Skinfaxi - 01.03.1936, Síða 40
40
SKINFAXI
með tækifæri handa hverjum þeim, sem vill reyna
krafta sína við lausn þeirra.
Vér tókum ræktunarmálin i upphafi á stefnuskrá
vora. Þau eru enn í fullu gildi. í þeim er nú breiðara
viðhorfa að koma, þar sem nýbýlamálin blasa við.
Með stofnun nýbýlahverfa, á þeim landssvæðum, sem
vel eru til ræktunar fallin og bezt í sveit komið til sam-
gangna, er bæði skapað meira atvinnuöryggi, sem felst
í eigin framleiðslu, og trygging fengin sveitunum til
handa um að halda æskunni þar, með þvi að skapa
henni möguleika til stofnunar sjálfstæðra heimila og at-
vinnulífs. Æskumenn! Leggið hér hönd á plóginn og
styðjið þá, sem vinna að þessu máli, því að það er fyrst
og fremst fyrir ykkur gert.
Annað ræktunarmál vil eg benda á, sem eitt liið allra
sjálfsagðasta áhugamál allra æskumanna og lcvenna.
Það er 1 í k a m s r æ k t i n, íþróttaiðkanirnar.
Oss, sem vitum, hversu órjúfanlegt er samband lík-
ams- og sálarlífs, verður að skiljast það fyllilega, að
jafnframt því, sem vér viljum efla andlega lieilbrigði,
þurfum vér og að rækla líkama vorn. Hann getum vér
hezl ræktað með skynsamlegum íþróttaiðkunum, ásamt
heilbrigðu lífi. En vér eigum ekki að hylla metastefnu
þá, sem rikl hefir um of í íþróttamálunum.
Iþróttirnar eiga að verða almenningseign. Þá geta
þær orðið sá aflgjafi ungum og gömlum, sem þær eiga
að vera og þá fyrst ná þær tilgangi sínum.
Að lokum skal eg benda á eitt mál, sem sérstaklega
virðist bíða uppvaxandi æsku, jafnt hvar sem er á land-
inu, það eru slysavarnirnar.
I hvert sinn, sem Ægir heimtar sínar stórkostlegu
fórnir, verða fleiri eða færri hamingjurof, og vér finn-
um til sársauka og meðliðunar með hinum mörgu, sem
fyrir því verða. En jafnframt finnum vér varnarleysi
vort gagnvart þessum, oft svo trylltu, náttúruöflum. Þá
finnum vér til ákafrar löngunar til þess, að reyna að