Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.03.1936, Page 13

Skinfaxi - 01.03.1936, Page 13
SKINFAXI 13 einmitt i okkar eigin herbúðum þurfum við að skapa vaxandi menningu. Hverri einustu hungurárás auðvaldsins þurfum við að svara með skarpari skilningi á tilgangi okkar og takmarki, gleggri stéttarvitund, djúpstæðari félags- kennd, stæltari sigurvilja. Hvern einasta einstakling, sem hefir atvinnu, þarf að styrkja í striti sínu, gefa honum nýja framtíðarsýn, sem gerir honum hið ófrjóa, ávaxtasnauða erfiði bærilegt, túlka fyrir honum eðl- isgildi alls framleiðslustarfs, sýna honum fram á það með rökum, að jafnvel arðrænd verðmætasköpun verndar hinn siðferðilega rétt hans til frelsisbarátt- unnar. — Hvern einasta einstakling, sem ekki hefir atvinnu, þarf að styrkja gegn athafnaleysi sínu, hjálpa honum til persónulegra viðfangsefna og beina jafn- framt starfsorku hans að félagslegri þátttöku, þann- ig, að hann finni og viti sig sem virkan starfsþegn í sjálfri stéttabaráttunni, enda þótt hann hafi verið úti- lokaður frá almennri lifsbaráttu. Allt þetta er okkur lífsspursmál, hvernig sem á er litið. Ekkert er voðalegra en að vita rétt skapaðan, heilbrigðan mann verða tilgangsleysinu að bráð, frá- hverfan hverskonar athöfn, ranglandi í rænuleysi út í ginnungagap andlegrar upplausnar. Þó er þetta ein- mitt hin eðlilega boðleið launaþrælsins, atvinnuleys- ingjans, einyrkjans, öreigans, ef hann er einangraður frá tilgangi stéttar sinnar og takmarki. En það eru ekki einungis þessi persónulegu örlög, sem hér er um að ræða, — framtiðin öll er í húfi. í fyrsta lagi verður liér aldrei nein úrslitabylting, aldrei nein altæk þjóðskipulagsbreyting, nema því aðeins að persónulegur skilningur einstaklinganna á eðli og markmiðum hinnar alþýðlegu frelsisbaráttu verði betur upplýstur, skapgerð þeirra betur þjálfuð og mótuð, áræði þeirra og atorka til framkvæmda betur vakin og samhæfð.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.