Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.03.1936, Side 64

Skinfaxi - 01.03.1936, Side 64
64 SKINFAXI -----Hún elskaði ekki landið, en aðeins þennan blett, segir Guðm. Friðjónsson skáld í sinu gullfagra kvæði, Eklcjan við ána. Þarna hefir bans skáldlega eðli skynjað rétt. Ekkjan við ána elskar blettinn, sem elur hana og börnin lienn- ar. Hún er bundin þökkum til moldarinnar, sem fæðir og elur.----- „Hlíðin mín fríða, lijalla meður græna“ yrkir Jón Thoroddsen, þegar hann vill túlka ást sína á landinu. Hlíðin fríða, blómmóðir bezta — er honum imynd landsins, sem ól hann og sem hann ann. „f átthagana andinn leitar, þótt ei sé loðið þar til beitar“, segir Grímur Thomsen í einu kvæða sinna. Og Stephan G. Stephansson segir i kvæði: Þótt þú langförull legðir, sérhvert land undir fót bera hugur og hjarta samt þíns heimalands mót.“ Eg gæti i allt kvöld nefnt ykkur dæmi úr ljóðum vorra skyggnustu skálda, þar sem þeir syngja um þetta sama efni. — Hver sannur maður ber síns heimalands mót. Sjálfstæðisbarátta fslendinga var frelsisbanátta. — Hún var engu síður metnaðarmál en hagsmunamál. Bjartsýnustu og framsæknustu menn þjóðarinnar höfðu þann metnað, að vilja krefjast þess, sem rang- lega var af þeim tekið á fyrri öldum, og þeir, sem uppi voru á 19. öldinni, báru gæfu til að eignast þann for- ingja, sem kunni að sækja fram til sigurs, og klæða hugsjónirnar í ham veruleikans.------- Eg tel það engan efa, að þessi barátta átti sinn aðal- þátt í hinum hraðstígu framförum liðinnar aldar. Ein-

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.