Skinfaxi - 01.03.1936, Side 62
62
SKINFAXI
Vorsól\
Vor fósturjörð þér heilsar hrími þakin,
ó! himneskt sólarljós, er yorið boðar!
Þú frjóvgar mold, sem faldi vetrarklakinn,
þér fagna blómin, nærð og endurvakin.
Þú sendir jörð og sævi Ijós,
Þú sigrar vetrarríkið kalt.
Hvert gullið geislabrot
á guðdómsmátt, sem vermir allt.
Ó! vorsól fríð, sem vonir allar glæðir!
Þú vekur lífsins þrá úr alda hvarfi.
Og frá þér stafa um geiminn gullnir þræðir,
sem guðlegt tákn um andans „Sigurhæðir“.
Þú sigrar efans sálarstríð,
Þú sendir veikum hjálparráð.
Hvert gullið geislabrot
er glampi af drottins ríku náð.
Tómas R. Jónsson.
Stefán Jónsson:
Sjálfstæði og ættjarðarást.
(Brot úr erindi, fluttu 1. des. 1935).
—--------— í freLsisbaráttunni við Dani, sem venju-
lega er nefnd sjálfstæðismálið, var ættjarðarástin
sterkur þáttur. En þessi tvö liugtök, sjálfstæði og ætt-
jarðarást eða þjóðrækni, hafa nú á seinni árum hér
fengið nokkuð nýja merkingu, þannig, að tveir sljórn-
málaflokkar í landinu hafa tekið þessi orð upp í heiti
sín, og er vandfarnara með orð oghugtök,þegarþauhafa