Skinfaxi - 01.03.1936, Blaðsíða 14
14
SKINFAXI
í öðru lagi verður hér aldrei nein heilsteypt upp-
bygging eftir byltinguna, jafnvel þótt æ viðþolslaus-
ara ástand knýi fram sjálfa valdatökuna, ef hinn
markvisa undirbúning mannlegrar orkunýtingar vant-
ar, þannig, að það sé aðeins fáum einum ljóst, hvert
stefnir, og hvílíkt óhemju átak, hvílíkt óhemju erfiði,
þekkingu og úthald þarf til þess að grundvalla virki-
legt verklýðsríki, og skapa þvi öryggi og þróunar-
möguleika um ófyrirsjáanlega framtið.
1 þriðja lagi getur engin verklýðsbylting né sam-
virk uppbygging náð fullkomlega tilgangi sinum,
nema því aðeins, að inntak liennar sé sjálf vegsemd
mannlegleikans, nema þvi aðeins, að augljóst sé, að
það er „hið dýrmætasta og mikilvægasta af allri
þeirri stórkostlegu auðlegð, sem til er í heiminum,"
sem verið er að frelsa: þú og ég, hinn venjulegi al-
þýðumaður, með öllum sínum þrotlausu möguleikum.
Og til hvers er verið að frelsa hann? Er kannske
verið að frelsa hann til þess að hann geti síðan ró-
legur lagt hendur í skaut sér, „haft það gott“, eins
og það heitir á máli hins metnaðarlausa borgara,
nóg að borða, góð húsakynni, tóbak í pípuna, vin í
glasið — og allt þetta með sem minnstri áreynslu
og fyrirhöfn? Nei og aftur nei. Þeir, sem lialda, að
takmark byltingarsinnaðrar baráttu, samvirkrar upp-
byggingar, stéttlauss þjóðfélags, sé slæpingsháttur,
hóglifi, hvíld i einliverjum heilögum anda litilþægr-
ar sjálfsánægju, þeir skilja eklci tilgang sósíalismans,
— þeir verða að læra betur lögmál tilverunnar.
Takmarkið er einmitt hið gagnstæða, nefnilega það,
að breyta hugsjónasnauðu, arðrændu matarstriti ann-
ars vegar og vonlausu, siðspillandi atliafnaleysi liins-
vegar, í markvíst menningarstarf, óslitna framleiðslu
sameiginlegra verðmæta, vitrænt sköpunarverk, sem
knýr mannsorkuna til hinna itrustu átaka í þjónustu
lífsgildanna, margfalt voldugri og göfugri átaka, en