Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.03.1936, Page 17

Skinfaxi - 01.03.1936, Page 17
SKINFAXI 17 sem sáning eða uppskera úti á akrinum liöfðu blás- ið honum í brjóst. — Og hvað haldið þið svo, að hafi valdið því, að þessi óbrotni, eljusami verk- maður dagsins gat haldið áfram að starfa sem hug- sjónamagnað stórskáld um síðkvöld og nætur? Hvað haldið þið að hafi valdið því, að upp úr æfilöng- um andvökum þessarar yfirlætislausu starfshetju gat vaxið sigildur boðslcapur um innsta inntak allrar menningar? Eg fyrir mitt leyti er ekki í neinum vafa: Það, sem þessu olli, var blátt áfram það, að Stephan G. Stephansson lagði markvísan, lifandi tilgang í hverja sína athöfn, tilgang, sem var algerlega jarð- neskur og raunhæfur að eðli, þann mikla tilgang, að einbeita allri orku persónuleika síns að nýslcöpun lifsgilda i þjónustu hins mannlega samfélags. Því að bið mannlega samfélag var sú hugsjón, sem andi Stephans G. var sifellt að yfirvega til fullkomnunar, enda þótt skipulagsannmarkar þess þokuðu oft og tíðum hinni félagshneigðu veru hans út í þögn ó- byggðanna, þegar lionum þótti frelsiskosti persónu- leika sins þröngvað um of. Sumum kann að virðast, sem fjarri sanni sé að nefna byltingu á nafn í sambandi við Stephan G. Stephansson. Hitt mun þó sönnu nær, að enginn mað- ur af íslenzku bergi brotinn hafi verið bytingasinn- aðri en einmitt hann; enginn hefir ráðizt af eins glóandi hjartahita á hinar þrjár höfuðskepnur kúgunarinnar: auðvald, hervald og kennivald; eng- inn skynjað skarpar í gegnum hversdagslega einangr- un allskonar þrár og þjáningar litilmagnans, allt ut- an úr yztu viðáttu veraldar og aftan frá fjærstu svið- um sögulegrar þekkingar. Og svo herskár var hann í stríði sínu fyrir réttlæti og sannleika, að hann var þess jafnan reiðubúinn, að standa aleinn gegn öll- um heimi, ef á þurfti að halda; hann sættist aldrei á neitt, sem stóð heilbrigðum vexti lífsins fyrir þrif- 2

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.