Morgunblaðið - 15.11.2008, Síða 62
62 MenningFRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2008
Eftir Ingveldi Geirsdóttur
ingveldur@mbl.is
MÁLRÆKTARÞING Íslenskrar
málnefndar og Mjólkursamsölunnar
fer fram í hátíðarsal Háskóla Ís-
lands á morgun. Á þinginu verða
kynntar tillögur að íslenskri mál-
stefnu sem Íslensk málnefnd hefur
unnið að síðastliðin tvö ár. Vinnu við
málstefnuna er nú lokið og er hún
komin í hendur menntamálaráð-
herra sem stefnir á að fá hana sam-
þykkta á Alþingi.
Guðrún Kvaran, formaður Ís-
lenskrar málnefndar, segir mál-
stefnuna taka saman stöðu íslensk-
unnar á ellefu sviðum sem eru mjög
mikilvæg í þjóðlífinu. „Meginatriðið
í málstefnunni er að það er afar
mikilvægt að hægt sé að nota ís-
lensku á öllum sviðum þjóðlífsins,“
segir hún.
Sviðin ellefu sem stefnan nær yfir
eru: Íslenska í lögum, íslenska í leik-
skóla, grunnskóla og framhalds-
skóla, íslenska í vísindum og fræð-
um, íslenska í fjölmiðlum, í listum, í
tölvugeiranum, íslenska sem annað
mál, íslenskukennsla erlendis, ís-
lenska í viðskiptum og íslenska í há-
skólum sem Guðrún telur mjög mik-
ilvægt svið. „Við teljum háskólann
gríðarlega mikilvægan kafla því
þaðan kemur fólkið sem fer að vinna
á hinum fjölbreyttu sviðum þjóðlífs-
ins og ef það getur ekki tjáð sig al-
mennilega á íslensku missum við
kannski einhver svið.“
Viðskipti og háskólar í hættu
Guðrún segist hafa meiri áhyggj-
ur af íslenskunni í viðskiptum og í
háskólum en á öðrum sviðum.
„Margt bendir til þess að menn
vilji fara meira yfir á ensku á þess-
um tveimur sviðum en kannski
æskilegt er, á kostnað móðurmáls-
ins. Það þarf líka að gæta að ís-
lensku í fjölmiðlum,“ segir Guðrún
en bætir við að íslenskan standi
samt almennt sterkt. „En það þarf
að vera á verði og hafa möguleika á
að grípa inn í, ekki með valdboði,
heldur meira til að breyta afstöðu
og hugarfari á sumum sviðum og
fylgjast með. Til þess er málstefnan
mjög gagnleg, hægt er að fylgjast
með því á hverju sviði fyrir sig hvort
þarna sé eitthvað til að hafa áhyggj-
ur af sem í hugsunarleysi getur haft
alvarleg áhrif,“ segir Guðrún sem
mun flytja erindið Tilurð íslenskrar
málstefnu og vinna við hana á morg-
un.
Hátíðardagskráin hefst í hátíð-
arsal Háskólans kl. 14 og stendur til
15.30. Þar flytur menntamálaráð-
herra ávarp og veitir verðlaun Jón-
asar Hallgrímssonar. Auk Guðrúnar
flytur Haraldur Bernharðsson úr
Íslenskri málnefnd erindið Meg-
indrættir íslenskrar málstefnu.
Halldór Jörgensson, fram-
kvæmdastjóri Microsoft Íslandi,
ræðir um íslensku í tölvugeiranum.
Skólakór Kársness syngur og tveir
grunnskólanemar eru með upp-
lestur.
Myndin af Jónasi
Jónasarfyrirlestur Menningar-
félagsins Hrauns í Öxnadal verður
fluttur í Þjóðmenningarhúsinu kl. 14
á morgun, sunnudag. Í þetta skiptið
er það Tryggvi Gíslason, magister
og formaður Menningarfélagsins,
sem flytur fyrirlesturinn „Myndin af
Jónasi Hallgrímssyni“.
