Morgunblaðið - 15.11.2008, Qupperneq 12
12 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2008
NICOTINELL
Fæst nú hjá okkur!
®Nicotinell
er samstarfsaðili
Krabbameinsfélagsins
Fæst á sölustöðum Skeljungs á höfuðborgarsvæðinu
Aðólf
Asael
Bói
Eiðar
Eikar
Júní
Míó
Robert
Rúbar
Skær
Snæbjartur
Sporði
Styrr
Thór
Tonni
Uxi
Vincent
Vinjar
Þjóðann
Þróttur
Öxar
Asírí
Bassí
Bláey
Daðína
Eldlilja
Elsí
Grein
Idda
Jósefín
Katrína
Karlinna
Lokbrá
Lúna
Maríkó
Mýr
Pía
Skugga
Sofie
Sónata
Vetrarrós
Samþykkt á árinu
Carlos
Deimian
Deimien
Elio
Fabio
Ismael
Johnny
Lano
Maggnús
Marius
Regin
Ronald
Theo
Theó
Alessandra
Annalinda
Diana
Dórathea
Franzisca
Íslandssól
Kona
Josefine
Veronica
Zíta
Hafnað á árinu
FRÉTTASKÝRING
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
MANNANAFNANEFND hefur
það sem af er ári kveðið upp 68 úr-
skurði. Alls hafa borist fjórar um-
sóknir um millinafn og voru þær allar
samþykktar. Um var að ræða nöfnin
Vatnsfjörð, Vattar, Brekkmann og
Þor. Kynjaskipting umsókna vegna
eiginnafna er nokkuð jöfn það sem af
er ári. Þannig bárust 35 umsóknir um
karlmannsnafn og var af þeim 21 nafn
samþykkt en 14 hafnað. Alls bárust 30
umsóknir um kvenmannsnafn og voru
20 nöfn samþykkt en 10 hafnað.
Á árunum 2004 til 2006 bárust
mannanafnanefnd samtals 258 um-
sóknir um eiginnafn, 120 um karl-
mannsnafn og 138 um kvenmanns-
nafn. Á umræddu þriggja ára tímabili
samþykkti nefndin um 60% umsókna.
Var um þriðjungur umsókna um ís-
lenskt nafn en tveir þriðju umsókna
um erlent nafn eða erlendan rithátt.
Þetta kemur fram í grein Baldurs
Sigurðssonar sem nú bíður birtingar í
Hrafnaþingi 5, ársriti íslenskukenn-
ara á menntasviði Háskóla Íslands.
Baldur er dósent við HÍ og einn
þriggja nefndarmanna í mannanafna-
nefnd.
Í grein sinni bendir Baldur á að
þegar nöfn eru samþykkt séu tveir
möguleikar. Annars vegar að nafnið
sé að gerð og rithætti samkvæmt ís-
lenskri málhefð og því samþykkt án
athugasemda. Hins vegar að nafnið
uppfylli ekki ákvæði laganna um ís-
lenskan búning en sé samþykkt vegna
hefðar. Nefnir hann sem dæmi um
hvoru tveggja nöfnin: Geiri, Stína,
Kaktus, Ljósálfur, Náttmörður, Nóv-
ember, Súla, Julian og Nicole.
Þeim nöfnum sem hafnað er má
skipta í tvo hópa. Annars vegar er um
að ræða erlend nöfn með erlendri
stafsetningu eða erlend að gerð, en
slíkt nöfn eru um það bil 60% þeirra
nafna sem hafnað hefur verið. Nefnir
hann sem dæmi: Anastasia, Diana,
Christofer, Kim, Magnus og Sven.
Hins vegar er að að ræða íslensk nöfn
sem bera í sér eitthvert frávik í staf-
setningu, endingu, kyni eða samsetn-
ingu sem geri það að verkum að það
beygist ekki eðlilega í íslensku. Nefn-
ir hann sem dæmi: Mizt, Ástmary,
Hnikarr og Jóvin.
Aðólf, Júní, Maríkó og
Skugga samþykkt
Alessandra, Fabio, Maggnús, Regin og Ronald var hafnað
Morgunblaðið/Jim Smart
Hvað á barnið að heita? Þetta er sennilega ein mikilvægasta spurningin
sem allir foreldrar standa frammi fyrir enda ljóst að margt felst í nafninu.
Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur
ylfa@mbl.is
„ÞAÐ er mjög mikil stemning í hópnum og í
samfélaginu öllu,“ segir Eiríkur Hansson,
kennari við Grunnskóla Hornafjarðar, en Klak-
arnir, lið skipað nemendum í 7. bekk skólans,
unnu fyrir skömmu Íslandskeppnina í Legó-
hönnunarkeppninni (e. First Lego League). Í
maí nk. halda Klakarnir til Danmerkur til að
taka þátt í Evrópukeppninni. Er þetta annað
árið í röð sem lið frá skólanum ber sigur úr
býtum í keppninni en í fyrra voru það Ísjak-
arnir sem hrepptu titilinn.
Tölvustýrt Legó-vélmenni
Þetta er í fjórða skiptið sem keppnin er hald-
in hér á landi en sú hefð hefur skapast í
Grunnskóla Hornafjarðar að þátttakendurnir
komi úr 7. bekk. Eiríkur neitar því ekki að nú
sé komin dálítil pressa á nemendurna í 6. bekk
sem taka þátt í keppninni að ári liðnu. Þeir
geta þó ekki byrjað að æfa sig þar sem fyr-
irkomulag keppninnar er þannig að 10. sept-
ember er þraut gefin út og hafa þátttakendur
þá tvo mánuði til að undirbúa sig fyrir keppn-
ina.
Keppnin er fjórþætt. Smíða þarf vélmenni úr
tölvustýrðu Legó og forrita það til að leysa
ákveðnar þrautir. Þá þarf að leysa rannsókn-
arverkefni, skila dagbók um það og loks flytja
skemmtiatriði. Þema rannsóknarverkefnisins í
ár var loftslagsbreytingar og gróðurhúsaáhrif.
Klakarnir rannsökuðu hvernig þessir þættir
hefðu áhrif á Jökulsárlónið og Vatnajökul og
fengu upplýsingar hjá jarðeðlisfræðingi, rekstr-
araðilum Jökulsárlónsins, veðurfræðingum og
Jöklasafninu á Höfn.
Hvað skemmtiatriðið varðar eru Klakarnir
allir í tónlistarnámi og spiluðu þeir lagið Ríðum
sem fjandinn með Helga Björnssyni. Eiríkur
segir íbúa Hornafjarðar afar ánægða með sig-
urinn. „Við reynum að njóta þess að fá svona
góðar fréttir og veltum okkur aðeins upp úr
því,“ segir hann og bætir við að í tilefni þessa
góða árangurs hafi bæjarstjórnin boðið þátt-
takendunum og liðsstjórunum til kvöldverðar.
Sigursælir Klakar að austan
Ljósmynd/Björn Gísli Arnarson
Meistarar Hornfirðingarnir snjöllu, ásamt kennurunum, sælir og glaðir með verðlaunapeningana.
Krakkar frá Höfn í
Hornafirði Legómeist-
arar annað árið í röð
HÁTEIGSSKÓLI heldur upp á 40
ára afmæli sitt í dag, laugardag,
þegar opið hús verður á milli kl. 12
og 15. Skólinn fagnar því um leið að
100 ár eru frá því að forverinn, Æf-
ingadeild Kennaraskólans, hóf
starfsemi með því að bjóða fyrst
upp á kennaramenntun árið 1908.
Sýningar hafa verið settar upp
um allt hús og unnu kennarar, nem-
endur og starfsmenn að því hörðum
höndum í gær að undirbúa daginn.
Var hefðbundnu skólastarfi þá vik-
ið til hliðar.
Á vef skólans kemur fram að sýn-
ingarnar verði bæði sögulegs eðlis
og af starfinu í dag, í máli og mynd-
um. Nokkur kaffihús verða starf-
rækt á staðnum. Veitingar verða
ókeypis og í gamaldags íslenskum
stíl. Núverandi og fyrrverandi
starfsmenn, nemendur og aðrir vel-
unnarar skólans eru velkomnir.
Háteigsskóli
fagnar 40 ára
afmæli sínu
Fertugur Mikið verður um dýrðir í
Háteigsskóla í dag með opnu húsi.