Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.03.1936, Page 11

Skinfaxi - 01.03.1936, Page 11
SKINFAXI 11 fyrir löngu er orðið andvana og ófært til að bera uppi framtiðarmerki mannkynsins. Mætti ég þá vona, að þessar hugleiðingar hafi get- að fært okkur heim sanninn um það: að tilgangur og takmark íslenzkrar nútímakynslóð- ar, og þá fyrst og fremst hins byltingasinnaða ör- eigalýðs, er nákvæmlega hinn sami og allra annarra liðinna kynslóða, sem verið hafa í vexti, sem sé meira starf, aukin framleiðsla verðmæta, vaxandi menning- arsköpun; að alþýðan, hin stritandi stétt og kúgaða, býr ein yfir þeim siðferðismætti, sem veitt getur nýju lífi í þennan tilgang og gert liann að veruleika í framtíð- inni; og að meðvitundin um þennan tilgang og þennan sið- ferðilega mátt, hlýtur, — þrátt fyrir alla áþján og allt strit, öll hin ömurlegu ytri skilyrði, — að herða á sjálfskyldulcröfum hvers vinnandi einstaklings, og það æ meir, eftir því sem stéttabaráttan harðnar. En þetta þarf okkur öllum að vera nægilega ljóst, ekki aðeins sem persónuleg vitneskja, heldur og sem félagsleg vitund, sterk, sameiginleg sannfæring, sem mótar baráttuviljann og stælir, unz yfir lýkur. Því hvað svo sem ætli yrði úr kúgun og eyðslu arðráns- stéttarinnar, hvað ætli yrði úr bankavaldinu, kaup- mannavaldinu, klerkavaldinu, ef bak við hvern ein- stakling liinnar þjáðu, stritandi stéttar stæði kröftug- ur, markvís persónuleiki, þjálfaður manndómur, ör- ugg skapfesta? Hvað svo sem ætli yrði þá úr öllu þessu annað en ekki neitt? Nú lcynnu einhverjir að spyrja: En, góði maður! hvar á þessi framleiðsluaukning verðmætanna að ger- ast, hvernig eigum við að skapa vaxandi menningu úr sivaxandi kreppu og atvinnuleysi ? Og það væri ekki öldungis að ófyrirsynju þótt svona væri spurt. Að vísu bíða 98 hundraðshlutar íslands eftir rækt-

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.