Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.03.1925, Side 12

Skinfaxi - 01.03.1925, Side 12
12 SKINFAXI reið upp á hæð eina, er var i nánd við orrustuvöllinn. Horfði hún þaðan á Ijardagann, og lét síðan kalla jarl á fund sinn. Lá þá við sjálft, að flótti brysti í lið jarls. .Tarl kom til fundar við drotningu. Segir drotning honum, að hann muni aldrei sigur vinna, ef hann leyfi eigi mönnum sínurn framgöngu, af því að hann vilji sjálfur standa fremstur í fylkingu. Mun eigi liða á löngu, ef þessu heldur áfram, að víkingar sigri. Kveð- ur hún lionum betra að standa aftanvert við fylkingar og stýra þaðan sókninni. Jarl fór að ráðum drotningar og vann sigur daginn eftir. Yíkingar féllu sem liráviði, er hermenn jarls geystust fram, svo að ekkert stóðst fyrir þeim. Fékk nú jarl friðað ríki sitt. pótti orrusta þessi allfræg. Jarlinn heitir Vilji, drotning hans heitir Skynsemi, hermennirnir heita Hugsanir. Yikingarnir erlendu heita Erfiðleikar, en hinir, sem innlendir eru heita: Ástriður. peir, er höfðu mannaforráð mikil í fornöld, þóttu menn að meiri. pað liöfðu goðar og aðrir höfðingjar. En mannaforráð eru oft minna virði en mikil hugsana- forráð. pau í'orráð geta allir öðlast, sem vilja. Eru þau öllum nauðsynleg, en nauðsynlegust eru þau þeim, er vinna hugsjónum og vilja hrinda mörgu og heillavæn- legu í framkvæmd. pér, ungmennafélagar, hafið komið auga á foringja- hugsun, — hugsjónina, sem fólgin er í stefnuskrá yðar. Hún á í höggi við marga erfiðleika, eins og allar hug- sjónir, sem eilthvað að kveður. En þér hafið öll hugs- anaforráð, eruð eins konar andlegir goðar, er getið veitt henni vígsgengi. Erfiðleikajötnar láta oft og tiðum ófriðlega mjög og skjóta mörgum skelk í bringu. pér munið því þurfa að ganga fram fylktu liði, raða hugs- un við hugsun og brynja þær orðum og athöfnum. Og fari svo, að skipulagið verði gott, munið þér sanna, að erfiðleikajötnar eru í ætt við Mökkurkálfa. Hann liafði

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.