Morgunblaðið - 15.11.2008, Side 64

Morgunblaðið - 15.11.2008, Side 64
64 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. NÓVEMBER 2008  Ása Richardsdóttir, fram- kvæmdastjóri Íslenska dansflokks- ins, hefur verið valin varamaður Ásmundar Stefánssonar, formanns bankaráðs Nýja Landsbankans. Ása hefur starfað sem stjórnandi í menningu og listum í fjölda ára og mun þetta vera í fyrsta sinn sem kona úr menningargeiranum er valin til starfa í bankaráði í landinu. Ása varamaður í bankaráði NLB Fólk FRÁ og með deginum í dag hafa nýjir tímar tek- ið við í leiklistarlífi Grindavíkinga. Í fyrra stofn- uðu tveir grindvískir atvinnuleikarar, þeir Víðir Guðmundsson og Bergur Þór Ingólfsson, form- lega félagsskapinn GRAL (Grindvískir atvinnu- leikarar). Markmið þeirra er að setja upp leik- sýningar er tengjast grindvískri sögu eða menningu í Grindavík og standast ýtrustu kröf- ur er gerðar eru til atvinnuleikhúsa í landinu. Fyrsta sýningin, 21 manns saknað, verður frum- sýnd í kvöld. Um er að ræða frumsaminn einleik um ævi séra Odds V. Gíslasonar er fæddist árið 1836 og er þekktur í sögunni sem mikill brask- ari. Bergur leikstýrir en Víðir fer með hlutverk allra þeirra er koma við sögu. „Þetta var nú fyrst eiginlega bara brandari,“ segir Bergur, heið- arlega, um félagsskapinn GRAL. „En svo datt það upp í hendurnar á okkur að fara og gera leiksýningu þarna. Við gerðum stefnulýsingu og svo tók bæjarstjórnin vel í þetta. Allt í einu vor- um við komnir með styrki frá Menningarráði Suðurnesja. Nú erum við komnir með fjögurra ára plan. Þetta var bolti sem hlóð utan á sig.“ Sorglegt og kómískt í senn Séra Oddur er viðfangsefni fyrstu uppsetn- ingar GRAL. „Við segjum sögu hans frá vöggu til grafar. Tíðarandinn er mjög sorglegur, enda er þetta á tíma þegar 20% þjóðarinnar fluttust úr landi. En margt er mjög kómískt í þessu. Þetta er skemmtileg saga.“ biggi@mbl.is Brandari sem varð að fjögurra ára plani Gral Víðir Guðmundsson fer með öll hlutverk í ein- leik um Séra Odd en Bergur Þór leikstýrir.  Rúm vika er í tónleika Sigur Rósar í Laugardalshöll og þótt enn sé ekki uppselt fer hver að verða síðastur að tryggja sér miða á þessa síðustu tónleika Sigur Rósar í dá- góðan tíma. Sveitin kemur fram á tónleikum í kvöld í París og sam- kvæmt venju er löngu uppselt á tónleikana. Upphitunarsveit Sigur Rósar á þessum síðasta legg ferð- arinnar er íslenska sveitin For a Mi- nor Reflection og sveitin hefur heldur betur notið þess að teika sveitina um Evrópu. Á þeim átta tónleikum sem sveitin hefur nú þegar komið fram á hefur hún selt um 800 geisladiska og slatta af bol- um merktum sveitinni. Svo greið- lega gekk á geisladiskana fyrstu dagana að panta þurfti annað upp- lag frá Íslandi. For a Minor Reflec- tion hitar upp fyrir Sigur Rós í Höllinni ásamt Parachutes. Gengur hratt á geisladiska FAMR  Aðdáun búlgarskra fjölmiðla á Ás- dísi Rán virð- ist takmarka- laus. Ekki hefur hún að- eins prýtt for- síðu eins helsta karla- tímarits Búlg- aríu og verið gestastjórnandi hjá Jay Leno þeirra Búlgara, heldur hefur tímaritið Slava nú kosið hana fallegustu konu Búlgaríu. Ásdís Rán fallegust í Búlgaríu ÞAÐ er engu líkara en Vilhelm Anton Jóns- son og hinir liðsmenn 200.000 naglbíta hafi blásið nýju lífi í Lúðrasveit verkalýðsins er hefur tvöfaldast að fjölda eftir að rokksveitin hóf undirbúning með sveitinni fyrir nýja plötu er kemur út á næstunni. Þetta þýðir auðvitað að tónleikaferðir út á land eru stór- framkvæmd eins og Villi hefur fengið að kynnast síðustu daga, en sveitirnar leika saman í kvöld í Íþróttahöllinni á Akureyri, sem er stærsti vettvangur til tónleikahalds í heimabæ Naglbítanna. „Liðsmenn Lúðrasveitarinnar eru komnir upp í 60 manns og svo mæta foreldrar og far- arstjórar með,“ segir Villi er gaf sér varla tíma í gær til þess að ræða við blaðamann í síma. „Stór hluti sveitarinnar er nefnilega undir 18 ára þannig að þetta eru um 100 manns sem koma hingað norður út af þessu. Þau koma öll í rútu sem túbuleikari sveit- arinnar náði að redda og keyrir sjálfur. Svo erum við að fá inni hér í skólum auk þess sem Félag íslenskra bókagerðarmanna lánar okkur húsnæði fyrir gistingu. Allir fá svo að borða kjötsúpu frá Goða og Friðriki fimmta í hljóðprufunni.