„Þetta er tvíþættur fyrirlestur hjá
mér, annars vegar fjalla ég um þá
mynd sem Íslendingar hafa í huga
sér af Jónasi. Upphaflega var hann
listaskáldið góða en síðan verður
hann í huga margra drykkfelldur ut-
angarðsmaður í lýsingu Halldórs
Laxness. Það er því mikil breyting
að vera listaskáldið góða árið 1845
og svo útigangsmaður 1929. En síð-
an hefur myndin að vísu breyst í
huga fólks, meðal annars vegna ævi-
sögu Jónasar eftir Pál Valsson sem
kom út 1999,“ segir Tryggvi. „En
meginuppistaða fyrirlestrarins er í
rauninni ljósmyndin, sem ég kalla
svo, af Jónasi. Í Listasafni Íslands
hefur varðveist teikning eftir séra
Helga Sigurðsson af Jónasi og færi
ég rök fyrir því að hún sé eins konar
ljósmynd gerð með teiknivél sem
hét Camera Lucida. Svoleiðis að
rúsínan í þessum fyrirlestri er kenn-
ing mín um það að varðveitt sé, sem
ég leyfi mér að kalla, ljósmynd af
Jónasi Hallgrímssyni.“ Einnig mun
Tryggvi fjalla um teikningar, mál-
verk og ýmis önnur myndverk sem
hafa verið gerð af Jónasi.
Íslenskan stendur almennt sterkt
Morgunblaðið/Kristinn
Ljóðskáldið Stytta af Jónasi Hallgrímssyni stendur í Hljómskálagarðinum.
Dagur íslenskrar tungu er haldinn hátíðlegur á afmælisdegi hans.
Dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur á morgun Tillögur að íslenskri málstefnu
kynntar í Háskólanum Rætt um myndina af Jónasi Hallgrímssyni í Þjóðmenningarhúsinu
Guðrún Kvaran Tryggvi Gíslason
LEIKHÓPURINN
Draumasmiðjan DÖFF-
RÆTUR frumsýnir Hvar er
(K)Lárus? í dag í Kópavogs-
leikhúsinu. Þetta er kolsvört
kómedía og fjallar um leit að
manninum Lárusi sem virð-
ist hafa gufað upp. Verkið er
eftir Má Ólafsson og leik-
stjóri er Jan Fiurasek.
DÖFF-RÆTUR er áhuga-
mannaleikhópur skipaður
heyrnarlausum einstaklingum. Verkið er
raddað af Margréti Pétursdóttur leikara fyrir
þá sem ekki skilja táknmál. Næstu sýningar
eru 21. og 22. nóvember. Hægt er að nálgast
miða á www. draumasmidjan.is.
Leiklist
Draumasmiðjan
leitar að Lárusi
Úr verkinu Hvar
er (K)Lárus?.
KARLAKÓR
Reykjavíkur, í
samvinnu við
Reykjavíkurborg,
býður gestum og
gangandi til tón-
leika í Tjarnarsal
Ráðhúss Reykja-
víkur í dag kl. 15. Yfirskrift tónleikanna er
Áfram veginn og á dagskránni eru hefðbundin
karlakóralög, sem hafa orðið á vegi kórsins á
82 ára ferli hans.
Með þessum tónleikum leitast Karlakórinn
við að létta fólki lífið og stappa í það stálinu í
árferðinu sem nú ríkir. Jafnframt vill kórinn
þakka landsmönnum fyrir dyggan stuðning og
samfylgd í áranna rás. Aðgangur er ókeypis.
Tónlist
Stappar stálinu í
fólk með tónleikum
Karlakór Reykjavíkur æfir.
BJARNI Björgvinsson
opnar sýningu á mál-
verkum í Grafíksafni Ís-
lands, sal Íslenskrar graf-
íkur á morgun, sunnudag.
Bjarni lauk BA-námi frá
Listaháskóla Íslands árið
2000, áður hafði hann m.a.
stundað nám við Mynd-
lista- og handíðaskóla Ís-
lands. Hann situr í stjórn
Íslenskrar grafíkur.
Sýningin verður opnuð á morgun kl. 16 og
er Grafíksafnið opið fimmtudag til sunnudags
kl. 14.00-18.00. Aðgangur er ókeypis.
Grafíksafnið er í miðbæ Reykjavíkur, við
Tryggvagötu 17, hafnarmegin.
Myndlist
Bjarni sýnir í
Grafíksafni Íslands
Bjarni
Björgvinsson
DAGUR íslenskrar tungu hefur
verið haldinn hátíðlegur á fæð-
ingardegi Jónasar Hallgríms-
sonar, hinn 16. nóvember, síðan
árið 1996. Í ár er liðið 201 ár
frá fæðingu Jónasar.
