Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.03.1936, Page 76

Skinfaxi - 01.03.1936, Page 76
76 SKINFAXI Þórgnýr Guðmundsson: Á miðum. Nú skal það verða, sem ráðgert hefir verið oft og lengi, vikur og mánuði, jafnvel ár. Nú er líka tækifærið, i dag eða þá aldrei, núna, þeg- ar vorið hefir völdin, og sólmánuður hefir sett merki sitt livarvetna. Vordísin hefir klætt jörðina grænum möttli. Hún hefir magnað mennina áhuga og krafti, gælt dýrin nýju fjöri og sefað brimið við sjávarströnd- ina. í dag er tækifæri, sem þeir, sem áður hafa ákveðið veiðiför, vilja með engu móti láta sér úr greipum ganga. Þeir ætla að draga fisk úr djúpinu. Og nú bíða frændurnir á Fitjum ferðbúnir á hlaðinu. Grímur er sonur bóndans, unglingur um fermingu. Geir er kaupamaður, tveimur árum eldri. Þriðja mann- inn vantar í liópinn, og hann er ekki væntanlegur, því miður; Óli litli sonur ekkjunnar á Hofi er veikur og getur ekki tekið þátt í ferðinni. Bátinn eiga þeir vísan lil láns hjá bóndanum í Vík, og nú virðist allt leika i lyndi. Verst er, að Óli skuli ekki geta farið með. Veðrið er ákjósanlegt, sólskin og sunnanvindur. Miðaflanssólin sldn í heiði, og vindinn ber að vitum manna í volgum gusum. En kvöldið er í nánd, með kyrrð og friði, þessari unaðslegu kyrrð og fegurð, sem islenzku vorkvöldin eiga oft í svo ríkum mæli, þegar betur blæs. Kvöldskólin glampar í gluggunum, þegar þeir félag- ar fara. Heimamenn standa á hlaðinu og veifa til þeirra. Þeir árna allra heilla, þeim sem nú eru að byrja sina ferð. Vík stendur við vestanverðan fjörðinn, innarlega. Byggðin er strjál á ströndinni, en þó eru þar nokkrir bæir. Fjörðurinn er fagur og fjöllin fyrir ofan eru há og

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.