann segir að þó mark-mið við-ræðnanna séu bændum ekki endi-lega hag-stæð þá sé óvissan í land-búnaðnum litlu skárri. Bænda-samtökin fá nú betri tíma til að að-laga bændur að breytingunum sem munu verða. For-maður Neytenda-samtakanna, Jóhannes Gunnarsson, segir það mikil vonbrigði að ekkert verði af þeim miklu tolla-lækkunum sem sam-tökin hafa vonast eftir. Slitnaði upp úr Doha-viðræðum Morgunblaðið/G.Rúnar Ástralska leik-konan Cate Blanchett, ein virtasta kvikmynda-leikkona heims, hefur boðið leik-hópnum Vestur-porti að setja leik-verkið Ham-skiptin eftir Franz Kafka upp í leik-húsinu í Sydney í Ástralíu í mars og apríl á næsta ári. Blanchett er list-rænn stjórnandi leik-hússins ásamt eigin-manni sínum, leik-stjóranum Andrew Upton. Rakel Garðarsdóttir, framkvæmda-stjóri Vestur-ports, segir að trú-lega hafi það haft sín áhrif að ástralski tónlistar-maðurinn Nick Cave samdi tón-list við verkið. Blanchett vill fá Vestur-port Reuters Cate Blanchett Á sunnu-daginn urðu Kristján Þór Kristjánsson, úr Kili í Mosfellsbæ, og Helena Árnadóttir úr Golf-klúbbi Reykjavíkur Íslands-meistarar í golfi. Helena varð einnig meistari árið 2006. Íslands-mótið var haldið í Vestmanna-eyjum, og það þótti gífur-lega spennandi og úr-slit réðust í bráða-bana, bæði hjá konum og körlum. „Til-finningin þegar boltinn datt í síðasta púttinu er ólýsan-leg. Hún var frá-bær,“ sagði Kristján Þór al-sæll með sigurinn sem kom mörgum mjög á óvart. Kristján og Helena Íslands-meistarar Kristján og Helena. Netfang: auefni@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.