Skinfaxi - 01.03.1936, Blaðsíða 41
SKINFAXl
41
skapa þessum mörgu mönnum, sem í hættunni standa
og leggja fram líf sitt í viðureign Ægis, til þess að sækja
björg og brauð handa sér og ástvinum sínum og allri
þjóðinni, það öryggi, sem frekast er hægt þeim að
veita. :
Tökum þetta mál til stuðnings og átaka á komandi
árum. Það getur hvorttveggja verið, að vér séum með
því að vinna fórnarstarf, og líka að vér séum að vinna
fyrir oss sjálf, því að enginn veit hvar næst verða skörð-
in höggvin.
Það hafa jafnan verið örðugleikarnir og erfiðustu
viðfangsefnin, sem drýgst liafa orðið til þess að sameina
mennina. Þegar þeir standa við hyldjúp óbrúaðra tor-
færa, finna þeir fyrst sinn eigin vanmátt. Þá finna
þeir, hversu einstaklingsorkan er takmörkuð, og þá
fyrst verður þeim ljóst, að það verður aðeins með sam-
starfi hægt að lyfta þeim björgum, sem einstaklingur-
inn fær ekki bifað. Þetta var stofnöndum ungmenna-
félaganna Ijóst, og þetta verður ljósara með ári hverju.
Það sanna hin margvíslegu félög, sem stofnuð eru. Með
hverju ári rísa upp margskonar stétta- og atvinnufélög,
allt upp af þeirri rót sprottið, að með vaxandi menningu
þroskast skilningur manna á nytsemi og nauðsyn sam-
vinnunnar. t
Á æskunni og hinni uppvaxandi kynslóð byggjast
vonir vorar um bættan hag lands og þjóðar. Hún hefir
h'fið í sér falið og i því er krafturinn fólginn.
Islenzkir æskumenn og konur, sýnið í verki aðdáun
yðar á hinum fornu afreksmönnum, sem þér löngum
dáið og i mörgu að verðleikum, með því að sameina
hina dreifðu krafta yðar, og beina þeim til styrktar og
stuðnings hverju því máli, sem aukið geti heill og
hamingju þjóðar vorrar.
Þá fyrst eruð þér trú hugsjónum ungmennafélag-
anna. Gerið þær að yðar hugsjónum. ;
Minnumst hins liðna í sögu þessa félagsskapar, og