Morgunblaðið - 15.11.2008, Qupperneq 30
30 FréttirERLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2008
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
UPPHÆÐIN er
stjarnfræðileg. Á
hverjum degi
flytja Bandaríkin
inn olíu frá Mið-
Austurlöndum
fyrir sem svarar
hundrað millj-
arða króna, miðað
við núverandi
gengi. Og ef fram
heldur sem horfir mun þessi upphæð
aðeins hækka með auknum innflutn-
ingi og hærra olíuverði þegar líða
tekur á öldina.
Slík eignatilfærsla vegur þungt í
bandarísku efnahagslífi og það er því
ekki eingöngu af umhverfisástæðum
sem Barack Obama, nýkjörinn for-
seti Bandaríkjanna, hyggst beita sér
fyrir því að innan tíu ára verði dregið
úr olíunotkuninni heimafyrir sem
nemur flæði olíunnar frá Mið-Aust-
urlöndum og Venesúela, markmið
sem í ljósi sögunnar telst róttækt.
Á sama tíma eru Kínverjar og Ind-
verjar, um 40 prósent jarðarbúa, að
byggja upp stóra og orkufreka sam-
gönguflota, þróun sem er einkar at-
hyglisverð í ljósi þeirra ummæla
Fathi Birol, eins höfundar árlegar
orkuspár Alþjóðaorkustofnunarinn-
ar (IEA) í ár, að til að koma í veg fyr-
ir alvarlega framboðskreppu þurfi
að auka olíuframboðið um sem nem-
ur fjórfaldri olíuvinnslu Sádi-Arabíu.
Sagði Birol að þrátt fyrir að enginn
vöxtur yrði í heimseftirspurninni á
næstu 22 árum þyrfti umrædd
vinnsluaukning að koma til svo vegið
yrði upp á móti minnkandi vinnslu í
þeim lindum sem þegar væri dælt úr.
Eitt brýnasta úrlausnarefnið
Vart þarf að taka fram að miðað
við neyslumynstur undanfarinna ára
er afar erfitt að sjá fyrir sér að
heimsvinnslan staðni fram að 2030.
Eiginlega er óhætt að fullyrða að slík
stöðnun sé óhugsandi með hliðsjón
af fyrirhugaðri aukningu í skipa- og
flugumferð, einkum í Asíu.
Því sýnist eðlilegt að stuðla að
aukinni sparnýtni samgöngutækj-
anna og má í því samhengi rifja upp
það loforð Obama að ef hann yrði
forseti myndi hann beita sér fyrir því
að árið 2015 verði ein milljón tengil-
tvinnbíla á götunum vestanhafs, sem
eyði aðeins 1,6 lítrum af eldsneyti á
hundraðið. En þar ræðir um bíla, á
borð við Volt, tengiltvinnbíl General
Motors, sem ganga fyrst á rafhleðslu
en skipta svo yfir á eldsneyti. Á Volt-
inn að koma á markað árið 2010.
Hyggst Obama beita sér fyrir
skattaívilnunum til að greiða götu
slíkrar bílaframleiðslu, sem og fram-
leiðslu endurnýjanlegrar orku, eink-
um vind- og sólarorku, ásamt því
sem haldið verði áfram á braut
etanólframleiðslu. Hefur forsetinn
verðandi sett markið á að árið 2012
komi 10 prósent frumorkunnar úr
endurnýjanlegum orkuuppsprett-
um, hlutfall sem hækki í 25% árið
2025. Með því að fjárfesta 15 millj-
arða dala á ári í áratug verði stuðlað
að sköpun fimm milljóna starfa í iðn-
aði í kringum hreina orkuvinnslu.
Má þar nefna smíði vind- og sólar-
orkuvera og þróun og smíði bygg-
inga sem draga stórlega úr orkuþörf.
Öllum árum verði róið að
sjálfstæði í orkumálum
Obama boðar breytta orkustefnu Milljón tengiltvinnbíla verði í umferð 2015
Ný öld Obama hyggst stuðla að uppbyggingu vind- og sólarorkuvera og nýrrar kynslóðar hreinni kolaorkuvera.
Barack Obama
Brot úr bílasögu
1908 Algengt er að miða upp-
haf bílaaldar í Bandaríkjunum
við þau tímamót þegar Ford
Model T rann af færibandinu í
fyrsta sinn í verksmiðju Ford
Motor Company í bílaborginni
Detroit í Michiganríki.
1973 Fyrri olíukreppan, á ár-
unum 1973-74, hafði varanleg
áhrif á bandarískan bílamarkað
með því að stuðla að mikilli
söluaukningu í sparneytnum
bifreiðum frá Evrópu og Japan,
á borð við þessa Toyotu Co-
rollu. Í hönd fór niðurlægingar-
skeið í bílaborginni Detroit.
2003 Spencer Abraham, þá-
verandi orkumálaráðherra
Bandaríkjanna, beitir sér fyrir
lögum sem kveða á um skatta-
afslátt sem samsvari kaup-
verði bifreiða sem vega 2,7
tonn eða meira. Lögin, sem
Bush forseti samþykkti 2003,
ýttu undir útbreiðslu stórra,
eyðslufrekra bifreiða. Banda-
ríkjaþing samþykkti hert lög
um eldsneytisnýtni 2007.
