Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.03.1936, Side 39

Skinfaxi - 01.03.1936, Side 39
SKINFAXI 39 Hjá þjóðinni ólu einstakir menn á andúð gegn bann- lögunum og efldu viljann til þess að brjóta þau. Og nú, þegar bannið er afnumið, er bindindisfélagsskapurinn ekki að eins lamaður, heldur algerlega máttvana. Fyrir 30 árum var þörf, nú er nauðsyn, til að efla hvern þann félagsskap, sem vinnur að bindindismál- um. Þetta sannar, ekki aðeins hin gífurlega fjárhæð, sem árlega er varið lil áfengiskaupa, og aldrei meira en einmitt siðan bannlögin voru afnumin, heldur og fyrst og fremst liin andlega og likamlega lömun og rot, sem vínnautninni er samfara, og eykst ár frá ári, og sem sýnilega er að ná æskunni meira á sitt vald, en nokkru sinni fyr, og það svo að segja jafnt konum sem körlum. Nú er það æskunnar að spyrna við fótum og láta ekki lengur skeika að sköpuðu um þau mál. Hún á að fylkja sér um þann félagsskap, sem vill, ekki að~ eins vernda hana, heldur og tryggja hana fyrir fram- tíðina. En það er ekki nóg, að ganga í félagsskapinn og undirskrifa lög og reglur, heldur þarf hver einstak- hngur, fyrst og fremst, s j á I f u r að halda trúlega sitt heit og skyldur við félagsskapinn og gerast virkur þátt- takandi í starfinu. Hinn mesti ósigur hvers félagsskap- ar er það, að lians eigin meðlimir vanhelgi eða felli merkið. , Hin íslenzka æska mun, ef hún framfylgir hugsjón- um ungmennafélaganna, ekki aðeins verða fær um að taka á sig ábyrgð og framkvæmdir fyrir sitt þjóðfélag, heldur og fá breytt því almenningsáliti, sem nú ríkir vor á meðal um eitl og annað, þar á meðal um notkun áfengis, og sem öllu öðru fremur elur og glæðir vín- nautnar-ástríður fólks. Þá verður hún líka fær um, vegna andlegrar, líkamlegrar og fjárhagslegrar að- stöðu, að bæta úr ýmsum þeim meinum, sem mannleg skammsýni og þröngsýni, ásamt vits- og fjármuna- plógnum Bakkusi, liefir valdið. ( 1 skauti framtíðar liggja mörg mál óleyst. Þau bíða

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.