Skinfaxi - 01.03.1936, Síða 52
52
SKINFAXl
batnaðar, frá því, sem nú er, þá er það alls ekki glæsi-
legt.
Sjávarútvegurinn, þessi mesta tekjulind landsins, er
á lieljarþröminni. Skipunum fækkar. Þau gömlu ganga
úr sér, en lítið nýtt bætist við. En þnátt fyrir fækkun
skipanna er ekki til markaður fyrir liina hverfandi
framleiðslu. Af þessu leiðir, að fleiri og fleiri menn
rnissa atvinnu. Hópar atvinnuleysingjanna stækka og
vandræðin aukast jafnt og þétt.
Af þessu leiðir, að eitthvað verður að hefjast handa.
Æskan þarf að fá einhverja nýja starfsleið til þess að
geta lifað. Æska, sem starfar og vinnur sér fyrir dag-
legu brauði, er á réttri hillu. Flestir æskumenn þrá að
fá að vinna. En þeirri þrá verður ekki fullnægt.
Auðurinn er afl þeirra hluta, sem gera skal. En ís-
lendingar eiga engan auð og geta þess vegna ekki látið
börnin sín mennta sig. Og unglingarnir fá ekki vinnu,
til þess að vinna sjálfir fyrir fé sér til menntunar.
En það er eitt enn, sem allt of sjaldan er tekið með
í reikninginn. Það eru sveitirnar. Allir vita, hversu
mikið væri hægt að rækta landið, meira en gert hefir
verið. Og það er hægt, enda þótt efnin séu ekki mikil.
Því að ef viljinn er nógur, þá er hægt að klífa stærri
björg en ella. Þarna er sannarlega íhugunarefni fyrir
unglingana. Landið liggur óræktað og bíður eftir þvi,
að einhver komi og slái sinni verndarliendi yfir það.
Eg held, að það væri ráðlegra fyrir unglinga, sem úr
sveitunum flylja í atvinnuleysið i kaupstöðunum, að
reyna að byggja nýbýli í sveitunum, í félagi til að byrja
með, en auka þá við það síðar, ef vel gengur. T. d. væri
tilvalið að byggja nýbýli sunnan lands, sem og þegar
er byrjað. Þar sem landið er byggilegast gæti búið helm-
ingi fleira fólk við góð kjör, heldur en nú er, og án
þess að nokkuð yrði kreppt að þeim, sem fyrir eru. Og
hvað þýðir fyrir alla að þyrpast á mölina, þegar ekkert
er að gera? Því ekki að snúa sér að þvi, sem nær er og