Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.03.1936, Page 73

Skinfaxi - 01.03.1936, Page 73
SKINFAXI 73 Mundu, að þú stendur í baráttu hjá lítilli og fá- tækri þjóð, sem ekki má við því, að synir hennar lendi á hinni ólánssömu ofdrykkjubraut, með allri sinni vansæmd og ömurleika. Og ennþá síður þín vegna mátt þú fórna drykkjusiðunum neinu af orku þinni og viti, og þvi trausti og vonum, sem tengt liefir verið við framtíð þína. Viltu ekki heldur auka frelsi þitt og gæfu þjóð- arinnar i hvívetna? Jú, það vilja vafalaust allir góðir ungmennafélag- ar. Þess vegna berum við nú þá ósk fram, að þetta málefni fái sigur, með auknum þroska og meiri menn- ingu. Og takist U. M. F. nú að gera nýtt áhlaup á vígi Bakkusar, hafa þau skapað sér ódauðlegan minnisvarða í hugum þeirra kynslóða, sem þrá „gró- andi þjóðlíf með þverrandi tár“. Tveir norskir islandsvinir. Skinfaxi sýnir hér lesöndum sínum andlitssvip tveggja norskra ungmennafélaga, sem sýnt liafa landi voru, og íslenzku ungmennafélögunum alveg sérstak- lega, svo einlægan vinarhug nú um margra ára skeið, að skylt er að þakka slíkt og lialda því á lofti. Báð- ir standa þeir í fremstu röð meðal norskra ungmenna- félaga og hafa starfað mjög mikið fyrir ungmenna- félag silt, „Ervingen“ i Björgvin. En til þess félags má að nokkru leyti rekja rætur ungmennafélagsskap- arins íslenzka, svo sem kunnugt er. Fjöldi íslendinga kemur árlega til Björgvinjar. Veit sjálfsagt enginn tölu þeirra landa, sem notið hafa leiðsagnar og gestrisni þeirra Hirths og Skásheims. — Báðir lesa þeir íslenzku og skilja talmálið, og eru

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.