Skinfaxi - 01.03.1936, Qupperneq 28
28
SKINFAXI
bæði vegna sjálfra vor og þjóðfélagsins. Þvi ríður
svo mjög á, að þess sé vel gætt, og stofnsjóðurinn
aukinn.
Takist það, að gera mennina þrifnari, hraustari,
þrekmeiri og þolnari, fimari og fljótvirkari, djarfari,
en gætnari, treysta skapsmunina svo, að þeir fái not-
ið greindar sinnar og þekkingar, þá hefir höfuðstóll-
inn aulcizt. Og menn fá þá betur staðizt allar kreppur.
í ársriti Slysavarnafélagsins 1934 eru myndir af
þremur persónum, sem hver fyrir sig hefir með
íþrótt sinni bjargað mannslifi, og þá um leið stór-
um verðmætum fyrir þjóðfélagið. Allar eru þær á
aldrinum 16—18 ára. Er það tilviljun ein, að ung-
lingar á þessum aldri urðu til þess? Nei, þetta er tal-
andi tákn. Það er ánægjulegt, að horfa á þessar mynd-
ir, því að þær segja svo mikið um hina nánustu for-
tíð, og lofa svo miklu um ókominn tima.
Ludvig Guðmundsson:
ÞegnskylduTinna, skólaskylda, vlnnnskólt.
Isafirði, 13. febr. 1936.
Kæru ungmennafélagar.
Fyrir atbeina vinar míns og gamals nemanda, form.
U. M. F. Velvakandi, Skúla Þorsteinssonar, kennara,
var haldinn „farfuglafundur“ í Kaupþingssalnum i
Reykjavík 21. jan. s. 1. Mikill fjöldi ungmennafélaga,
viðsvegar að, var þarna mættur. Meðal dagskrárliða
var erindi, er eg flutti um þegnskylduvinnu, skóla-
skyldu og vinnuskóla. Að loknu erindinu urðu nokkrar
umræður um efni þess. Meðal annarra er tóku til máls,
voru hr. búnaðarmálastjóri Stgr. Steinþórsson og frú