Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.03.1936, Side 32

Skinfaxi - 01.03.1936, Side 32
32 SKINFAXI ráðstöfunum, sem nú hafa verið nefndar, vex hún enn. En ef þetta er þjóðarnauðsyn, verður að fara þessa leið. En það væri að búa æskunni nýtt og aukið böl, að svifta hana athafnamöguleikum í rikara mæli en orð- ið er, ef ekkert kæmi í staðinn. Æskan krefst viðfangs- efna, stórra verkefna. Starf er henni lífsnauðsyn. En ef ])au verkefni eru eigi fyrir hendi innan vébanda at- vinnulífsins — og allt bendir til þess að þar sé þeirra ekki að leita —- þá verður á öðrum sviðum að skapa þau. Virðist þá eigi önnur leið opin en sú, að æskuárin verði notuð lengur en nú er almennt, til aukins náms og undirbúnings fyrir manndómsárin. Vaknar þá sú spurning, livernig slíku námi skuli haga, hvað skuli kenna, hvar, hve lengi og hvernig. Almennt aukið bók- nám er dýrt, krefst margra nýrra, dýrra skóla, nýrra kennara og óvíst um blessun þess fyrir allan þorrann. En verknám? Það hafa skólar vorir vanrækt mjög. Lengi liefir þess verið þörf, nú er þess nauðsyn, þjóðar- nauðsyn. IV. Og þá erum við aftur komin að hugsjón Hermanns heitins Jónassonar um „gagnlegan, verklegan skóla .., skóla, sem oss vantar tilfinnanlega, skóla, sem allir karlar í landinu undantekningarlaust eiga að læra í mjög þarflega landvinnu“. Þegar Hermann heitinn fyrst bar fram þessa merku tillögu sína, var ekkert atvinnuleysi í landinu. Tilgang- ur þegnskylduvinnunnar var: að manna æskuna og gera landið byggilegra. Hvorstveggja er enn þörf. Þessi meginrök Hermanns fá enn staðizt í fullu gildi, jafnt í sveit sem við sjó. Vegna þeirra einna væri full ástæða til að taka mál hans upp að nýju og hrinda því í framkvæmd. — En nú er alvinnuleysi í landinu. Hundruð ungra manna, sem þarfnast og þrá hæfileg viðfangsefni og vinnu, fá ekkert að gera. Og öll líkindi benda til þess, eins og áður er sagt, að þessi hópur verði

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.