Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.03.1936, Page 30

Skinfaxi - 01.03.1936, Page 30
30 SKINFAXI bundna stjórn, og í þriðja lagi er tilgangurinn með henni að rækta landið og bæta. Hér er um gagnlegan, verkleg- an skóla að ræða fyrir þjóðina, skóla, sem oss vantar tilfinnanlega, skóla, sem allir karlar á landinu undan- tekningarlaust eiga að læra i mjög þarflega landvinnu, skóla, er styrki og æfi taugar og vöðva þeirra manna, er eigi hafa vanizt líkamlegri vinnu, skóla, er veiti sjó- manninum þekkingu á að rækta jarðarblett kringum liúsið sitt, og glæði áhuga hans á að gera það“. Tilgangur þegnslcylduvinnunnar var, — í stuttu máli: 1. að „rækta landið og bæta“, og 2. að „rækta og bæta þjóðina, sem byggir landið“. Öldur þær, er risu af þessari tillögu á næstu árum á eftir, voru háar og brotnuðu víða. Menn skiptust mjög í flokka um málið, og er eigi tóm til að rekja það hér. Málið náði eigi fram að ganga. Þjóðin hafði litla félags- lega reynslu og skildi eigi, að í tillögu Hermanns heit- ins lá fólgið kim að miklum gróðri, sem lienni gæti orðið til farsældar, menningarlega og efnalega. En Hermann Jónasson var á undan sínum tíma og málið var flutt a. m. k. þriðjungi aldar of snemma. II. í ár, 1936, er liðinn þriðjungur aldar! Margt hefir á daga þjóðarinnar drifið á þessu tímabili. Heimsstyrj- öld geysaði í fjögur ár, og nú hefir kreppan þjakað þjóðunum í sex ár. íslenzka þjóðin slapp of auðveldlega frá eldskírn stríðsáranna. Kreppan virðist ætla að kenna henni betur að lifa. Markaður fyrir íslenzkar af- urðir þrengist víða um lönd. Erlendur gjaldeyrir minni. Þjóðin verður að búa betur að sínu. — Aukin vinnu- og véltækni krefst færri vinnuhanda til framleiðslu þess, sem þjóðin þarf að nota, eða unnt er að selja er- lendis. — Ör vöxtur þjóðarinnar (c: 1500 manns á ári), minnkandi ungbarnadauði, lenging meðalaldurs lands- manna, allt þetta eykur hinsvegar stórum tölu starf-

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.