Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.03.1936, Page 54

Skinfaxi - 01.03.1936, Page 54
54 SKINFAXI um hefir hugur landsbúa meira stefnt að því, að fylgj- ast með því, sem gerist. Og hjörtun hafa mótazt af af- komunni. Menn líta með ugg og ótta til framtíðarinn- ar, hvað hún muni bera í skauti sinu. Og þarna hafa ungmennafélögin eins og numið staðar og verið á báð- um áttum. En svo búið má ekki lengur standa. Því að ung- mennafélögin hafa frá byrjun verið félagskapur fram- takssamrar æsku. Þau hafa unnið að þeim málum, sem hafa verið mál framtíðarinnar. En þó hafa jarðræktar- málin ekki verið tekin nægilega inn á stefnuskrá þeirra ennþá. En þau verða félögin að taka til athugunar. Því að hvað er að vinna „íslandi allt“, ef ekki það, að stuðla að þvi, að landið geti orðið fullkomlega sjálfstætt og búið sem mest að sínu? Já, góðir ungmennafélagar, þarna er verkefni, sem bíður lirlausnar. Það er skylda okkar, að stuðla af fremsta megni að því, að landið geti losnað við þær þungu byrðar, sem á því hvíla. Landið bíður óræktað. Landið kallar og krefst átakanna. Landið okkar! Landið með vötnin, fjöllin og árnar. Landið með holtin, móana og mýrarnar. Landið með allan dýrlega fuglasönginn. Landið með sögurnar og leyndardómsfullu æfintýrin. Og þetta töfraland kallar á okkur. Hví skyldum við ekki gegna því kalli ? Því að livað er yndislegra en gróð- ursælar sveitir og gróin tún, grösugar engjar og grænir skógar um sumartið? Elckert! Landið er það bezta, sem við eigum. Og það er skemmtilegt, að yrkja jörð- ina og geta sagt: „Þetta er mitt land“. Látum drauminn rætast um það, að landið geti orðið sjálfstætl til fulls. Yið getum það vel, ef viljinn er nógu sterkur. Skógarnir eru horfnir. Prýðum landið i þeirra stað, með því að rækta það! Landið er bert í dag, þar sem skógurinn breiddi út blöðin fyrir þúsund árum. Yið getum ekki komið upp skóginum aftur, eins og áður

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.