Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.03.1925, Qupperneq 42

Skinfaxi - 01.03.1925, Qupperneq 42
42 SKINFAXI Við skulum ei liarma þótt skilinn við sért og í skarð þitt ei finnist þinn liki. pú vormaður dóst og þú vormaður ert í vormanna framtíðar riki. Orð þitt var traust, eiris og örugg þin sál og á þér var stöðugt að byggja. Efndánna brautin þér aldrei varð hál, á aðra þú vildir ei skyggja. Altaf það reyndist þín stefna og slarf stöðugt þitt umhverfi að bæta, og búa þeim komandi ágætari arf 'þeim arfi, sem þú varðst að sæta. Eflaust mun Huld lengi halda þér jól í hjörtunum meðlima sinna, og glæða þær kendir, sem andi þinn ól inst í hug meðbræðra þinna. Með því að gera það, þakkar hún þér með því, sem er dýrustu launin. Harmandi ástvinum huggun það cr og helst mýkir saknaðar kaunin. peir, sem þér stöðugast stóðu við hlið, i starfi er flestum lét blýna, geta nú einhuga ornað sér við ástkæra minningu þína. Lands vors guð, hann mun leiða þig inn til lifsins á æðsta sviði, og þaðan mun vinfastur vilji þinn verða oss hér bræðruin að liði. ■ ■ v ■ Aðalbjörn Pétursson. I t f t

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.