Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.03.1936, Page 67

Skinfaxi - 01.03.1936, Page 67
SKINFAXI 67 ingu og afköst þjóðarinnar út á við, og þess vegna ber þjóðinni að meta þá og styðja. Standa þar sérstaklega vel að vígi málarar og myndhöggvarar, því að þeirra þögla list talar allra tungumál. Þeirra þögla list endur- speglar fegurð landsins, og hún meitlar í línum steins- ins hugsmiðar alþýðunnar og þjóðlegar sagnir. Þeirra list er hinn eini gjaldeyrir, sem gildir í menn- ingarmálum smáþjóðanna. Þess gætir í hverju máli, hve öll sambúð landa og þjóða hefir tekið miklum breytingum fyrir tækni nú- tímans. Jarðarhnötturinn liefir allur minnkað í um- fangi við notkun á hljómöldum útvarps og síma. Þjóð- irnar geta ekki lengur hlunnfarið hver aðra í viðskipt- um á vanþekkingu, því að hvert atriði, er máli skiptir, í atvinnulífi og verslunarháttum þjóðanna, er samdæg- urs símað um allan heim — Þjóðirnar eru neyddar til að hætla samkeppni í viðskiptum, en viðskipti framtíð- arinnar munu fara fram eftir leiðum samvinnu og samninga. Ættjarðarástin í ljósi nútímans fær óhjákvæmilega annað sjónarmið en á fyrrri öldum. Þjóðirnar hljóta að hætta að biðja guð um dauða æskumanna í landi andstæðinganna, í sömu bæninni og þær biðja hann að varðveita sína æskumenn, sem eru að brugga hinum banaráð. — Að fórna blóði fyrir ætt- jörðina verður ekki æðsta hugsjón æskumanna fram- tíðarinnar, lieldur eins og Jón Sigurðsson, að gefa þjóð sinni starfskrafla sína á langri æfi. Æskumenn fram- tíðarinnar munu læra að elska sína ættjörð, af því að hún fóstrar þá og fæðir, en jafnframt að virða ættjörð og æskumenn annarra þjóða af sömu óstæðu. — Eg trúi ekki á alheimsborgarann, rótlausan og án föðurlands, en eg trúi á framtíðarinnar frjálshuga æskumann, sem „ber síns heimalandsmót“, en elskar og kann að meta allt mannlcyn. 5*

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.