Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.03.1925, Side 33

Skinfaxi - 01.03.1925, Side 33
SKINFAXI 33 ber mest á milli. Kristilegu félögin hafa sína skóta fyrir unglinga, og að mörgu leyti líka liinum, en þó er þar miklu meiri stund lögð á trúfræði og bænalestur, en í hinum. pó eru almennir lýðliáskólar eklii ókristi- legri en svo, að liver dagur er liafinn og endaður með bæn og söng. pessar tvær tegundir skóla, togast á um unglingana lir sveitunum, og veltur á ýmsu um vinning. í fyrra stóðu salvir svo, að lýðháskólinn í Voss, sem er hinn fjölsóttasti livaðanæva, liaí'ði um 130 nemendur, en stærsti skóli liins flolcksins hafði um 180. Sá er í Fram- nesi í Harðangri, og er að öllu hinu ytra prýðilegur. Sér á, að félög þau, sem halda honum uppi, nema elvki við neglur fjárframlög. Má geta þess til dæmis, að samkomusalur skólans getur tekið um 2000 manns. pótt nú trúmála togstreita hafi sjaldan margt til síns ágætis, þá liygg eg, að þessi sé ekki að öllu ill, þótt stundum birtist hún í broslegum myndum, eins og t. d. þegar í bláalvöru er deilt um það, hvort þjóðdans- ar, sem mjög eru tíðkaðir í lýðháskólum og ungmenna- fél. séu syndsamlegir! Hún veldur því, að skólarnir vanda sig betur, til þess að ná í sem flesta nemendur, því alvara er í leikn- um. Og það hygg eg, að nú séu lýðháskólar Norð- manna um marga hluti fremstir á Norðurlöndum. Að minsta kosti virtist mér, að mælt á íslenskan kvarða, stæðu þeir framar dönskum lýðháskólum um lifsgildi og hagnýti. Eg vil nefna eitt, sem mér skilst að liafi verið norsku skólunum hinn mesti ávinningur. pað er málsbarátt- an. Hún á sér hinar dýpstu rætur í hugum margra þjóðrækinna ágætismanna, liefir skýrt línurnar i við- reisnarbaráttunni og fylkt þeim enn fastar um lýðhá- skólana en ella mundi. Frá þeim breiðist út norskan (landsmálið), sem ritmál, og það mótar smám saman og eðlilega talmálið. Auðvitað þarf marga mannsaldra 3

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.