Skinfaxi - 01.03.1936, Qupperneq 77
SKINFAXI
77
lígaleg. Þau halda vörð yfir firðinum og dalnum, yfir
öllu, sem er innan fjallahringsins fagra. En langt úti i
firðinum lyfta eyjar og sker kollinum upp úr sænum.
Og þegar heiðríkt er, sjást stundum ótal reykir veiði-
skipa liti við hafshrún.
Stundum blæs að vísu biturt ofan úr fjallaskörðun-
um. En þaðan berst heilnæmt loft. Og þeir, sem vilja og
geta gengið á efstu gnípurnar, fá sína fyrirhöfn borg-
aða. Þeir koma þaðan aftur hressari í huga með aukn-
um kröftum og áhuga.
Leiðin liggur út með firðinum. Stundum er gengið í
fjörunni, stundum eftir bökkunum ofan við. Lækirnir
hoppa milli lágra hakka. Þeir keppast við að komast
áfram, ofan í fjöru, út í sjó.
Þeir félagar koma að Vik um náttmálaskeið. Þá
er bóndinn ekki heima. Hann er að veiðum. Þeir sjá
bálinn hans alllangt úti á firðinum. Hann lyftist þar
og hnigur á öldunum, örlitlum öldum, sem vilja gefa
!il kynna, hversu ægilegt afl er þarna bundið. Og bát-
urinn berst að landi hægt og hægt, báturinn, sem búið
er að lána þeim Geira og Grími. Hann er líka til reiðu.
Eftir stutta stund er hann kominn upp í lendinguna.
Fáeinum fiskum flcygja þeir í land, sjómennirnir, og
tæma bátinn. Veiðin liefir verið lítil, og formaður spá-
ir ekki vel fyrir þessum nýju veiðimönnum, sem í
fyrsta sinn ætla að leggja á djúpið og freista gæfunnar.
En þeir eru vongóðir, treysta því, að betur rætist úr en
á horfist. ,
Og nú taka þeir við bátnum um stund. Þeir hafa
hann til umráða næsta sólarhring. Þetta er fjögra
manna far. —
Enda þótt kveldið sé hægt og blítt, og hafið seiði og
dragi, er það ákveðið, að leggja ekki frá landi fyr en
með næsta morgni. Nóttina á að nota til hvildar, nú
sem fyr. En næsta dag á að nota, því hafa þeir heitið
með sjálfum sér, báðir tveir, Geir og Grímur.