Skinfaxi - 01.03.1936, Qupperneq 18
18
SKINFAXI
um; hann var, þrátt fyrir takmarkanir aðstöðu sinn-
ar i tíma og rúmi, hinn sjálfræktaði sósíalisti, hreinn
eins og uppsprettulind íslands, ósveigjanlegur eins
og stuðlaberg þess.
En þrátt fyrir allar hans miskunnarlausu árásir
á hverskonar spillingar- og kúgunarvöld, þrátt fyrir
allar lians eggjandi kröfur um uppreisn alþýðunnar
til félagslegrar umsköpunar, gleymdi hann aldrei eitt
andartak sjálfsskyldunni, hinni einlægu, alvöruþungu
kröfu til sjálfs sín um meiri manndóm, heilsteypt-
ari skapgerð, stærri persónuleika. Þess vegna gat
öll barátta hans orðið svo jákvæð, þess vegna finn-
um við yl vorsins í hans köldustu myndum og lík-
ingum, ilm vaxtarins í hans bitrustu ádeilum og sig-
urtón sannleikans jafnvel i hans lakast formaða ljóði.
í liverju kvæði hans réttir liinn látlausi bóndi, hinn
óbrotni verkamaður, fram slitna starfshönd sína og
bendir inn í hina óendanlegu framtið mannlegra
möguleika. Og í hverju kvæði hans ymur af fjarrænu,
aldaþungu fótataki hinna horfnu, striðandi kynslóða,
sem fundu loks athvarf andvörpum sinum og von-
um i lífi hans og ljóði:
Og svo er á sérhverju vori,
er sumarið kemur til lands,
sem leynzt hafi lífsmark í spori
þess liðna og steingleymda manns,
— sem vonin hans liggi i landi,
í laufskrúðans dásemd hans andi,
í gróðrinum hugurinn hans.
Ef nútimakynslóð íslands varðar ekkert um þann
streng, er þannig ómar, ef hana varðar ekkert um
þá lotningu fyrir vegsemd mannlegleikans, þá ást
á frelsi, sannleika og réttlæti, þá fyrirlitningu á rang-
læti, hræsni og kúgun, sem allt lífsverlc Stephans
G. Stephanssonar er svo gagnsýrt af, ja, — um hvað
varðar hana þá?