Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.03.1936, Side 80

Skinfaxi - 01.03.1936, Side 80
80 SKINFAXI Sólin liækkar á lofti og hitinn er vaxandi. Andvar- mn ofan af landinu þverr óðum og innan stundar er orðið hlækyrrt. Veiðimennirnir kasta nú af sér klæð- um. Þeir leggja jakka sina á þótturnar og höfuðfötun- um er fenginn staður annarstaðar í bátnum. Og færunum er rennt á ný. Ef til vill gæti tilraunin tekizt að þessu sinni. Já, það fer lika svo. Allt i einu fer Ólafur að toga í færið ótt og títt. Hann hamast, og það er eins og liann sé að keppast við einhvern annan. Hverju mundi það sæta? Víst þarf enginn að vera i neinum vafa um það. Það er fiskur á önglinum, og inn- an stundar er hann dreginn upp í bátinn. Vesalingur- inn. Þarna spriklar liann i bátnum, dæmdur til dauða, eins og þeir sem dregnir voru daginn áður. Hann á að fara sömu leið og þeir. Nú keppast allir við. Einn fisk- ur innbyrtur! Lítið er það. Betur má ef duga skal. Skyldu vesalings nýliðarnir verða svo aumir, að fá ekki ugga? Þá væri för þeirra ill orðin. Ónei! Víst þurfa þeir ekki að óttast það. Geir hefir þegar orðið var við fisk á sínu færi. Við það færist hann i aukana að áhuga og afli. Og ekki er hann fyr búinn að renna sínu færi á ný, en liann finnur að bitið er á í annað sinn. Og nú á hann fleiri fiska í bátnum en hinir báðir til samans. „Það sýnist svo, að þú ætlir að láta þinn hlut eftir liggja, Grimur frændi“, segir Geir um leið og hann rennir færi sinu í þriðja sinn. „Þó hygg ég að þessi sé á móti þínum báðum“, segir Grimur um leið og hann slengir fyrsta fiskinum sínum upp í bátinn. Já, þetta er satt. Það er vænn þorslcur, sem hann liefir dregið. Og nú þarf enginn að öfunda annan. — Tíminn líður fljótt. Allir hafa hugann við það eitt, að draga sem flesta fiska. Og fiskimennirnir renna færum og draga einn og einn fisk. Báturinn vaggar í blænum. Og sólin skín. Þannig er haldið áfram lengi dags. Reyndar virðast

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.