Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.03.1936, Side 6

Skinfaxi - 01.03.1936, Side 6
6 SKINFAXI um samvinnubyggðir. Grein Einars Kristjánssonar i næstsíðasta hefti er á sömu línu. Og enn fyr hefir verið stefnt í sömu átt með ritgerðum Aðalsteins Ei- ríkssonar skólastjóra. Og nú tel ég vera tíma til kominn, að Ungmenna- félögin reyni að hefja nýja og öfluga æskulýðshreyf- ingu, með þeirri stefnu og til þeirra starfa, sem eg vona, að þér séu ljós af framanrituðu máli. Vilt þú leggja lið þitt til þess? Fyrir mér vakir, að starfað verði með liku sniði og sænska J.U.F. gerir, og lýst er í grein i síðasta hefti. Barnadeildir með hagrænu ræktunarstarfi heima fyrir, sjálfstæðum búskap unglinganna. Til þess þurfum vér að fá æskulýðsráðunauta, eins og Sviar hafa, röska, áhugasama, fróða, ráðuga, unga menn. Mun eg leita samvinnu við búnaðarmálastjóra og landbúnaðarráð- herra um þetta efni, og reyna að fá aðstoð þeirra til að ná í framlag frá Rockefeller-stofnuninni, eins og Svíar hafa, til að launa ráðunautana. Barnadeildirnar eiga að undirbúa æskuna og tengja liana við sveit- irnar. Og gegn um þær á að ryðja þekkingu og nýj- ungum i ræktun (kornyrkju t. d.) braut inn á heim- ilin. Eldri deildirnar vinna almennara, að skipulagningu og framkvæmdum. Þær eiga að knýja fram samvinnu- byggðir, viðunandi menningarumbætur, byggðasöfn o. s. frv. Rannsaka fyrst, hvað gera þarf; framkvæma það svo. Hlutverk þeirra á að vera að skapa æsku sveitanna atvinnuskilyrði,framtíðarverkefni, lifsmögu- leika heima í sveitunum. — Félög þorpa og kaup- staða eiga að vera reist á svipðan hátt, aðeins mið- uð við atvinnuskilyrði þeirra staða. Allt á þetta svo að geta verið ein samtaka heild í sjálfstæðis- og menn- ingarmálum og almennum atvinnumálum allrar þjóð- arinnar. Þetta framtíðarmál verður aðalverkefni sambands-

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.