Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.03.1936, Side 8

Skinfaxi - 01.03.1936, Side 8
8 SKINFAXI leitSslunnar, er úrslitaþýtSingu hafa, og eggi verkamenn- ina til aukinna afkasta, — það er þetta, sem verður að gera, til þess að skapa fjölmennan her tækniþjálfaðra starfssveita.“ Stalin. Að túlka gildi Stephans G. Stephanssonar fyrir ís- lenzka menningu og menningarmöguleika, er ekki hægt í einu stuttu erindi. Persónuleiki hans er svo stórfelldur, lífsverk hans svo umfangsmikið, að hvor- ugu verða gerð skil til lilýtar nema í heilli bók. Það, sem ég segi hér í kvöld, verða því einungis frum- drög að svari við þessari spurningu: Hvað varðar ís- lenzka nútímakynslóð um Stephan G. Stephansson? Áður en gerð er nokkur tilraun til að svara þeirri spurningu, er nauðsynlegt að bera frani aðra almenn- ari: Hvaða augum lítur íslenzk nútímakynslóð á til- gang sinn og takmark? Sú spurning kann að þykja nokkuð heimspekileg, jafnvel prestleg, en það er samt spurning, sem hver einstaklingur verður að leita andsvars við, ef honum á yfir höfuð að verða líft, — ef liann á ekki að leysast upp og verða að engu. Ég geri nú ráð fyrir, að svarið við þessari síðari spurningu yrði engan veginn á eina lund hjá öllum; en jafnframt þykist ég vita, að mismunur svaranna myndi að mestu fara eftir viðliorfum einstaklinganna til hinna félagslegu fyrirbrigða í heiminum. Og til þess að marka okkur þrengra og viðráðanlegra svið, skulurn við færa spurninguna sem næst okkur sjálf- um: Hvaða augum lítur hin byltingasinnaða nútíma- kynslóð íslands á tilgang sinn og takmark? Sumum kann að virðast sem hér sé fávíslega spurt, lífsskoðun sósíalismans, marxismans, sé orðin svo al- kunn og augljós, að þar þurfi ekki framar vitnanna við. Vera má, að þetta sé nú að vissu leyti rétt. Okk- ur er það t. d. ljóst i aðalatriðum, um livað deilt er og barizt, skiljum, að það er kúguð stétt, en þó vaxt- arhæf, sem nú býst til að taka við af annarri, sem

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.