Á þessum degi veitir
menntamálaráðherra Verðlaun
Jónasar Hallgrímssonar og
tvær viðurkenningar. Verðlaun-
in eru veitt einstaklingum sem
hafa með sérstökum hætti unn-
ið íslenskri tungu gagn í ræðu
og riti, með skáldskap, fræði-
störfum eða kennslu og stuðl-
að að eflingu hennar, fram-
gangi eða miðlun nýrrar
kynslóðar. Auk þess er heimilt
að veita stofnunum og fyr-
irtækjum sérstaka viðurkenn-
ingu fyrir stuðning við íslenska
tungu.
Meðal verðlaunahafa eru: Vil-
borg Dagbjartsdóttir, Þórarinn
Eldjárn, Matthías Johannessen,
Megas, Guðrún Helgadóttir og
Sigurbjörn Einarsson.
Efling tungunnar
Í Ráðhúsinu verða tónleikar í
boði Reykjavíkurborgar kl. 13. Þar
mun Fífilbrekkuhópurinn ásamt
Gradualekór Langholtskirkju flytja
vinsæl lög Atla Heimis Sveinssonar.
Í Þjóðmenningarhúsinu kl. 16
verður Lárusar Pálssonar, leikara
og leikstjóra, minnst í tilefni af út-
komu ævisögu hans eftir Þorvald
Kristinsson. Sigurður Skúlason
leikari les úr bókinni, Viðar Egg-
ertsson fjallar um störf Lárusar í
útvarpi og Gunnar Eyjólfsson leik-
ari minnist hans.
Dagur Orðsins verður haldinn í
þriðja sinn í Grafarvogskirkju. Sr.
Friðriks Friðrikssonar verður
minnst í tilefni af því að 140 ár eru
liðin frá fæðingu hans. Minning-
arstund verður í Hólavallagarði kl.
9. Þrjú erindi um Friðrik verða
flutt í Grafarvogskirkju kl. 10-
10.40. Messa hefst kl. 11 þar sem
þrír kórar syngja sálma sr. Frið-
riks, m.a. Karlakórinn Fóstbræður.
Hljómsveitin Spilmenn Ríkínís
flytur forna íslenska tónlist og leik-
ur á gömul hljóðfæri á tónleikum í
Tónskóla Sigursveins D. Krist-
inssonar, Engjateigi 1 kl. 15.
Í Listasafni Árnesinga í Hvera-
gerði verður málþing til heiðurs
Sigurjóni Ólafssyni myndhöggvara
í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá
fæðingu hans. Aðalsteinn Ingólfs-
son og Æsa Sigurjónsdóttir list-
fræðingar ræða um list Sigurjóns í
opinberu rými og alþjóðlegu sam-
hengi. Málþingið hefst kl. 14.
Minningardagur verður haldinn
á Hólum í Hjaltadal um séra Bolla
Þóri Gústavsson víslubiskup, áður
prest í Laufási. Guðsþjónusta hefst
í Hóladómkirkju kl. 14. Að loknu
kirkjukaffi hefst dagskrá í kirkj-
unni, þar sem Hjörtur Pálsson flyt-
ur erindi um sr. Bolla og Gerður
Bolladóttir flytur nýtt tónverk eftir
Önnu S. Þorvaldsdóttur við ljóða-
flokkinn Almanaksljóð eftir föður
sinn. Einnig verður frumflutt ný út-
setning við ljóð Jónasar Hallgríms-
sonar, „Ég bið að heilsa“.
Brot af dagskrá
sunnudagsins
MYNDLISTARMAÐ-
URINN Guðmundur Thor-
oddsen opnar sýningu sína,
Sullur, í Galleríi Týnda
hestsins kl. 18 í dag. Þar
má sjá verk sem fjalla að
miklu leyti um vellandi nið-
urgang samfélagsins.
Guðmundur er fæddur
1980. Hann lauk BA-gráðu
í myndlist frá Listaháskóla
Íslands árið 2003 og hefur
unnið að myndlist síðan. Hann hefur tekið þátt
í fjölda samsýninga hérlendis og erlendis og á
tvær einkasýningar að baki, Rjómaísland í 101
gallerí og Neðangarðs í Íbíza Bunker. Gallerí
Týnda hestsins er að Skólastræti 1.
Sullur í Týnda
hestinum
Myndlist
Guðmundur
Thoroddsen