Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.03.1936, Page 55

Skinfaxi - 01.03.1936, Page 55
SKINFAXI 55 var hann. En annað getum við gert: Breytt hollum og móum í blómskrýdd tún og matjurtagarða. íslending- ar! Tökum liöndum saman og vinnum að því, sem þjóð vorri getur orðið til lieilla. Aðalsteinn Teitsson: Uogmennafélögin og nýbflamálið. Á siðasta Alþingi voru samþykkt lög um nýbýli og samvinnubyggðir, þar scm veittur er bæði beinn og óbeinn styrkur, til þess að reisa nýbýli. Má óefað telja lög þessi ein liin merkustu á sviði landbúnaðarins, og spádómur minn er sá, að þau muni verða eitt bezta meðal, sem enn hefir fundizt, við liinni illræmdu kaup- staðasýki, að fólkið streymi úr sveitunum til kaupstað- anna. Hér finnst mér vera um mál að ræða, sem ungmenna- félögunum sé vert og skylt að hlynna að, þvi að ung- mennafélögin eru félagsskapur þeirra, sem eru og verða arftakar þeirra, sem nú bera landbúnaðinn uppi. Þess vegna lilýtur það að vera áhugamál æsku sveitanna á bx erjum tíma, að vinna vel og dyggilega að vexti og vel- gengni landbúnaðarins, að vexti og velgengni sveitanna. Þetta mál, nýbýlamálið, virðist því vera eitt hið stærsta mál, sem öll ungmennafélög sveitanna ættu að liafa á síefnuskrá sinni, ættu að helga krafta sína. Og eg geri það hiklausl að lillögu minni, að ungmennafélögin dragi fána sinn að húni og beri hann fram til sigurs, fram til farsæls árangurs í þessu máli. En til þess þarf að leita að og finna leiðir til þess að fara, svo að árangur náist; finna þær leiðir, sem eru hagkvæmastar og gefa von um góðan árangur. Og eg

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.