Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.03.1936, Page 47

Skinfaxi - 01.03.1936, Page 47
SKINFAXl 47 breytni sína, verið trútt sinni fyrstu stefnuskrá, að fegra og vernda íslenzku glímuna, og má með sanni segja, að Glimufélagið Ármann sé liáskóli fyrir þessa íþrótt; háskóli, sem menn telja sig verða að sækja, af þeir vilja ná árangri. Glímufélagið Ármann á bezta leikfimisflokk lands- ins og ennfremur beztu kappróðrarflokkana. Það stendur og framarlega í frjálsum iþróttum og sundi. Starfssvið Glímufélagsins Ármanns hefir fyrst og fremst verið í Reykjavík. En þó liefir álirifa frá því gætt um allt land, bæði fyr og siðar, og hafa þau áhrif einkum komið fram i viðhorfinu til islenzku glímunnar. Glímufélagið Ármann hefir orðið til þess, að leggja mestan skerfinn að því, að halda lienni við og fegra hana, og á vonandi eftir að gera það lengi enn. Að þeir eru til, sem bera á það brigður, að glím- an sé af íslenzkum uppruna, skiptir engu. Þetta er þjóðaríþróttin. Hún hefir lifað með þjóðinni gegn um aldirnar og hefir jafn mikinn rétt á að kallast íslenzk eins og móðurmál okkar. Ármann hefir lagt drjúgan slcerf til uppeldis Reyk- víkinga og líkamsþroska þeirra. Verður það aldrei metið svo sem vera ber, hver styrkur þjóðfélaginu er að hverjum einstaklingi, sem eykur starfshæfni sina á því, að stunda iþróttir, en snýr baki við leti og ómennsku. Glímufélagið Ármann hefir og, mest allra íþrótta- félaga landsins, aukið hróður þess út á við, með hin- um ágætu utanferðum sínum og sýningum á Alþingis- hátíðinni 1930. Allir, sem unna líkamsmenningu og íþróttum, munu á þessum tímamótum, senda Glímufélaginu Ármanni kveðjur sínar og þakkir fyrir starf félagsins fyrir alla íslendinga, og óska þess, að það starfi enn lengi eins og það hefir gert, í samræmi við kröfur tímans, án þess að gleyma sínu þjóðlega menningarstarfi.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.