Morgunblaðið - 15.11.2008, Qupperneq 22
22 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2008
BREYTINGAR sem gerðar hafa
verið á lögum um atvinnuleys-
isbætur, um rétt starfsfólks til
hlutabóta ef starfshlutfall þeirra er
skert, hafa að markmiði að sem
flestir geti verið virkir þátttak-
endur á vinnumarkaði.
ASÍ bendir á í útskýringum á
nýju reglunum að vilji fyrirtæki
bjóða starfsmönnum tímabundið,
skert starfshlutfall, t.d. úr 100% í
80%, gilda almennar reglur kjara-
samninga og laga. Það þýði að
starfsmenn eigi rétt á að starfs-
kjörum þeirra sé sagt upp með
þeim uppsagnarfresti sem hver og
einn á. Það er síðan val hvers og
eins hvort hann tekur slíku boði eða
ekki.
Leiti fyrirtæki til starfsmanna
sinna um að skerðingu á starfshlut-
falli með tilheyrandi lækkun launa
komi til framkvæmda án uppsagn-
arfrests getur hver og einn hafnað
slíku og gert kröfu um að uppsagn-
arfresturinn sé virtur.
Ef starfsmenn fallast ekki á að
skerða starfshlutfall sitt án und-
angengins uppsagnarfrests eiga
þeir eftir sem áður rétt til hlutabóta
úr Atvinnuleysistryggingasjóði.
Réttur til greiðslu hlutabóta
kemur til ef skerðingin er að frum-
kvæði atvinnurekenda vegna sam-
dráttar í starfseminni. Sama gildir
ef starfsmaður hefur misst starf sitt
að öllu leyti og ræður sig í minna
starfshlutfall en hann var áður í hjá
nýjum atvinnurekanda enda eigi
hann ekki kost á öðru. omfr@mbl.is
Eiga rétt á uppsagnarfresti
Hlutabætur hvetja fyrirtæki til að
halda fólki í vinnu í rekstrarerfiðleikum
DÆMI um áhrif lagabreytinganna um hlutabætur skv. útreikningum ASÍ:
Launamaður var í 100% starfi. Starfshlutfall hans er minnkað í 75% og
hann sækir um 25% atvinnuleysisbætur á móti. Hann getur þá verið samtals á
25% tekjutengdum atvinnuleysisbótum í tólf mánuði samhliða 75% starfi í
stað þriggja mánaða áður. Eftir þann tíma getur hann átt rétt á hlutfalls-
legum grunnatvinnuleysisbótum þar til hann hefur verið samtals þrjú ár á at-
vinnuleysisbótum.
Launamaður hefur 400.000 kr. í mánaðarlaun fyrir fullt starf en þarf að
minnka við sig starfshlutfall um 50% vegna samdráttar. Hann sækir um 50%
atvinnuleysisbætur en hefði talist að fullu tryggður samkvæmt lögunum
hefði hann misst starf sitt að öllu leyti. Ef hann hefði misst starf sitt að öllu
leyti hefði hann átt rétt á hámarki tekjutengdra atvinnuleysisbóta eða
220.729 kr. á mánuði. Þar sem hann sækir um 50% bætur á hann rétt á
110.365 kr. á mánuði.
Tekjur hans fyrir 50% starfshlutfallið sem hann gegnir áfram verða þá
200.000 kr. og hafa ekki áhrif á fjárhæð tekjutengdra atvinnuleysisbóta.
Munu tekjur mannsins og atvinnuleysisbætur því nema 310.365 kr. (200.000
+ 110.365) á mánuði í allt að sex mánuði.
Auk þessara upphæða greiðast 5.439 kr. á mánuði með hverju barni undir
18 ára aldri.
Tekjutengdar bætur
SELIRNIR eru nú helsta aðdráttarafl Húsdýra- og fjöl-
skyldugarðsins eftir að nautið góðlega, Guttormur, hvarf af
sjónarsviðinu. Skólahópar jafnt sem fjölskyldur fylgjast með
því daglega þegar selunum er gefið kl. 11 og 16 dag hvern.
Selirnir leika þá við hvern sinn fingur og njóta athyglinnar í
botn.
Um helgar eru það svo hestar og hringekja sem draga
flesta í garðinn. Þá gengur lestin vinsæla einnig hringinn og
börnin geta fengið far. Nú eru dýrin í Húsdýragarðinum í
vetrarhárum og hestarnir t.d. kafloðnir. Það er því mjúkt að
setjast á bak en teymt er undir börnum í garðinum um helgar.
sunna@mbl.is
Líf og fjör alla daga vikunnar í Húsdýragarðinum
Morgunblaðið/Golli
Sjúklega sætir og sívinsælir selir
„ÞETTA er alveg gríðarlegt áfall fyrir okkur. En við
erum búin að óttast það núna síðustu tvær til þrjár vik-
ur að svona kynni að fara,“ segir Elliði Vignisson, bæj-
arstjóri í Vestmannaeyjum, um ákvörðun ríkisstjórn-
arinnar í gær að fresta smíði nýs Herjólfs.
