Skinfaxi - 01.03.1936, Blaðsíða 63
SKINFAXl
63
þannig hlotið nýtt gildi og nýja merkingu. Eg ætla þó
að fara hér nokkrum orðum um þetta efni. En eg tek
það fram, að allt, sem eg segi um sjálfstæði og þjóð-
rækni eða ættjarðarást, er miðað við hin gömlu hug-
tök, óbundin öllum flokksheitum, á sama hátt og eg
tala um framsókn þjóðarinnar án tillits til flokksheita.
— En hafa skulum við það í huga, að undir merkjum
þessara liugtaka hafa víða um heim verið unnin hin
svivirðilegustu verk, og þessum viðkvæmu málum
heitt til að æsa þjóð móti þjóð og kynflokk móti kyn-
flokki, þótt þau, í innsta eðli sínu séu kyndlar i fram-
sóknarbariáttu þjóðanna. — Orð og hugtök hafa þarna
verið misnotuð, en þau hafa ekki glatað fegurð sinni,
þrátt fyrir það.
Mér er í minni kvikmynd, sem eg sá nokkrum árum
eftir striðið. — Aðal-söguhetjan var rússneskur aðals-
maður landflótta. Hann sást víða i glaumi stór-
borganna, og stundum lifði hann í allsnægtum, — en
hann var landflótta — og mitt í glaumnum rann skuggi
yfir andlitssvip lians — þjáningadrættir fóru um and-
litið — hann dró sig út úr glaumnum, tók undan klæð-
um sínum lítinn leðurpoka, hellti á borðið lijá sér
dökkri mold úr ökrum ættlands síns, og fór höndum
um moldina á boröinu, eins og hjartfólgna, lifandi
veru. — Andlitið ljómaði af ástúð og niðurbældri þrá.
— Þessi sýning er mér allt af síðan ímynd hinnar sönnu
ættjarðarástar.------- —
Ættjarðarástin er i eðli sinu frumstæð. Hún er jarð-
nesk tilbeiðsla. Hún er af sömu rótum runnin og ást
barnsins á brjósti móðurinnar, sem liefir alið það og
yljað. Ætljarðarástin, — hin sanna hreina ættjarðarást
— er inngróin eðli mannsins, og hver sá maður, í hverju
landi sem er, sem ekki ann átthögum og föðurlandi,
er rótslitinn. Hann á ekkert föðurland lengur, þótt hann
sé í sínu fæðingar- og foreldra-landi.