Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.03.1936, Side 43

Skinfaxi - 01.03.1936, Side 43
SIÍINFAXI 43 þegar í byrjun það majrkmið, að vernda þjóðar- íþróttina, íslenzku glimuna, og hefja liana til vegs. Það er vafasamt, að hve miklu leyti þeir ungu og vösku menn, sem stofnuðu Glímufélagið Ármann, hafa gert sér grein fyrir því, að með þessu tóku þeir virkan þátt i sjálfstæðisbaráttu þjóðar sinnar. En á þeim árum var gróandin svo mikil með þjóðinni, og ungu mennirnir voru svo fullir af krafti og starfs- löngun, að þeir urðu að hefjast handa. Æskan, sem stóð að stofnun ungmennafélaganna og Glímufélags- ins Ármanns, minnir sannarlega á vorið, hlýtt, ið- andi af lifi og lífsvon. Það var árið 1906, 7. janúar, sem Glímufélagið Ármann var formlega stofnað, með um 40 félagsmönn- um. Var kosinn formaður þess Guðmundur Guð- mundsson. En félagið á sér forsögu þess tíma, og hún er þannig, að skömmu eftir að Goodtemplara- reglan var stofnuð liér á landi, eða 1887, tóku noklcr- ir piltar innan stúkunnar „Einingin“ að æfa islenzka glímu, og nefndu þeir glímuflokk sinn Ármann. Þessi glímuflokkur starfaði síðan nokkuð, og má segja, að hann hafi verið fyrsti vísir Glímufélagsins Ármanns. Ármenningar hugsuðu í byrjun eingöngu um glím- una, og æfðu af kappi, við skilyrði, sem fáir myndu láta bjóða sé nú. En kappið og vorhugurinn lét ekki bælast af lélegri aðbúð, né ótrú fólksins á þessari starfsemi. Líka mátti það sín mikils í að ýta undir öflugar glímuæfingar, að fréttir bárust suður af á- gæti hinna norðlenzku glímumanna. Þar voru háðar kappglímur, keppt um Grettisbeltið, sem nokkrir borgarar á Akureyri böfðu gefið, af ábuga á ís- lenzku glímunni, og heitið Glímukonungur íslands. Jóhannes Jósefsson, sem var glímukonungur, var tal- inn ósigrandi, og var ekki laust við, að Ármenning- ar fyndu til glímuskjálfta, er þeim varð hugsað norður. Það er ekki hægt að segja svo frá stofnun Glímu-

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.