Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.03.1936, Page 24

Skinfaxi - 01.03.1936, Page 24
24 SKINFAXI en að ergja oss sjálf og oft og einatt fá þau til að orga, að hasta á þau og segja þeim að vera nú kyrr- um. Eina ráðið er að fá þeim starf við þeirra hæfi, en hvert aldursskeið þarfnast ákveðinna hreyfinga og ákveðinna starfa. Svo er og um oss, sem eldri erum. Fjölbreytni er æskunni nauðsynleg. Einhliða vinna er þreytandi og lamandi, einkum fyrir ungt fólk, og getur hæglega valdið leiðindum og leti, en hana vilj- um vér alls ekki hafa í verki með oss. Menn hafa fyrir löngu vitað, að hið vænlegasta ráð til líkamlegs og andlegs þroska, og að kenna mönnum að vinna, ekki með hangandi liendi, held- ur með þrótti, lífsgleði og áhuga, væri að ala æsk- una upp við fjölbreytta leiki, leikfimi og íþróttir. Sá starfsáhugi og atorka, sem menn temja sér í æsku, kemur að góðu haldi siðar i lífinu. „Hvað ungur nemur, gamall temur.“ Leikirnir veita holla og góða hreyfingu, kenna mönnum að vinna í félagi og hlýða settum reglum. Þeir eiga að kenna mönnum að ofmetnast ekki af unnum sigri, og taka ósigri með þrelci og stillingu. Fimleikarnir temja líkamann og þroska alhliða, svo að vér fáum betra vald á öllum vorum hreyf- ingum og athöfnum. íþróttirnar vekja áhuga til starfa og kenna mönn- um að notfæra sér hæfileika sína, auk margra ann- arra kosta. — Iþróttahreyfingin og áhuginn á leikjum og fimleikum er ennþá ung hér á landi, og er þekk- ingu alls fjölda manna og skilningi á þessum efn- um mjög ábótavant. Brautryðjendurnir fyrir þessari hreyfingu voru æskumennirnir sjálfir, sem reyndu að brjótast úr kútnum, en þó að vísu studdir af ýmsum ágætum eldri mönnum, sem skildu, að hér var komið gott málefni á dagskrá, sem bæri að styðja.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.