Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1936, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.03.1936, Blaðsíða 8
8 SKINFAXI leitSslunnar, er úrslitaþýtSingu hafa, og eggi verkamenn- ina til aukinna afkasta, — það er þetta, sem verður að gera, til þess að skapa fjölmennan her tækniþjálfaðra starfssveita.“ Stalin. Að túlka gildi Stephans G. Stephanssonar fyrir ís- lenzka menningu og menningarmöguleika, er ekki hægt í einu stuttu erindi. Persónuleiki hans er svo stórfelldur, lífsverk hans svo umfangsmikið, að hvor- ugu verða gerð skil til lilýtar nema í heilli bók. Það, sem ég segi hér í kvöld, verða því einungis frum- drög að svari við þessari spurningu: Hvað varðar ís- lenzka nútímakynslóð um Stephan G. Stephansson? Áður en gerð er nokkur tilraun til að svara þeirri spurningu, er nauðsynlegt að bera frani aðra almenn- ari: Hvaða augum lítur íslenzk nútímakynslóð á til- gang sinn og takmark? Sú spurning kann að þykja nokkuð heimspekileg, jafnvel prestleg, en það er samt spurning, sem hver einstaklingur verður að leita andsvars við, ef honum á yfir höfuð að verða líft, — ef liann á ekki að leysast upp og verða að engu. Ég geri nú ráð fyrir, að svarið við þessari síðari spurningu yrði engan veginn á eina lund hjá öllum; en jafnframt þykist ég vita, að mismunur svaranna myndi að mestu fara eftir viðliorfum einstaklinganna til hinna félagslegu fyrirbrigða í heiminum. Og til þess að marka okkur þrengra og viðráðanlegra svið, skulurn við færa spurninguna sem næst okkur sjálf- um: Hvaða augum lítur hin byltingasinnaða nútíma- kynslóð íslands á tilgang sinn og takmark? Sumum kann að virðast sem hér sé fávíslega spurt, lífsskoðun sósíalismans, marxismans, sé orðin svo al- kunn og augljós, að þar þurfi ekki framar vitnanna við. Vera má, að þetta sé nú að vissu leyti rétt. Okk- ur er það t. d. ljóst i aðalatriðum, um livað deilt er og barizt, skiljum, að það er kúguð stétt, en þó vaxt- arhæf, sem nú býst til að taka við af annarri, sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.