Viðræður við þýska skipasmíðastöð höfðu leitt til
niðurstöðu um verð og afhendingartíma ferjunnar en
stöðinni hefur nú verið tilkynnt að ekkert verði úr
samningum vegna aðstæðna í efnahagslífinu og smíði
nýrrar ferju verði boðin út á ný þegar betur árar.
„Það er búið að búið að tvífresta því að svara tilboð-
inu. Þannig að við óttuðumst þessa stöðu,“ segir Elliði í
samtali við mbl.is í gær. Hann segir smíði nýrrar ferju
vera langstærsta hagsmunamál samfélagsins í Vest-
mannaeyjum. Eyjamenn búi við mjög erfiða stöðu þar
sem flug á Bakkaflugvelli hafi verið lagt niður yfir
vetrartímann. „Það voru 30.000 farþegar sem ferð-
uðust í gegnum Bakkaflugvöll á seinasta ári. Herjólfur
er orðinn 16 ára gamall. Hann er bilaður í dag, sem
þýðir það að hann þarf að fara í slipp,“ segir Elliði.
Bæjarstjórinn segir mörg sveitarfélög munu endur-
skoða forsendur áætlana í mars og ríkið muni vænt-
anlega endurmeta stöðuna þá. „Ég vona að menn sjái
það að við getum ekki frestað þessu í langan tíma þótt
við höfum skilning á erfiðri stöðu. Þá hlýtur ríkið að
halda úti grunnþjónustu eins og samgöngum.“
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Notaður áfram Herjólfur í viðgerð í Slippnum á Akureyri á dögunum. Hann siglir áfram á milli lands og Eyja.
„Þetta er gríðarlegt áfall“
Ríkisstjórnin ákveður að fresta smíði Vestmannaeyjaferju
„VIÐ getum stað-
ið við allar skuld-
bindingar sem við
höfum gert gagn-
vart öðrum þjóð-
um en getum ekki
farið út í ný verk-
efni á árinu 2009,“
segir Sighvatur
Björgvinsson,
framkvæmda-
stjóri Þróunar-
samvinnustofnunar Íslands, um áhrif
þess að framlög til þróunarsamvinnu
verða skorin niður á næsta ári.
Á þessu ári fékk Þróunarsam-
vinnustofnun 1.550 milljónir á fjárlög-
um en fær 1.300 milljónir á næsta ári,
skv. tillögum utanríkisráðuneytisins.
Þá verður hætt við að auka framlögin
um 510 milljónir króna eins og gert
hafði verið ráð fyrir í fyrri tillögu til
fjárlaga 2009.
„En íslenska krónan segir þér svo
litla sögu vegna þess að allir okkar
samningar í útlöndum eru gerðir í
bandarískum dollurum. Og ef þú
horfir bara á það, þá höfum við verið
að ráðstafa á þessu ári, árið 2008, um
24 milljónum dollurum en verðum á
næsta ári að ráðstafa um 13 milljón-
um dollara,“ segir Sighvatur.
Verkefni Þróunarsamvinnustofn-
unar eru öll tímabundin, sum eru til
eins árs og renna út á næsta ári, önn-
ur eru til lengri tíma og allt upp í tíu
ár, að sögn Sighvats. Ekki verði hætt
við verkefni sem renna út á næsta ári
og hefðu að öllu óbreyttu haldið
áfram, ef ekki hefði komið til niður-
skurðarins.
Hætta við hafnargerð
Sighvatur segir að mikil áhersla sé
lögð á að standa við öll loforð, hann sé
enda nægur álitshnekkirinn sem Ís-
land hafi orðið fyrir þótt landið hlaupi
ekki frá loforðum sínum.
Þau verkefni sem hætt verður við
eru m.a. hafnargerð í Sri Lanka,
byggðaþróun í Níkaragva, félagsleg
verkefni í Mósambík o.fl.
Starfsmenn Þróunarsamvinnu-
stofnunar á Íslandi eru 10-11. Um 30
Íslendingar starfa fyrir stofnunina
erlendis og nokkru fleiri heimamenn
eru í vinnu fyrir hana. Um 30-40 eru
ráðnir til tímabundinna verkefna.
runarp@mbl.is
Getur staðið við
skuldbindingar
Framlög fara úr 1.550 milljónum í 1.300
Í HNOTSKURN
» Á fjárlögum 2008 fékkÞróunarsamvinnustofnun
1.550 milljónir.
» Lagt er til að hún fái 1.300milljónir árið 2009.
» Hætt verður við ný út-gjöld upp á 510 milljónir.Sighvatur Björgvinsson