Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.03.1936, Page 66

Skinfaxi - 01.03.1936, Page 66
66 SKINFAXI Þetta, sem hér er lalið, hefir ekki unnið sjálfstæðismáli voru fylgi. — Mannfjöldi og efnahagur þjóðarinnar var léttur á vogarskálinni Nei, — það er engum dulið nú, að það var menning þjóðarinnar og saga, sem úr- slitunum réðu. Þjóð, sem liafði ritað og varðveitt forn- sögurnar, alið Snorra Sturluson og ort eddukvæðin, gat feimulaust krafizt réttar síns. Þjóð, sem í gegnum ísa og elda hafði varðveitt svo vel arf og ættgöfgi for- tíðarinnar, að hún í byrjun 19. aldarinnar elur og fóstr- ar Jónas Hallgrímsson, Steingrím, Gröndal og Matthí- as, að ógleymdum foringjanum farsæla, Jóni Sigurös- syni, hún hafði góða undirstöðu að byggja á í barált- unni um frelsi og sjálfstæði. — Þetta er þungamiðja máisins, sem aldrei má gleymast, því að ef þjóð vor á að lialda velli i kapphlaupi nútimans, þá eru það sömu verðmæti sem gilda. — Þótt auðsuppsprettur lands vors séu miklar og fegurð þess hrífandi, þá er það ekki nóg til að varðveita frelsi og sjólfstæði þjóðarinnar. Það er menning íbúanna, — andlegur þroski og sálargöfgi, ásamt liagsýni og gætni með þjóðartekjurnar, sem allt veltur á.---- Vér, sem búum hér við hin „yztu höf“ og unnum ætt- jörð vorri, og viljum heldur, — þrátt fyrir allar deilur, hlýta íslenzkum yfirráðum, en lúta erlendu valdi, þurf- um stöðugt að hafa þetta hugfast. Það má aldrei gleym- ast, að ef við höldum ekki til jafns við aðrar þjóðir í þekkingu, mannkostum og verklegum framförum, þá er frelsi lands og þjóðar dauðadæmt í framtíðinni. Við megum ekki sætta okkur við það, að þjóðin sé eingöngu þekkt fyrir fornar sagnir, heldur knýja menningar- þjóðirnar til að kynnast því, að hér á landi býr þjóð, sem stendur á fornum merg um ættfræði, sögu og mál, en er, þráll fyrir smæð sína, framarlega í flokki um nútímamenningu. — Alþýðumenning, listir og skáld- skapur er sá gjaldeyrir sem gildir í þeim viðskiptum. Listamenn og skáld eiga hægast með að kynna menn-

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.