Skinfaxi - 01.03.1925, Side 21
SKINFAXI
21
in austan Rangárþings í fjarska á bak við. Til suðurs
er Flóinn og opin útsýn til hafs.
Land U. M. F. í. er alvaxið birki að heita má. En
skógurinn er lágur og kræklóttur — óvíða yfir mann-
hæð. Vöxtulegastar og fegurstar eru hríslurnar í hrekk-
um og hjöllum, þar sem snjór liggur á vetrum og hlíf-
ir gróðrinum — fyrir beit, og þó einkum fyrir fi'osti
og ísingum. Á hæðum og berangri er kjarrið gisnara,
kyrkingslegra og meira um kal.
Eins og fyr er drepið á, er prastaskógur að eins lilill
hluti úr allstóru skóglendi. En hann er „hjartað úr
skákinni“. Kjarrið utan hans er lægra og óræktarlegra
en innan. Ber l'leira en eitt til þess. Tangi sá, er skóg-
urinn er á, er fjarst bæjum, og liefir af þeirri sök og
þvi, að þar liggur meiri snjór en í kring, sloppið að
nokkru hjá átroðningi búfjár á liðnum timum. Án efa
hefir skógurinn einnig tekið framförum síðan liann
kom í eigu U. M. F. og var girtur, þó að sú framför sé
miklu minni, en vera ber, eins og síðar mun vikið að.
Höfuðprýði skógarins eru reynitré tvö. ]?au standa
sitt á hvorum stað og eru gömul orðin og stórvaxin,
einkum annað. Hafa þau dregið að sér athygli skógar-
gesta, einkum stærra tréð. Ber það minjar þess, að þar
hafa ekki allir komið gætnir né góðviljaðir. Ilafa menn
skemt sér við það, að rista fangamörk og ártöl i börk
trésins, og skorið við það sundur æðar þær, er liggja
undir berkinum og flytja greinunum næringu. Eru
margar greinar þegar dauðar af þessum sökum, og
tréð alt óbragðlegra en ella mundi. — Fyrir tveimur
árum var girl fyrir frckari skemdir með öflugum
gaddavirsgirðingum umhverfis reynitrén.
Skógarbotninn er vafinn gróðri, fjölbreyttum og
Prýðilegum. Vcx þar margskonar lyng, víðir og ara-
grúi blómjurta. — Fuglalíf er fjörugt á þessum slóð-
um. I skóginum sjálfum er mest af þröstum, og ber
hann nafn með rentu. Eru þeir söngmildir og gæfir.