Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.03.1936, Page 2

Skinfaxi - 01.03.1936, Page 2
2 skinfaxi lyndi að nauðsynjamálum og hugsjónaefnum ungra kynslóða og framtíðarþjóðar landsins, — eða gefast hreinlega upp og leggjast í kör sína eða gröf, ef hins er ekki kostur. Hvort á að gera? Hverju svarar þú? Um viðhorf þitt er þrennt til: 1) Að þú sért á- nægður með það ástand, sem er, teljir engra umbóta þörf, viljir láta allt ganga sinn vanalega seinagang. 2) Að þú sért að vísu óánægður, sjáir deyfðina og amlóðaháttinn, en sért trúlaus á það, að unnt sé að bæta úr skák og vekja nýtt líf. — Ef annaðhvort þetta er viðhorf þitt, og það breytist ekki við nána umhugs- un og samræður við félaga þína, þá fáðu þér „sígar- ettu“ og leggstu upp í rúm. En ef svo er, sem ég vænti: 3) Að þú viljir ekki una lengur því tómlæti, sem nú ríkir, að þú trúir því, að æskan geti verið heit og sterk nú, engu síður en fyrir 30 árum, og að þú viljir sjálfur leggja nokkuð i sölurnar fyrir nýja umbóta- hreyfingu æskunnar, — þá athugaðu með mér, hvað það var, sem sameinaði æskuna og hitaði henni um 1906, hvers vegna ungmennafélagskapurinn hefir dofnað og úrelzt og hvað það er, sem frjálshuga æska landsins á að geta sameinazt um í eldmóði, nú og næstu ár. 1906 sameinaðist æska landsins í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar, út á við og innbyrðis. Hún lagði afl sitt og sál sína í írelsisdeiluna við Dani. En jafnframt vann hún að því með ráðnum hug og hugsuðu ráði, að vera sjálf fær um að vera frjálsir menn í því landi, sem liún var að leysa frjálst. Þjóðerniseldmóðurinn, bindindiskröfurnar, áhuginn á aukinni menntun, rækt- unarhugsjónin, — allt voru þetta rök í sjálfstæðis- baráttunni og skynsamlegar ráðstafanir til að gera lið sitt djarfara, færara til sigurs og trúaðra á hann. En svo vannst sigurinn í sjálfstæðisbaráttunni út á við 1918. Upp frá því fer að dofna yfir ungmenna-

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.