Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.03.1936, Page 59

Skinfaxi - 01.03.1936, Page 59
SKINFAXI 59 lieima í átthögum, að loknu námi. Því að byrja á þess- Um ræktunartilraunum, án fullkominnar þekkingar, getur valdið mistökum, er vektu óhug á framkvæmd- um, ef ekki að fullu, þá til stórra tafa. Styrk til svona náms ættu sýslufélög og búnaðarsambönd að veita, því að Ungmennafélögin hafa engu fé á að skipa til þess, enda nóg hlutverk fyrir þau, að vinna að málinu, með hvatningum og áhuga, og sjá til þess, að starfað væri af fullum krafti, að fenginni þekkingu. Þá er heimilisiðnaðurinn. Hann virðist sjálfvahð verkefni fyrir ungmennafélögin, og ættu þau að taka höndum saman við þann félagsskap, sem nú þegar vinnur að þeim málum. Það er svo þýðingarmikið mál, að það þurfa sem flestir með þjóðinni að taka þar liöndum saman. Og til fljótra framkvæmda er það heppilegast, að það sé gert á félagslegum grundvelli. Þar er um auðugan garð að gresja til athafna. En eins og er, er eyðimerkurlegt yfir að líta, á allt of stórum svæðum, og þó virðast nær allir sjá þörfina fyrir breyt- ingu á því sleifarlagi, sem nú ræður á því sviði. Það er að vísu lalsverð stoð fyrir málefnið. En hvað veldur framtaksleysinu að kippa þessu í lag? Ur því sem komið er, verður það helzt gert með því, að hafa breytandi, og betrandi áhrif á liugsunarhátt fjöldans, og það tekst bezt með félagslegum áhrifum. Það er ekki minnkunarlaust, að þjóðin skuli þurfa að láta aðrar þjóðir vinna handa sér sokka og vettlinga, svo að eitthvað sé nefnt. Eða að vér skulum standa langt að baki hinum fámennu Færeyingum í þessum greinum. Þetta er svo mikil skömm, að við ættum ekki að geta litið hver upp á annan, hvað þá framan í aðrar þjóðir. Þetta er reglulegt skærlingjamark. Hvar er nú allur þjóðarmetnaðurinn? Eg held hann sé meir í orði, en borði. Hér er um svo f jölþætt mál að ræða, og svo mörg verkefni, sem alþjóð þekkir og veit um, að

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.