STJÖRNUFRÆÐINGUM á Havaí hefur tekist að ná fyrstu myndunum af
reikistjörnum utan sólkerfis okkar, þar með talið infrarauðum myndum og
ljósmyndum af sólkerfinu sem um ræðir. Reikistjörnurnar snúast um sól-
stjörnuna HR 8799, sem er um 1,5 sinnum massameiri en sólin okkar.
Myndirnar marka tímamót sökum þess að hingað til hafa stjörnufræð-
ingar beitt tveimur óbeinum aðferðum við stjörnuleit; útreikningum á
þyngdaráhrifum reikistjarna á sólstjörnur og svo leit að þeim skugga sem
reikistjarna varpar á geislun sólstjörnu þegar hún snýr í átt að áhorfanda.
Um 300 reikistjörnur hafa fundist með þessum aðferðum, en að sögn Bruce
Macintosh, stjarneðlisfræðings við Lawrence Livermore-rannsóknarstof-
una, er þetta í fyrsta sinn sem myndir nást af heilu sólkerfi. baldura@mbl.is
! " # $ " % & % '
# $ " ( $ )* # +* , * #
#-./0&'./+#+..+
!
6))
7$
"#
$
%
"#
$
&
!"# 89, :
'()
*+
,
- $.
#$(
.
%
/ $( 0/ $
1"
*
$/.
$
)
.
$(
1
.
$.
.
.
2
$
# ( +
*
/ % .
1"
3
+ )
%
)
.
$( %$( # ( +
) )
#*#
$
*
$/)
.
%2 ) $/
Líf eins og á jörðinni?
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
NEÐRI deild rússneska þingsins
studdi í gær með yfirburðum tillögu
þess efnis að stjórnarskránni verði
breytt svo að embættistíð forsetans
lengist úr fjórum árum í sex. Um
fyrstu umferð var að ræða og verð-
ur frumvarpið að fara í gegnum
aðra og þriðju umferð eftir helgi til
að hljóta endanlegt samþykki, áður
en það verður svo tekið fyrir í efri
deildinni og í þingum héraðanna.
Með hliðsjón af atkvæðagreiðsl-
unni á þinginu, þar sem 388 þing-
menn neðri deildarinnar studdu til-
löguna en 58 voru henni mótfallnir,
ætti leiðin að vera greið og frum-
varpið að hljóta endanlega máls-
meðferð í næsta mánuði, áður en
það verður loks að lögum.
Fastlega hefur verið reiknað með
því að Vladímír Pútín forsætisráð-
herra myndi sækjast eftir forseta-
embættinu á ný, eftir að síðara
kjörtímabili hans lauk í fyrra. En
samkvæmt stjórnarskránni varð
hann þá að sitja hjá að minnsta
kosti eitt kjörtímabil, áður en hann
byði sig fram að nýju.
Endurkomunni hraðað?
Stjórnmálaskýrendur telja þann
hraða sem viðhafður er við meðferð
breytingartillögunnar vísbendingu
um að Pútín hyggist sækjast eftir
forsetaembættinu fyrr en áður var
talið, jafnvel nokkru fyrir kosning-
arnar 2012, þegar kjörtímabili Dí-
mítrís Medvedev forseta lýkur.
Er þar meðal annars horft til
þess að Pútín vilji beita kröftum
sínum í þágu endurreisnar hagkerf-
isins, sem farið hefur illa út úr
bankahruninu og mikilli lækkun ol-
íuverðs.
Skýrt var frá breytingartillög-
unni í fyrstu stefnuræðu Medvedevs
í síðustu viku, á sama tíma og öll at-
hygli heimsbyggðarinnar var á for-
setakosningunum í Bandaríkjunum.
Ef marka má könnun Levada
Centers er staða tvímenninganna,
Medvedevs og Pútíns, í rússneskum
stjórnmálum sterk, þrátt fyrir
ágjöfina í efnahagsmálum. Sam-
kvæmt henni hefur stuðningur við
Pútín lækkað um 5 prósent, niður í
83 prósent. Medvedev kemur þar
skammt á eftir, nú segjast 7 pró-
sent færri styðja hann, alls 76 pró-
sent.
Embættistíðin lengd
Stjórnarskrárbreytingu hraðað í gegnum rússneska þingið
Fer úr fjórum árum í sex Greiðir fyrir endurkomu Pútíns
Reuters
Biðleikur? Pútín flytur erindi á þingi um efnahagssamvinnu Rússlands og
Kína í Moskvu fyrir skömmu. Hann er sagður vilja takast á við kreppuna.
Í HNOTSKURN
»Kommúnistar reyndu að fáþví framgengt að tillögunni
yrði vísað frá en höfðu ekki er-
indi sem erfiði.
»Pútín nýtur alþýðuhylli íRússlandi og er það meðal
annars rakið til þess að fjöl-
miðlar fjalla á næsta ógagnrýn-
inn hátt um ríkisstjórn hans.
»Sameinað Rússland, flokkurPútíns, fer með tögl og
hagldir í báðum deildum rúss-
neska þingsins.