Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.03.1936, Page 25

Skinfaxi - 01.03.1936, Page 25
SKINFAXI 25 Voru } að einkum ungmennafélögin, sem voru boð- berar í þessum efnum, og nokkur iþróttafélög í Reykjavík, sem hófu starf sitt um líkt leyti, eða færð- ust þá í aukana. III. Nú er vert að líta yfir farinn veg og athuga liverja inenningarlega þýðingu þessi íþróttavakning hefir haft og hvar vér erum á vegi staddir. Sjálfur ætla eg mér ekki að kveða upp neinn á- kveðinn dóm i þessu efni, en tel þó, að vér megum mjög vel við una, eftir atvikum. Dómurinn lilýtur annars fyrst og fremst að byggj- ast á því, hver álirif æfingarnar hafa haft á þátt- takendurna. Verðum vér því að spyrja: Eru þeir þróttmeiri, þolnari, fimari og viðbragðs- fljótari fyrir iþrótt sína? Eru þeir stundvísari? Eru þeir reglusamari? Eru þeir kappsfyllri og meiri áhugamenn i starfi sínu? Eru þeir háttprúðari og betur skapi farnir og þvi umgengnisbetri en aðrir menn? Þó að dómar vorir verði ekki hagstæðir i öllum tilfellum og á meðal íþróttamannanna kunni að finn- ast óreglumenn, sem eru óábyggilegir og óstundvís- ir, eða yfirgangssöm ruddamenni, þá má ekki dæma íþróttahreyfinguna of hart vegna þess, að hún er ennþá á byrjunarskeiði. En venjist íþróttamennirnir á framantalda mann- lega ókosti, og séu þeir ekki tamdir til liins gagn- stæða, svo að öll starfsemin miði að því að gera iþróttamennina að áhugasömum mannkostamönnum, sem svo ynnu verk sín léttara og væru eftirsóttir fram yfir aðra menn, þá væri slík íþróttastarfsemi vafasöm gæði. Það leiðir því af sjálfu sér, að öllum

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.