Skinfaxi - 01.03.1936, Page 49
SKINFAXI
49
í tónsins veldi töfrast sála mín,
og tær og hrein af söngsins öldum stígur,
því söngsins land er lífs míns draumasýn,
þar lund og stund frá angurs-dölum flýgur.
Þitt söngvamál er fætt við eld og ís
og ógnir brims og storms, og gljúfrahljóminn.
En ást og vor og heilög hjartans dís
heitum strengjum jók í styrka róminn.
Þeim var svo sjaldan græna greinin vís,
er gullið spunnu bezt í hörpustrengi.
En þökk frá íslands þjóð og söngvadís
til þín mun hljóma, bæði djúpt og lengi.
Og væri’ eg svanur, syngja skyldi’ eg þökk,
þeim söngva-smið, er töfrasprotann reiddi,
svo tóna-bál af hverjum fingri hrökk,
og hljóða þjóð í sæludrauma leiddi.
Símskeyti á 55 ára afmæli tónskáldsins, 1936.
Súptu, þar sem sólin skín,
sönggyðjunnar messuvín.
Lengi syngur lögin þín
litla þjóðin, frænka mín.
Ríkarður Jónsson.
4