Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.03.1936, Page 34

Skinfaxi - 01.03.1936, Page 34
34 SKINFAXI VI. Skal eg nú skýra frá tilraun í þessa átt, sem ráðgert er að framkvæmd verði á Isafirði í sumar. Þar er að vísu eigi um verknámsskyldu að ræða; og er óvíst hvort strax skuli halda inn iá þá braut. Ef atvinnuleysið er eins sárt böl og haldið er fram, ætti eigi að þurfa að skylda atvinnulaus ungmenni til þátttöku í slíku verk- námi. I Tunguskógi, ca.: 4y2 km. frá Isafirði á nemendafél. gagnfræðaskólans allstórt hús, sem heitir Birkihlíð. (Hefir þessu húsi áður verið lýst í „Skinfaxa“ i grein eftir Aðalst. Eiríksson skólastjóra. Greininni fylgdu myndir af Birkihlíð). Ráðgert er að bjóða allt að 30 piltum, 16—20 ára gömlum, að dvelja þarna um tveggja mánaða skeið. Eiga þeir að hafa þar fría dvöl, fá til af- nota vinnuföt og skó og nokkrar krónur á viku (ca.: kr. 3.00). Vanur verkstjóri annast verkstjórn og kennslu vinnunnar. Leikfimiskennari aðstoðar við verkstjórn og kennir iþróttir. Ráðskona sér um mats- eld og húsverk, en piltarnir aðstoða hana til skiptis. Piltarnir eiga daglega að vinna líkamlega vinnu í 5 stundir, hlýða á eitt erindi og hafa eina stund til íþrótta. I nágrenni Birkihlíðar bíða fjölmörg verkefni úrlausn- ar, m. a. vegur upp í Seljalandsdal, sem mun vera bezta skiðaland hér á landi nálægt kaupstað; skammt frá Birkililíð má gera mikla maljurtagarða, rækta skóginn og fleira og fleira. ( Með þessari tilraun er stefnt að tvennu: 1. Að rækta landið og bæta. Nota vinnuafl piltanna til þess að skapa bæjarfélaginu vinnuverðmæti. 2. Að rækta og bæta unglingana. Að nota þessa mán- uði til þess að manna unglingana, auka vinnuhæfni þeirra og þrótt með skipulagsbundnu vinnunámi og íþróttaiðkunum við reglubundið, einfalt líf og strangan aga, i heilnæmu skógar- og fjallalofti.--( Sú regla verður jafnan að ráða um val verkefnanna,

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.