“ Tónleikarnir verða einnig þeir fyrstu er Naglbítarnir halda í heimabæ sínum í ein fjögur ár og hefur forsala gengið vel. biggi@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Naglbítarnir Villi segir það stórkostlega tilfinningu að vera með 60 manna hljómsveit á bak við sig en Lúðrasveitin hefur tvöfaldast frá því að samstarfsverkefnið hófst, fyrr á þessu ári. Stórframkvæmd 200.000 naglbítar og Lúðrasveit verkalýðsins spila í Íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld Tónleikarnir hefjast kl. 20. Árstíðir hita upp. Aðgangseyrir er 2.500 kr. Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÞEGAR við vorum búnir að gera þessa plötu vorum við svo ánægðir með hana að við vildum bara hafa hana samnefnda sveitinni,“ segir El- ís Pétursson, Elli, bassaleikari hljómsveitarinnar Jeff Who?, um aðra plötu sveitarinnar sem kom út í gær. Platan er töluvert ólík þeirri fyrstu, Death Before Disco, sem kom út árið 2005 - er ekki eins hrá og frumburðurinn, heldur útpældari og poppaðri með bæði syntum og strengjum. „Það er meira lagt í hana þannig séð. En það má ekki gleyma því að síðasta plata var fyrsta plata hljómsveitar þar sem enginn hafði gert plötu, nema Tobbi [fyrrv. hljómborðsleikari] að vísu.“ Death Before Disco náði töluverð- um vinsældum, og þá sérstaklega lagið „Barfly“ sem óhætt er að segja að hafi orðið einn mesti slagari síð- ustu ára á Íslandi. Aðspurður segir Elli að þeir séu ekki orðnir leiðir á að vera sífellt tengdir við lagið. „Nei alls ekki, við erum mjög stoltir af því. Þegar við erum að spila reynum við hins vegar að lesa hvort fólk ætlist til þess að við spil- um það. Ef fólk vill það er það ekk- ert mál – þá tökum við það bara.“ Það er hins vegar ljóst að „Barfly“ er ekkert „one hit wonder“ því fyrsta lagið af nýju plötunni, „Congratulations“, er strax orðið mjög vinsælt. „Það er bara í „power- play“ á öllum stöðvum, fyrir utan Útvarp Sögu held ég. En ég held að það sé reyndar eiginlega engin tón- list þar,“ segir Elli og hlær. Það er ekki bara vegna góðrar tónlistar sem Jeff Who? nýtur vin- sælda því kynþokkinn hreinlega lek- ur af sveitinni, enda kvenfólk oft í meirihluta á tónleikum hennar. „Maður kannast alveg við þessa umræðu, þótt maður sé ekkert að pæla í þessu þegar maður er uppi á sviði. En við fögnum því að geta höfðað til breiðs hóps – það er ekk- ert mjög algengt að svona rokkband nái til hins kynsins,“ segir Elli og viðurkennir að það sé kannski fyrst og fremst söngvaranum Bjarna Lár- usi Hall að þakka hversu margar stúlkur sækja tónleika sveitarinnar. „Maður myndi alveg skilja það ef Einar Bárðarson væri að setja sam- an hljómsveit og myndi setja Badda í forgrunn,“ segir Elli og hlær. „Hann var nú bara feiminn fyrst þegar við vorum að byrja, en svo tók hann að sér að syngja, einfaldlega vegna þess að hann var bestur í því.“ Morgunblaðið/Kristinn Ferskir Félagarnir í Jeff Who? ætla að fagna útgáfu nýju plötunnar með tónleikum á Nasa föstudagskvöldið 28. nóvember næstkomandi. Engin „one hit wonder“ sveit  Jeff Who? sendir frá sér sína aðra plötu  Meira popp og pælingar en á fyrstu Jeff Who? á rætur að rekja til Menntaskólans í Reykjavík, en fjórir af fimm meðlimum sveit- arinnar voru í skólanum og kynnt- ust þar. „Valdi hljómborðsleikari var hins vegar í Versló – kemur úr höfuðvígi Mammons. Þetta er því- líkt stílbrot,“ segir Elli í léttum dúr. Ævintýrið hófst þegar Baddi og Elli tóku þátt í söngkeppni MR árið 2000 ásamt Bjarka Hvannberg vini sínum. Þar sungu þeir lagið „Nookie“ með hljómsveitinni Limp Bizkit, en tókst þó ekki að sigra. Í kjölfarið spiluðu þeir saman undir ýmsum nöfnum, meðal annars Dagger, Panikk, Panill og Útfari. Jeff Who? var svo formlega stofnuð árið 2004. Dagger, Panikk og Útfari

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.